Heima er bezt - 01.06.1972, Síða 35

Heima er bezt - 01.06.1972, Síða 35
út, en ég gæti bezt trúað, að það væri bara yfirskin," sagði vesturendakonan. „Ég minnist þess nú, að ég heyrði eitthvað í það, að þetta væri einhverskonar spæjaraferðalag. Æ, ég held að manni komi þetta lítið við. Ég fyrir mitt leyti vil láta fólk afskiptalaust í þessum málum. En sé það greinilega að gera órétt, vil ég ekki láta það afskiptalaust,“ sagði austurendakonan. Það varð þögn, sem gaf til kynna, að þetta mál væri hér með útrætt, eða að minnsta kosti ekki um- ræðuvert. „Góðan dag, Lalli minn,“ sagði gamli maðurinn og nam staðar hjá Lárusi vini sínum, þar sem hann stóð hjá skektu sinni niðri á sjávarkambinum og málaði gulan skvettilistann á henni. „Ja, komdu blessaður, Elli minn. Mér þykir þú vera tímanlega kominn hingað niður í kauptúnið. Annars er auðvitað veðrið svo dásamlegt, að það er ómögulegt annað en nota sér það eitthvað," sagði Lárus og rétti úr bakinu. „Þetta er reglulega snotur skekta. Þú velur góða liti á hana,“ sagði gamli maðurinn. „Hún skrapaðist illa við hrognkelsaveiðarnar í vor, greyið. Það var þessi ísbruðningur, sem gerði sitt. Ég tjargaði hana og málaði fyrir nokkrum dög- um, svo að hún var orðin þurr í morgun. Hún hefir verið á hvolfi nokkuð lengi, en ég fékk hjálp til að setja hana á réttan kjöl í morgun. — En nú skulum við ganga heim og vita, hvort ekki er volgt á könn- unni.“ „Nei, ekki fyrr en þú ert búinn að mála listann. Það er ekki svo mikið eftir, sýnist mér.“ „Nei, það er ekki lengi gert, svo sem. Jæja, get- urðu ekki tyllt þér þarna á stampinn? Hvolfdu honum bara, hérna er jakki til að sitja á, — já, svona. — Nú getum við talað saman í ró og næði.“ Það var friðsælt umhverfis gömlu vinina, þar sem þeir röbbuðu saman á malarkambinum. Örsmáar bárur gerðu ofurlítið gutlhljóð við malarfjöruna, en skammt frá landi synti æðarfuglinn og ú-aði öðru hvoru. Óðinshani snarsnerist í flæðarmálinu. Nokkrir sendlingar hlupu tístandi um fjöruna. Við og við heyrðist værðarlegt hljóð hávellunnar hand- an fjarðarins. „Jæja, mér líkar þessi ráðagerð vel. Treystirðu piltinum til þess að vera svo mikill maður, að hann sé verður þess, að svona mikið sé gert fyrir hann?“ sagði Lárus, þegar gamli maðurinn hafði sagt hon- um frá fyrirætlunum sínum um Bjarna og Sigrúnu. „Þú ættir nú að þekkja Bjarna manna bezt, þar sem hann hefir alizt upp í næsta húsi við þig.“ „Já, ég vantreysti honum Badda litla ekki. Hann er traustur og reglusamur piltur. Mér þykir raunar vænt um, að hann skuli vera svona heppinn. Já, þér er óhætt að treysta honum.“ „Þú þekkir stúlkuna. Hana þekki ég ekki.“ „Hana þekki ég nú svo vel, að ég treysti henni." „Þá verð ég að segja eins og er, að ég tel þig gera rétt. En eitt vil ég samt benda þér á, Elli minn. Þú verður að gæta þess að ganga ekki framhjá dætrum þínum. Þær hafa sitt að segja í þessu máli.“ „Það segir þú satt. Ég talaði við Siggu mína, þeg- ar ég var í höfuðborginni. Henni leizt sérlega vel á þetta. Hún taldi, að þessa hefði ég þurft með. Hún fullyrti, að Anna mín, sem er í Englandi, mundi ekkert hafa við þetta að athuga. Ég er nú samt oúinn að skrifa henni. Með þessu móti, sem ég hef sagt þér frá, get ég verið við útgerðina og fylgst alveg með þessi fáu ár, sem ég vona að Guð gefi mér að lifa við bærilega heilsu.“ „Já, þetta er ágætt. — Nú er ég búinn að mála. Við skulum skreppa upp í sjóskúrinn. Ég þori ekki annað en setja málninguna og þetta dót, sérstaklega smádótið, undir lás og slá, því að krakkar eru alltaf að snuðra hér niðri frá öðru hvoru, ekki hvað sízt, þegar veðrið er svona gott.“ Þeir hjálpuðust að því að bera dótið upp í skúr- inn, þar sem ýmislegt var geymt, svo sem síldarnet, hrognkelsanet, lóðir, lóðabelgir, lóðastampar, tunn- ur, kvartil og margt fleira. Gamli maðurinn sagðist ekki geta orða bundizt um það, hvað öllu var snyrtilega fyrir komið. Hann sagði, að það væri með ólíkindum, að þetta allt skyldi rúmast svona vel í ekki stærra húsnæði. Lárus þakkaði hrósið, en sagði svo, að nú væri bezt að ganga inn í eldhúsið og fá sér kaffisopa. Þeir voru glaðir, gömlu mennirnir, og hétu því, að einhverntíma, áður en langt um liði skyldu þeir fara á skektunni í róður og vita, hvort sá guli vildi ekki bíta á. Sigrún gangastúlka hafði orðið gamla manninum samferða niður í kauptúnið. Þegar gamli maðurinn stefndi skrefum sínum til Lárusar vinar síns, gekk hún hröðum skrefum heim til tilvonandi tengda- foreldra sinna. Hún hafði fyrir nokkrum dögum sagt ferðasöguna þar. Hún hafði komið eins og frelsandi engill til fólksins, sem átti að verða tengda- fólk hennar, því að þungi hafði hvílt yfir því. Þeim þunga hafði hún létt af því með ferðasögu sinni. Þennan milda sumardag hitti hún Þorbjörgu, til- vonandi tengdamömmu sína, eina heima. „Það er svo sem ekki af því, að fólkið sé að forð- Heima er bezt 215

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.