Heima er bezt - 01.06.1972, Side 28
hann hlaut að vera kominn inn í húsið. En þarna
var nokkur straumur fólks fram og aftur. Hann sá
fremur greinilega þá, sem gengu á gangstéttinni
hinum megin götunnar. Þar fór bæði ungt og full-
orðið fólk, sumt á leið í sömu áttina, annað í gagn-
stæða átt. Þannig mættist fólkið þarna á gangstétt-
inni, aðeins andartak, mættist kannski aldrei aftur
á lífsleiðinni. En var ekki líkt farið með fólk, sem
heilsaðist, naut nokkurra ára samvista, en kvaddi
svo? Að heilsast og kveðjast, — að mætast. Þarna
mættust einhverjir, sem þekktust. Það voru full-
orðnir menn. Þeir tóku tal saman. Þeir voru þarna
á miðri gangstéttinni. Margir urðu að leggja lykkju
á leið sína til þess að komast fram hjá þessum mönn-
um. Af hverju færðu þeir sig ekki af gangstéttinni
og upp að húsinu? Það var engu líkara en þeir
hefðu heyrt hugsanir gamla mannsins, því að nú
þokuðu þeir sér upp að húsinu, þar sem unnið var
að prentun blaðsins, sem átti að færa þeim helztu
heima- og heimsfréttir í fyrramálið.
Gamli maðurinn hrökk ónotalega upp úr þessum
hugleiðingum sínum við það, að barið var snöggt
á dyrnar og Sigrún gekk inn. Hún var ekki eins
glöð og fagnandi, eins og gamli maðurinn hafði
vonazt eftir, þegar hún sagði:
„Hann er kominn, afi. — En hann er voðalega
daufur. Hann segist ekki láta sér nægja að ég sanni
honum ást mína með því, að elta hann hingað.
Hann segir, að þú hafir staðið fyrir þessari ferð. Ég
ætla ekki að segja þér meira af því, sem hann segir.
— Ó, ég veit ekki, hvað ég á að gera! Getur þú ekki
hjálpað mér, afi minn?“ Röddin var klökk og inni-
leg bæn í henni.
„Það er nú hægurinn að, góða mín. Nú skal ég
taka til minna ráða. Nú verður þú stillt og róleg
afastúlka, meðan ég fer og tala við þennan tor-
tryggna unnusta þinn. Ég kem ekki aftur, fyrr en
við höfum skilið hvorn annan. Bíddu mín hérna,“
sagði gamli maðurinn hressilega, reis á fætur, klapp-
aði á öxl Sigrúnar og hvarf svo út úr herberginu.
Sigrún sat fyrst kyrr, en henni var svo órótt, og
■eirðarleysið ásótti hana svo miskunnarlaust, að hún
varð að fara á hreyfingu. Hún ýmist gekk að glugg-
anum, borðinu eða stólnum. Henni var ómögulegt
að sitja kyrr. Loks slökkti hún ljósið, sem lifað hafði
á borðlampa á litlu skrifborði úti í einu herbergis-
horninu. Gluggatjöldin dró hún alveg frá, svo að
birtan frá götuljósi, skammt frá húsdyrunum, gat
skinið óhindrað inn. Hún tók sér stöðu við glugg-
ann. En hún hafði ekki lengi eirð í sér þar. Hún
dró aftur að mestu fyrir gluggann og kveikti síðan
,á loftljósi. Hún gekk að skrifborðinu, settist á stól-
inn hjá því, en spennti svo greipar. Varir hennar
bærðust ofurlítið.
Hurðinni var hrundið upp. Inn kom gamli mað-
urinn og fast á eftir honum fylgdi ungur, meðallagi
hár maður, kringluleitur, rjóður í andliti og alvar-
legur. Það var greinilegt svipmót með honum og
Sigrúnu gangastúlku.
„Jæja, væna mín, hérna komum við, eins og ég
lofaði þér,“ sagði gamli maðurinn, lokaði dyrunum
og gekk til hennar.
Það var engu líkara en hún sæi ekki gamla mann-
inn, aðeins heyrði orð hans. Hún gekk beint til
unga mannsins, fleygði sér í faðm hans og hvíslaði:
„Elsku vinur minn, ertu búinn að skilja allt.
Ertu ekki lengur reiður?"
Hann vafði liana örmum, kyssti hana og svaraði
svo með mildri og innilegri hlýju:
„Já, elskan mín. Nú skil ég allt. Fyrirgefðu mér,
— fyrirgefðu mér, elskan mín.“
Hún svaraði honum, um leið og hún þrýsti sér
enn fastar í faðm hans:
„Það er ekkert að fyrirgefa. Hafi það verið eitt-
hvað, er það fyrirgefið. — Nú veit ég, að þú trúir
mér. — Þetta eigum við afa að þakka,“ bætti hún
við og leit sælubrosi til gamla mannsins.
Hann gekk til þeirra, lagði sína höndina á aðra
öxl hvors þeirra og sagði með sinni glaðlegu rödd:
„Það var líka mér að kenna, vinir mínir, að þetta
skyldi koma fyrir. Ég átti að vera varkárari. En nú
vona ég að allt sé að verða, eins og það á að vera.
Ungu vinir mínir. Nú skulum við setjast hérna,
þið getið sezt á rúmið, en ég á stólinn hérna við
skrifborðið. Svo skulum við tala saman í næði um
það liðna, en þó fyrst og fremst um framtíðina. —
Það sem kom fyrir heima á íslandi er auðvitað bezt
að láta lönd og leið. En svo snúum við okkur að
nánustu framtíð. — Svona, drengur minn, taktu
utan um stúlkuna þína. Þið verðið að njóta sem
bezt samfundagleðinnar, þó að afi gamli sé við-
staddur. — Þú ert einum um of tortrygginn, Bjarni
minn góður. Vertu varfær, en ekki svona óskaplega
tortrygginn. Ef þú hefðir komið með Sigrúnu til
mín, eins og við vildum, þá hefði sú grilla farið úr
kollinum á þér, að hún væri eitthvað að daðra við
mig, eldgamlan karlfauskinn! — Já, já, þú hélzt að
hún gengist fyrir peningum. Ja, herra minn trúr!
— Við sleppum þessu, það er búið sem búið er.
Ert þú ráðinn áfram allt árið hjá útgerðarfyrir-
tækinu?“
„Nei, ég er eiginlega ráðinn hjá öðrum eigand-
anum í sumar. Fyrst á ég að vera fram í júní á bæn-
um hans, en svo fer ég á síldveiðar. Ég er ekki ráð-
208 Heima er bezt