Heima er bezt - 01.06.1972, Page 31
kaupstaðnum og stefnt fram í dal. Margt var að sjá
og þurfti gamli maðurinn og raunar Bjarni líka,
að hafa sig alla við, til þess að geta tekið á móti upp-
lýsingunum, sem hjónin veittu ríkulega.
Nú fór skógurinn að verða gisnari, og loks var
aðeins um einstök tré að ræða. En, hvað landslagið
var orðið Hkt og heima á íslandi! Allt í einu nam
bílstjórinn staðar og sagði, að nú skyldu þau stíga
út úr bílnum, því að þessi litlu hús, sem sæjust
framundan, væru sel. Þarna voru þá þessi frægu sel,
sem svo mikið var talað um í sambandi við Noreg.
Og „Sunnudagur selstúlkunnar“ eftir Ole Bull
hafði átt sinn ríka þátt í því að víðfrægja norsku
selin. Þetta voru rauðleit timburhús, með tyrfðu
þaki og hlöðnum grunni.
Ekki var höfð þarna löng viðdvöl. Snúið var aftur
til Örstavíkur, þar farið nokkuð um nágrennið, en
svo haldið sem leið liggur til Volda, sem er skólabær
skammt frá. Þar var rennt fram hjá glæsilegum
skólahúsum, svo sem kennaraskóla, menntaskóla og
gagnfræðaskóla. Víða voru nemendur á gangi með
skólatöskur sínar. Ekki var hægt að greina mun á
útliti, yfirliti og framkomu þessa æskufólks frá ís-
lenzku æskufólki.
Ekið var upp í hlíðina fyrir ofan bæinn. Þar var
útsýni dásamlegt, allt að því óviðjafnanlegt, sagði
Sigrún síðar. Á leiðinni heim til norsku hjónanna,
var komið við í safni, sem mjög er kært málvönd-
unarmönnum í Noregi, en það er safn ívars Ásen.
Þarna vakti margt athygli íslendinganna, en þó
einna mest, að sjá þarna íslenzk tímarit meðal ann-
arra bóka.
Þá var aftur komið til Örstavíkur. Vegna vin-
gjarnleiks staðarins og elskulegra hjónanna, var
Örstavík orðin ungu elskendunum kær. Þeim fannst
eins og þau væru að koma til staðar, þar sem þau
hefðu dvalið marga daga, en ekki eina dagstund.
Degi var tekið að halla og kveðjustundin nálgað-
ist. En norsku hjónin vildu þó ekki láta hana renna
upp fyrr en í síðasta lagi. Þess vegna fylgdu þau ís-
lendingunum aftur til ferjustaðarins. Þar varð
nokkur bið eftir ferjunni og var sá biðtími notaður
til hins ítrasta.
Sól var hnigin til viðar. Víða var farið að kveikja
ljós, þegar þessir vinir kvöddust með innilegum ósk-
um og vonum um endurfundi, öðru hvoru megin
hinna djúpu ála Atlantshafsins.
Yndislegur dagur var horfinn í skugga kvöldsins.
En hann mundi aldrei geta dáið í hjörtum þeirra,
sem áttu jafn dýrmætar minningar frá honum, eins
og gamli maðurinn, gangastúlkan og unnusti henn-
ar frá íslandi.
Þau kvöddu hina norsku vini sína að síðustu með
því að veifa til þeirra svo lengi sem nokkur von
var til að húmið leyfði.
Gamli maðurinn sagði Bjarna, að hann yrði að
koma með þeim til Álasunds, því að 'hann yrði að
kveðja unnustu sína um kvöldið. Klukkan hálf níu
að morgni var ákveðið flug til Björgvinjar. Þar var
gert ráð fyrir 1—2 daga viðdvöl, ef svo heppilega
vildi til, að ekki rigndi!
Bjarni fylgdist því með þeim heim á gististaðinn
um kvöldið. Fyrst höfðu þau aðsetur sitt í herbergi
gamla mannsins. Þar varð ýmislegt til umræðu. í
fyrstu var rætt um minningar frá þessum skemmti-
lega ferðalagi. Þar næst var farið að ræða um heim-
ferðina.
Það sem lengst var til umræðu, var framtíðin.
Gamli maðurinn hafði sagt glettnislega:
„Jæja, ungi maður. Það fyrsta sem þú ætlar þér
að gera, þegar þú kemur til íslands, er að taka
gangastúlkuna frá honum afa sínum. Hvernig ætl-
arðu að bæta gamla manninum það?“
„Ég átti hana nú að talsverðu leyti, áður en þú
komst, svo að eiginlega varst það þú, sem tókst hana
af mér, afi,“ sagði Bjarni og hló við.
„Það var nú svo ósköp stuttan tíma, sonur sæll.
En mér skilst að þú ætlir að taka hana um tíma og
eilífð,“ sagði gamli maðurinn hressilega og lét líta
svo út, að hann væri að áminna eða snupra.
„Þið ætlið ’þó ekki að fara í hár saman út af
mér?“ skaut Sigrún inn í umræðurnar.
„Nei, vina mín. Nú er ég búinn að gefa piltinum
þínum afsal á þér frá því að hann kemur heim til
íslands á hausti komandi," sagði gamli maðurinn.
Nú stóð Bjarni skyndilega á fætur, gekk til gamla
mannsins, klappaði á öxlina á honum og sagði
ákveðinn:
„Nú skulum við bregða okkur andartak yfir í
alvöruna, afi. Við þekkjumst lítið, en eftir þessa
litlu kynningu og eins fyrir það, sem Sigrún hefir
sagt mér um þig, langar mig til þess að koma með
uppástungu. Ég er búinn að hugsa hana talsvert,
ja, ég hef velt henni nokkuð fyrir mér. Þegar ég
kem heim til íslands, verður Sigrún búin að útvega
okkur íbúð, litla íbúð, til leigu í Kópavogi eða
Reykjavík. Ég get fengið vinnu í Reykjavík á smíða-
verkstæði, en hún sem gangastúlka. Hún er orðin
vön því starfi og getur hæglega fengið meðmæli. —
Nei, gríptu ekki fram í fyrir mér, elskan mín. Við
bjóðum afa að vera hjá okkur. — Bíddu andartak. —
Hann getur haft herbergi út af fyrir sig og nóg
næði. En til þess að hann þurfi ekki að vera einn
Heima er bezt 211