Heima er bezt - 01.06.1972, Side 38

Heima er bezt - 01.06.1972, Side 38
símskeyti frá Bjarna í byrjun september, þar sem hann sagðist ekki geta komið fyrr en svona 12. september. Hann sagði þar, að við yrðum að fresta brúðkaupinu um eina viku. Svo loksins 12. september kom hann með flugvél. Þá var ég auðvitað stödd á flugvellin- um. Þú getur nú nærri! Hann hafði agalega mikið að segja mér og ég honum. Við ákváðum svo að hringja til þín og segja þér, að við vær- um ákveðin í því að leigja húsið þitt, Bjarni yrði í vinnu við útgerðina hjá þér, en þú kæm- ir til okkar. Nú þekkti ég minn mann! Hann var svo glaður og létt yfir honum. — Eg held að honum þyki bara vænt um þig, — þú mátt ekki segja honum, að ég hafi sagt þér það! — Það var yndislegt veður í gær. Athöfnin fór fram í kirkjunni hérna klukkan 11 fyrir há- degi. Ó, þessi athöfn var dásamleg. Ekkert skil ég í því fólki, sem ekki lætur gifta sig í kirkju! Presturinn talaði til okkar nokkur orð frá eigin brjósti. Það var verulega fallegt, sem hann sagði. Ég held bara að sálir okkar hafi ekki verið í þessum heimi á þessari yndislegu stund, þarna fyrir framan altarið. Við vorum svo sæl. Hvernig svo sem lífið kann að fara með okkur, er ég alveg sannfærð um, að giftingarstundin okkar mun aldrei líða okkur úr minni. Þegar athöfninni var lokið og við höfðum kvatt prestinn og organistann, og einsöngvar- ann, sem söng hjónavígslusálmana, fórum við heim til foreldra minna. Þar var svo veizla. Það voru 2S gestir. En það töluðu margir um það, hvað það hefði verið yndislegt, ef þú hefðir verið þarna með okkur. Svo tókum við upp gjafirnar. Þar kenndi nú margra grasa, fyrir utan stóru gjöfina þína! Við fengum mikið af búsáhöldum og margs konar matarílátum. En það er bezt að þreyta þig ekki með þvi að telja þetta allt upp, heldur láta bíða með það, þangað til að þú kemur sjálfur til þess að skoða það. Líklega verðum við hérna fram að áramót- um. Bróðir minn vill endilega að við séum hjá sér þessa mánuði. En um það segi ég þér meira í næsta bréfi. Bjarni biður innilega að heilsa þér. Hann er búinn að lesa það, sem ég er búin að skrifa. Ég bauð honum það auðvitað. Við fengum nokkur heillaskeyti. En hvað mér fannst skrítið þetta: Brúðhjónin. Og svo er ég allt í einu orðin frú! En skrýtið, finnst þér það ekki? Jæja, ég er eitthvað svo hvarflandi í hugsun, að þetta bréf verður agalega sundurlaust. En ég vona að þú takið viljann fyrir verkið. Það biðja allir hérna að heilsa þér. Guð blessi þig, elsku afi. Þín einlæg Sigrún.“ Gamli maðurinn braut bréfið saman og smeygði því inn í umslagið, sem það hafði verið í. „Blessuð litla gangastúlkan mín. Guð blessi hana og alla framtíð þessarar elskulegu ungmenna," sagði hann lágt, um leið og hann hló léttan, lágan hlátur. Hann varð að skrifa henni sem fyrst og segja henni gleðitíðindin, að þau gætu flutt í húsið hans um miðjan desember. Atvinnan beið Bjarna. 23. kafli. Heima á jólum. Aðfangadagskvöld. Gamli maðurinn situr við borðsenda, en á það er snyrtilega lagt. Sinn hvoru megin við borðið sitja þau Sigrún og Bjarni. „Já, þetta kann ég betur við. Þið verðið að sætta ykkur við smávegis hjónaskilnað við þetta fallega hlaðna borð. Þó að ekki sé núna nema rúmlega vika, síðan við fluttum hingað heim, hefir þó afa- stúlku og afadreng tekizt að gera hérna eiskulegt heimili. Blessuð jólin eru gengin í garð. Klukkan hefir boðað okkur komu þeirra. En við skulum ekki láta þetta verða innantóm klukku-jól. Þetta eru fyrstu sameiginlegu jólin okkar. Vonandi verða það ekki þau síðustu. Ég skal ekki vera langorður, því að þá kólna indælu réttirnir hennar Sigrúnar — ganga- stúlkunnar minnar. Þess vegna skulum við nú hneigja höfuð okkar í þakkargerð og bæn til Guðs, sem hefir gefið okkur þessa samverustund. Við biðj- um í nafni hans, sem kom hingað til jarðarinnar með jólin handa okkur." Gamli maðurinn bað stuttrar bænar, innilegrar 218 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.