Heima er bezt - 01.06.1972, Síða 32

Heima er bezt - 01.06.1972, Síða 32
heima allan daginn, verður Sigrún ekki nema fram að hádegi við vinnuna. Þetta höfum við svolítið talað um, og það var einmitt út frá því samtali, sem mér datt þetta svona í hug. Hvað segið þið svo um þetta?“ Sigrún greip undir eins orðið: „Þessu er ég innilega samþykk fyrir mitt leyti.“ „Ég þakka ykkur hjartanlega fyrir þetta boð ykkar, ungu vinir mínir. Þetta er fallegt boð og lokkandi. En það er ekki þetta sem ég var að hugsa um. — Bjarni sagði mér í dag, að hann vildi ekki koma heim í kauptúnið sitt aftur, fyrr en þá eftir mörg ár. Nú kem ég með mitt tilboð. Ég á fallegt íbúðarhús og útgerð í Norðrafirði. Ég býð ykkur að búa hjá mér í því húsi og Bjarna atvinnu við út- gerðina. Já, truflið þið mig ekki. Lofið mér að halda áfram. — Húsið er leigt, eins og er. Það er leigt til áramótá. — Svona, svona! Nú giftið þið ykkur í haust, flytjið til Norðrafjarðar. Þar getið þið verið til húsa hjá einhverjum viní mínum, þangað til húsið mitt losnar um áramótin. Þá flytj- ið þið þangað. Sé ykkur það ekki óbærilegur baggi, tæki ég því með þökkum að flytja þá til ykkar og verða einhver ár afi á heimilinu ykkar. Þetta hef ég nú til málanna að leggja.“ Það varð talsverð þögn. Það var engu líkara, en að þau væru að vega og meta tilboð hvors annars, ungu elsendurnir annars vegar og gamli maðurinn hins vegar. Þögnin varð svo löng, að engu líkara virtist en því, að á stundinni skyldi tekin ákvörðun. Loks sagði Sigrún: „Af hverju seztu ekki, elsku Bjarni minn?“ „Ha? Já, fyrirgefðu. Ég var að hugsa um það, sem hann afi sagði. Þetta er svo dásamlegt, að ég verð víst að telja það kórónu þessa yndislega dags.“ „Fallega sagt, drengur minn. Þetta er aðeins upp- ástunga. Auðvitað kemur ekki til mála að ég ætlist til þess að þið svarið því nú á stundinni. En þetta stendur ykkur til boða. En eins og ég geri ráð fyrir, að ykkur sé Ijóst, er ég meðal annars að bæta fyrir þá misgerð, sem ég var óvart veldur að. En nú er dagur á enda, kvöldið farið að láta á sjá, svo að nóttin er í aðsigi. Nú skuluð þið fara upp til Sigrúnar og njóta kveðjustundarinnar í næði.“ Bjarni beygði sig niður að gamla manninum, kyssti hann og sagði hlýlega: „Vertu sæll, afi. Ég þakka þér fyrir okkur.“ „Vertu sæll, vinur minn. Guð blessi þig,“ svaraði gamli maðurinn. „Góða nótt, afi,“ sagði Sigrún og kyssti fast á kinn gamla mannsins. Stuttu síðar höfðu dyrnar lokazt á eftir þeim. Enn sat hann einn eftir, gamli maðurinn, og brosti — gegnum tár, en að þessu sinni voru það gleðitár. 19. kafli. Haldið heim á leið. Það voru fáir farþegar með flugvélinni til Björg- vinjar frá Álasundi. Gamli maðurinn og ganga- stúlkan tóku sér sæti út við sinn hvorn glugga. Hún sat í stól næstum fyrir aftan gamla manninn, svo að þau áttu hægt með að talast við. Sigrún var þögul. Hún var alvarleg, næstum raunaleg, en samt var hún innilega glöð. Við skiln- aðinn í gærkvöldi við Bjarna unnusta sinn, hafði komið yfir hana draumkennd ró, sem enn hélzt um morguninn. Hún fjarlægðist ástvininn sinn meira og meira. Hún var ekki neitt óttaslegin við að hugsa um það, heldur braut viðkvæmnin sér leið inn í innsta djúp hugaris. Raunverulega var hún sæl. Hún hafði fundið hann aftur, sem hún hafði ákveð- ið að lifa fyrir. Þó að hún fjarlægðist hann nú með hraða flugvélarinnar, hafði hann þó aldrei áður verið nær hjarta hennar, elsku hjartans vinurinn. „Það er fegurt að horfa hérna niður á eyjarnar. Það hlýtur að vera einmanalegt að búa á þessari eyju. Það sýnist aðeins vera einn bær þar. Hann er langt frá öðrum eyjum. En sumir vilja vera út af fyrir sig,“ sagði gamli maðurinn og sneri sér að Sigrúnu. Hún leit hægt upp og svaraði játandi. Síðan leit hún út um gluggan og horfði niður. Já, þetta var fögur sjón, því gat hún ekki neitað. En hlutleysis- mók vitist hafa algerlega tekið fyrir sanna hrifningu í huga ungu stúlkunnar. Hún gerði ekki tilraun til að svifta þessu móki af sér, fyrr en gamli maðurinn kallaði til henna og sagði: „Ég hef víst gleymt að segja þér frá því, að við höfum fengið gistingu á Hótel Noregi, sem er glæsi- legasta hótelbygging í Björgvin. Þar verðum við í dag og á morgun. Svo fljúgum við heim. Hvað segir þú um það, að við komum við í Kaupmannahöfn á leiðinni heim?“ „í Kaupmannahöfn?" endurtók hún áhugalítið, en svo kom hún til sjálfrar sín og kallaði: „Til Kaupmannahafnar! Það væri agalega gaman.“ „Þá gerum við það,“ svaraði gamli maðurinn og hallaði sér út að glugganum. Þau horfðu bæði niður. Þarna var sjór, þar sem skip og bátar voru á ferð og skildu eftir sig dökka rák á sóllýstum sjávarfletinum, sem annars var 212 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.