Heima er bezt - 01.06.1972, Page 40
Hin mikla þátttaka, sem var í síðustu verðlaunagetraun,
þar sem glímt var við spumingar úr íslendingasögunuin, gefur
til kynna almennan áhuga lesenda á fomsögunum.
Vegna hagstæðra samninga við útgefendur hinnar glæsilegu og fróðlegu bókar „Handritin og fornsögurnar" getum
við nú boðið þessa einstæðu bók
með sérstökum kostakjörum til áskrifenda „IIEIMA ER BEZT“
Bókin kostar í lausasölu kr. 1.296.50, en til áskrifenda „HEIMA ER BEZT“ aðeins kr. 950.00
Mest af því, sem skrifað hefur verið um íslenzku handritin
og fornsögurnar til þessa hefur verið ætlað hinum sérfróðu.
Þess vegna er það gleðiefni að nú hefur komið á markaðinn
bók um þessi helztu menningarsöguverðmæti íslendinga — bók,
sem skrifuð er fyrir almenning, fólk á öllum aldri. Þetta er einn
merkasti viðburður á íslenzkum bókamarkaði um langt skeið.
Hvernig urðu handritin til? Um hvað fjalla þau? Hvernig hafa
þau varðveitzt? Hvaða gildi hafa þau fyrir nútíð og framtíð —
ekki aðeins á Islandi, heldur og í alþjóðlegum skilningi?
Allt þetta og fleira kemur fram hjá Jónasi Kristjánssyni, hand-
ritafræðingi, í hinni nýju bók, HANDRITIN OG FORNSÖG-
URNAR, sem ekki er aðeins fróðleg og skemmtileg, heldur
líka með glæsilegustu verkum, sem gefin hafa verið út á
Islandi.
Þessi bók verður í framtíðinni talin sjálfsögð í hverjum heim-
ilisbókaskáp. Hún skýrir í máli og myndum þann grundvöll,
sem menningarlíf á fslandi hefur öðru fremur þróazt á í aldir.
HANDRITIN OG FORNSÖGURNAR er bók fyrir alla íslend-
inga.
HANDRITIN OG FORNSÖGURNAR er með veglegustu
bókum, sem út hafa verið gefnar hérlendis. í henni eru tugir
litmynda af texta og skreytingum í mörgum af merkustu
handritunum, sem varðveitzt hafa. Megnið er fengið frá Árna-
safni í Kaupmannahöfn, en nokkrar einnig frá öðrum löndum.
Glæsilegt verk,
skýrir það sem mestu máli skiptir
varðandi handritin
TÍMARITIÐ HEIMA ER BEZT
Pósthólf 558, Akureyri
PÖNTUNARSEÐILL
Vinsamlegast sendið mér undirrituðum
---eint. Handritin og fomsögumar
i □ Hjálagt fylgir greiðsla kr.
j □ Sendist gegn póstkröfu.
I Nafn
1 Heimili