Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 33
spegilsléttur. Þarna voru skógi vaxnar eyjar, aðrar hér um bil skóglausar. Á sumum stærri eyjunum voru þorp. Já, útsýni var margbreytilegt. Þau gleymdu sér við það og hugsanirnar, sem fylgdu í kjölfarið. Nú komu fyrirmælin um að spenna beltin. Gamli maðurinn aðvaraði ungu stúlkuna, sem ekki hafði veitt þessari bendingu flugþernunnar athygli. Nú, það var víst Björgvin, sem þarna sást. Nei, þetta var ekki borg, aðeins húsþyrping. Innan skamms voru þau á Flesland flugvellinum. Þegar gamli maðurinn og gangastúlkan höfðu beðið stutta stund í flugskálanum, komu ferðatösk- ur þeirra á hægfara færibandi. Þau tóku töskurnar og gengu út í áætlunarbíl, sem beið farþeganna úti fyrir skálanum. Þau komu töskunum fyrir á þar til gerðum palli aftur í bílnum. Svo var haldið af stað til borgarinnar. Innan stundar var komið að hinu glæsilega hóteli niðri í bænum. Á neðstu hæð þess var afgreiðsla SAS, en á vegum þess var einmitt af- greiðsla Flugfélags íslands. Herbergin voru til reiðu. Þegar þau höfðu, hvort um sig komið sér fyrir, fór gangastúlkan til gamla mannsins og sagði, að nú hefði hún ákveðið að bjóða honum verulega góða máltíð. Hún sýndi gamla manninum tvo 100 krónu seðla norska og einn 50 króna seðil norskan. Þetta sagði hún, að unnustinn hefði gefið sér, til þess að eyða, hvernig sem hún vildi. Gamli maðurinn hló glaðlega og sagðist sannarlega skyldi hjálpa henni til þess að eyða þessum peningum. En hann gerði það að til- lögu sinni, að þau fengju sér fyrst morgungöngu og fengju sér svo máltíð á þeim matsölustað, sem þau væru næst, þegar klukkan væri 12. Þetta féllst hún á, og bráðlega voru þau komin út og gengu frá hótelinu. „Þetta er nú Borgin milli fjallanna sjö, eins og Björgvinjarbúar kalla hana stundum. Ég hef komið í margar borgir, en þó að Björgvin sé ekki stór, er hún og verður ein fegursta borg á Norðurlöndum og þó að víðar væri leitað. Þarna sérðu byggingar uppi á fjallshrygg. Jú, það er rétt, ég var búinn að segja þér, að þetta er Flöjfjallið. Það er sannarlega margt, sem ég hefi víst sagt þér þennan dag, sem við dvöldum hér, áður en við fórum til Álasunds. — En nú er öðruvísi ástatt hjá okkur. Þá var óvissan fram- undan um það, hvort okkur heppnaðist að hafa upp á unnusta þínum. Nú er þetta allt að baki og við erum komin á heimleið. — En nú skulum við koma í safn frá tímum Hansastaðakaupmannanna og nota tímann til þess að fara í sædýrasafnið og fleira, eftir því sem dagurinn endist,“ sagði gamli maðurinn, en svar gangastúlkunnar fól hún í björtu brosi og greip undir handlegg hans. Þannig leiddust þau um borg- ina. Dagarnir liðu líkt og í draumi, þar sem hraðinn er meiri en hægt sé nokkru sinni að nema staðar, meðan atburðarásin fer fram. Þó fór svo, að dvöl- inni í Björgvin lauk og flugvélin frá SAS hóf sig upp af flugvellinum. Ekki var fleira með flugvél- inni en svo, að gamli maðurinn og gangastúlkan gátu bæði fengið sæti við glugga. . Litlu eftir flugtak sagði gamli maðurinn: „Jæja, þá er nú Stavangur framundan. Þar á að koma við á leiðinni suður eftir. En viðstaða verður þar sama sem engin. Líður þér ekki sæmilega?" „Sæmilega? Miklu meira en það. Ég er bara alltaf eins og í leiðslu. Ég vona bara, að þetta sé ekki draumur allt saman, heldur veruleiki,“ svaraði hún. „Það vona ég líka. Svona getur nú lífið verið, lík- ast fögrum draum.“ Það varð tæplega hálfrar klukkustundar viðstaða á flugvellinum í Stavangri. Síðan hélt flugvélin beina leið til Kastrupflugvallar á Amager, sem er eyja, en jafnframt hluti af milljónaborginni Kaup- mannahöfn. „Það er leiðinlegt, að þessi þoka skuli hylja okk- ur sýn yfir Danmörku. Jæja, við sjáum raunar niður öðru hvoru. Úr lofti getur maður séð greinilega, hversu vel er ræktaður svo að segja hver skiki. Sko, þarna,“ sagði gamli maðurinn. Skömmu eftir að lagt var af stað frá Stavangri var borinn fram morgunverður. Nú hafði mataráhöld- unum verið safnað saman, svo að farþegarnir gátu óhindraðir horft á umhverfið bæði niður og til hliðar. Lendingin á Kastrupflugvellinum tókst vel að venju. Úr flugvélinni var langur gangur til farang- ursafgreiðslunnar. Meðan beðið var eftir farangr- inum, spurðist gamli maðurinn .fyrir um það, hvenær flugvélin færi til íslands. Honum var sagt, að þota Flugfélags íslands (Icelandair, eins og af- greiðslumaðurinn sagði) færi eftir rúmlega tvær og hálfa klukkustund. Farþegar ættu að mæta Yz klukkustund fyrir burtför. Gamli maðurinn kom farangrinum fyrir í geymslu, en svo hröðuðu þau sér út úr flugstöðinni. Gamli maðurinn vék sér að leigubílstjóra og bað hann að aka þeim á skrifstofu Icelandair. Það tók nokkra stund. Á skrifstofunni var þeim tekið með vingjarnlegri kurteisi, farseðill þeirra áritaður og allar upplýsingar látnar í té, sem farið var fram á. Þau þökkuðu innilega og gengu út á fjölfarna götuna. Eftir örstutta stund kannaðist Heima er bezt 213'

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.