Heima er bezt - 01.06.1973, Page 13
HINRIK A. ÞÓRÐARSON:
SÍÐASTI ÞRÆLLINN
(FRAMHALD)
Fúsi fær fylli sína.
Fúsi var matmaður mikill og fékk víst sjaldan fylli
sína á yngri árum. Eru því litlar sagnir til um það, hvað
miklu han torgaði í einu. Þó reyndi nokkuð á það eitt
sinn er hann var á Ólafsvöllum, hjá séra Stefáni.
Fúsi þótti lélegur við heyskap. Klaufskur að slá og
beit illa, en drjúgur að raka og vann því oftast með
konum.
Það var einu sinni á Ólafsvöllum, að átta manns vann
að heyverkun all-f jarri bænum, og var Fúsi í þeim hópi.
Prestur var sætkenndur, sem oft bar við, og fór ríð-
andi með miðdagsmatinn til fólksins á engjarnar. Voru
það baunir og két, í tveim tréfötum og lok smellt yfir.
Fúsi lét ekki bíða að sleppa hrífunni, þegar maturinn
kom, og hýrnaði á brún þegar hann vissi hvað í fötun-
um var. Klerkur sá hvað leið og hafði gaman af. Bauð
hann Fúsa allan matinn, ef hann treysti sér til að ljúka
honum. En tækist það ekki, skyldi hann sjálfan sig fyrir
hitta. Tók Fúsi vel þessu einstæða boði, og óttaðist ekk-
ert úrslitin. Hóf hann snarlega fötuna á hné sér og át
sem ákafast. Lauk hann á skammri stundu því sem í var.
Síðan gerði hann hinni fötunni sömu skil.
Stefán sat á þúfu skammt frá og horfði á aðfarirnar.
Þegar sást í botninn á seinni fötunni, reis hann á fætur
og sagði við Fúsa. „Ef þér verður gott af þessu, þá hef-
ur þú oft fengið lítið“. „Já oft, margoft“ sagði Fúsi,
„en nú er ég líka að verða saddur, já vel saddur‘\ Prest-
ur hljóp á bak og reið heim allt hvað af tók, til að sækja
mat handa fólkinu. Ekki er þess getið að Fúsa yrði
meint af.
Svínið á Ólafsvöllum.
Séra Stefán var hugkvæmur í ýmsu því er að búskap
laut, og búmaður í bezta lagi, eftir því sem þá gerðist.
Vildi hann auka fjölbreytni í búskap. Meðal annars
með því að ala svín, til slátrunar og búdrýginda. Hug-
mynd hans mun hafa verið sú, að slátra ekki grísunum,
en ala svínin til fullorðins ára, svo þau yrðu meiri til
frálags. Af þessu fékk hann í félag með sér, þá Jón
bónda Stefánsson í Miðbýli, og Ófeig Ófeigsson bónda
Fjalli. Keyptu þeir saman einn grís í Reykjavík. Þetta
var göltur, tekinn um sumarsólstöður, látinn í kláf og
reiddur öðrumeginn á hesti til Ólafsvalla.
Stefán hafði dregist nokkuð aftur úr lestinni, því
marga þurfti að tala við sem á móti komu. Mætir hann
þá Gesti bónda á Hæh í Gnúpverjahreppi. Stigu þeir
af baki og tóku tal saman. Og sem þeir stóðu þarna,
tveir frægir brennivínsberserkir. Annar mestur að fvrir-
ferð, en hinn í munninum, segir Stefán, með nokkru
yfirlæti. „Mættir þú ekki mönnum með svín“? „Nei“
segir Gestur. „Ég hef engu svíni mætt nema andskot-
ans stóra svíninu á Ólafsvöllum“. Og ætlaði svo að
forða sér í burtu. En prestur náði til hans og rak hann
undir sig, og hugðist láta kenna aflsmunar. Gestur æpti
þá upp og segir: „Þá fyrst yrði ég frægur, ef ég væri
drepinn af presti“. Hik kom á Stefán og féllust honum
hendur í bili. Notaði Gestur sér það. Brá við og gat
losað sig. Hljóp á bak og hleypti burtu. Skildi þar með
þeim.
Grísinn ólst upp á Ólafsvöllum í miklu eftirlæti.
Gekk laus úti á daginn, en látinn í lítinn kofa á nótt-
unni. Gerðist hann brátt umsvifamikill og óþægur. Rót-
aði öllu sem hann réði við, og felldi það sem lauslegt
var. Verst þótti þó ef hann komst í bæinn. Þar rak hann
trýnið niður í hvert ílát, og skildi hvarvetna eftir sig
varanleg ummerki. Hann kom rýtandi að kvíunum.
Styggði ærnar, og hvergi mátti leggja af sér fötu, þá
var hún á samri stundu komin á hliðina. í eitt skipti
komst hann þar inn sem mjólkin var sett. Velti hann um
mjólkurtrogunum, drakk mjólkina uppúr gólfinu og
sparkaði allt út og eyðilagði sem hægt var að skemma.
Við það dvínaði nokkuð það dálæti sem þetta nýja hús-
dýr hafði notið. Og litli grísinn, sem látinn var skrækj-
andi í kláf og reiddur á hesti tvær dagleiðir, stækkaði
og varð að stórum gelti.
Um veturinn var hann hafður einn sér í kofa og sjald-
an hleypt út. Sumarið næsta gerðist gölturinn hæglátur
og latur. Ráfaði oft frá bænum, og rótaði upp mold-
inni með trýninu. Sjaldan fór hann langt, enda alltaf
látinn inn á nóttunni.
Kvöld eitt að áliðnu sumri, vantaði göltinn, þegar átti
að fara að láta hann í hús og sást hann hvergi. Prestur
var ekki heima og hafði þá maddaman stjómina. Bað
hún Fúsa fara og leita. Því með engu móti mátti gölt-
urinn týnast, og síst af öllu þegar Stefán var ekki heima.
Fúsi stikaði suður túnið, og heyrði brátt rítið í gelt-
inum, þar sem hann var að róta í heiðinni. Var hann í
Framhald á blaðsíðu 200.
Heima er bezt 193