Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 39

Heima er bezt - 01.06.1972, Blaðsíða 39
°g hjartanlegrar. Svo fóru þau öll upphátt með Faðirvorið. Þá hófst máltíðin. Innilegur jólafögnuður ríkti hjá þessum kæru vinum. Sigrún hraðaði sér með uppþvottinn eftir mál- tíðina, svo að þau gætu öll safnast saman í stofunni, sungið saman sálma við undirleik hennar á gítarinn og síðan tekið upp jólabögglana, sem raðað hafði verið við fótinn á litlu raflýstu jólatré. Bjarni fékk óblandað hrós fyrir skreytinguna á jólatrénu, en hann hafði alveg séð um hana. Gamli maðurinn var kíminn, þegar hann hafði sagt: „Þú hefir gott af af æfa þig í jólatrésskreytingu, áður en stærri f jölskylda heimtar það af þér.“ Þau settust inn í stofuna, færðu sæti að jólatrénu og komu sér vel fyrir. Þau komu sér saman um að taka upp bögglana til skiptis. Gamli maðurinn tók fyrst upp einn böggul, svo Sigrún, en Bjarni síðast. Þannig yrði því hagað áfram. í fyrsta bögglinum, sem gamli maðurinn tók upp, var bók. Sigrún skellihló, þegar hún tók upp sinn fyrsta böggul og sagði svo: „En, afi. Varst þú ekki að segja, að það væri fit- andi að borða konfekt, og samt gefurðu mér svona stóran konfektkassa." „Þér veitir ekkert af því að braggast svolítið, væna mín,“ svaraði gamli maðurinn. Bjarni tók fyrst upp böggul frá gamla mannin- um. Það var rafmagnsrakvél. Hann þakkaði fyrir sig en sagði svo: „Afi veit, hvað ungum mönnum kemur. Þeir þurfa nefnilega að hafa mjúka vanga.“ Þannig var haldið áfram. Glaðværðin ríkti. Þegar allir bögglarnir höfðu verið teknir upp, stakk gamli maðurinn upp á því, að þau syngju aftur jólasálma. Bjarni rétti konu sinni gítarinn og smellti um leið kossi á kinn hennar. Hiin leit upp og teygði fram munninn. Hún fékk innilegan koss, sem hún endurgalt. Hún strauk fingrunum um strengi gítarsins and- artak, en svo hljómaði inn í jólagleði litlu fjölskyld- unnar söngur ungu konunnar. Bráðlega tóku karl- mennirnir undir. Fjölskyldan söng inn til sín fyrstu sameiginlegu jólin sín, með því að endurtaka fyrsta jólasálminn, sem hún hafði sungið saman þetta kvcild, jólasálminn: „Heims um ból helg eru jól.“ ENDIR. FERÐAMINNINGAR . . . Framhald af bls. 197. ------------------------ Svínafelli. Síðan er farið um skógarbrekkur fríðar norð- ur í iYIorsárdal, um iVIorsáraura, yfir Morsá og inn í Bæjarstaðarskóg. Þar er stórvaxinn og fagur birkiskóg- ur. Unaðslegt er að koma þarna og hlusta á skógarins andardrátt, anda að sér ilmi hans. En undirleikurinn er þungar og háværar drunur Skeiðarár. Minnir þetta allt á þessar hendingar: „gamans þó að glansi brum glymur undir sorgarbrim." Nú er komin þoka og nokkur rigning. Er því dvalið skamma stund. Síðan er fólkið selflutt á hestunum til baka. Verða karlmenn flestir að ganga. Komið til Svína- fells skömmu eftir náttmál. Voru þá margir þreyttir og þrekaðir. Náttverður er mönnum búinn og síðan geng- ið til hvílu. Sváfu menn vært fram yfir dagmál. Næsta dag, sunudag 18. júlí, var veður kyrrt og sól- skin fagurt. Dvalið á Svínafelli fram til miðs aftans. Þá kom þusturinn frá Mýri og flutti fólkið suður þangað. Bæjarstæði er fagurt á Svínafelli og viturlega valið. Býlin eru 4 og standa undir brekkurótum. Gamla túnið er í brekkunni að húsabaki. Þar fyrir ofan er skógar- belti, er teygir sig upp undir brekkubrún. Skógurinn er að vísu ekki stórvaxinn, en þroskalegastur er hann í Bæjargili og Skógargili, enda eiga hann álfar. Eftir þess- um giljum falla lækir stall af stalli og mynda smáfossa. Hjal þeirra og hoppandi leikur heillar heimamenn og aðkomumenn. Auk þess bera þeir birtu og yl í bæina. Öræfingar eru eins og landsfrægt er orðið snillingar í því að virkja fallvötn til búsþarfa. En horfi maður norð- ur með brekkunni blasir við önnur sýn. Þar sér á Svína- fellsjökul, skuggalegan á svip og stafaðan feiknstöfum, svo og gamlar og gráar jökulöldur skammt norður frá túni. Harkan og mildin horfast hér í augu. Það er höfuð- einkenni þessa byggðarlags. Er eigi kynlegt þó að skap- harka, tryggð og drengskapur einkenndu skaplyndi Flosa og Hildigunnar Starkaðardóttur, bróðurdóttur hans. Kröpp kjör hafa löngum verið búin fólki því, sem alið hefur aldur sinn í Öræfum. Öræfingar hafa drýgt meira erfiði en menn vita. Fullyrða má, að lífsbaráttan hafi hvergi verið harðleiknari né einangrunin fullkomnari á landi hér á umliðnum öldum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur byggðin haldizt. í hildarleik lífsins hafa Öræfing- ar varðveitt manndóm sinn og virðuleik. Þeir hafa kunn- að þá list að láta baslið ekki smækka sig. Nú byrjar þeim að gæta þess að láta tæknina ekki smækka sig held- ur. í þessu efni treystir sá, er þetta ritar, Öræfingum manna bezt. Famhald í næsta blaði. Heima er bezt 219

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.