Heima er bezt - 01.06.1973, Side 20
gat ég öldungis ekki munað eftir einum þeirra. Sama
var þótt blessaður prófdómarinn reyndi að gefa mér
hugboð um gamla svarta krumma. Heiðursfuglinn var
alveg þurrkaður út úr vitund minni þá stundina. Tók
ég þessi mistök allnærri mér, en sættist við orðinn hlut,
enda slapp ég vel frá prófinu að öðru leyti.
Mánuður var liðinn frá því ég veiktist, þegar við
telpurnar fórum að ganga til prestsins. Venja hans var,
að spyrja fermingarbörnin útúr kristnum fræðum einu
sinni í viku eftir nýár. Auk þess tók hann þau viku eða
hálfsmánaðartíma til uppfræðslu rétt fyrir fermingu.
Mér er minnisstætt hve veður var gott allan þann tíma,
sem við nutum handleiðslu hins góða kenniföðurs og
hve aðbúðin var ágæt á heimili hans, enda kona hans
rómuð fyrir gestrisni og myndarlegan heimilisbrag.
Fermingin fór fram laust fyrir miðjan júní og hver
getur gleymt fermingardeginum sínum, þótt minna
væri um gjafir þá en nú. — Presturinn hélt yfir okkur
þá fegurstu ræðu, sem eldra fólk mundi eftir við slíka
athöfn. Eflaust hef ég gleymt þar mörgu, en enn man
ég hvað hann túlkaði fallega — að nú værum við að
kveðja bernskuna og leggja frá landi út í lífið. Til væri
tvenns konar hamingja. Önnur væri fólgin f því, að
sjá hugsjónir sínar rætast, en hin væri sú að standa sterk-
ur í lífinu, þrátt fyrir vonbrigði, og um hana væri meira
vert, því henni væri ætlað að gera okkur að meiri og
betri einstaklingum.
Nú er saga mín á enda og ef til vill verður hún ekki
metin til fjár, en sjálfri mér er hún ógleymanlegur þátt-
ur úr lífi mínu.
LJÓÐ
Fagurt er út með firði
fulível una þar má,
ströndina ljósörvum litar
lognværan perlugrá.
Þar átti ég eitt sinn heima
— æskan rétti mér hönd.
Nú hallar óðum að hausti
hverfa mér draumalönd.
Kvöldið á rauðum kyndlum
kveikir við ystu sund,
þeir lýsa inn yfir landið,
loftið sem blóðug und.
Því miðnætursólin siglir
suðvestan hægan byr
út fyrir sund og eyjar.
Eilífðin stendur kyr.
Mundu það barn sem bíður
og brjóst þitt löngunin sker,
að auknablik óskastund varir
svo ört líður tíminn frá þér.
Síðasti þrællinn
Framhald af bls. 193. ----------------------------
illu skapi þá stundina, og gat Fúsi ekki amað honum úr
stað, enda ólaginn við auðveldari tamningar. Tók hann
þá upp það ráð, að taka göltinn á herðar sér og bera
hann heim. En það var hægara sagt en gert. Gölturinn
var meinþungur, en sú varð aðferð Fúsa, að hann stakk
haus og herðum undir kviðinn galtarins, tók um lapp-
irnar og hóf allt á loft.
En þá tók ekki betra við. Kvikindið sparkaði með
öllum öngum, sem mest mátti og hrein svo að Fúsa lá
við að ærast. Varð hann nauðugur að láta byrðina nið-
ur. Hugsar hann ráð sitt um stund, og sá að ekki tjóaði
að koma allslaus heim. Herti hann sig þá upp, fæ'rðist í
aukana sem mest mátti. Þreif til galtarins, tók hann í
fangið og bar hann heim til bæjar.
Maddama Sigríður var úti stödd þegar Fúsa bar að
með skrækjandi galtar-forsmánina í fanginu. Þótti henni
hraustlega að verið, og gat ekki orða bundist og mælti.
„Þetta hefði Stefán þurft að sjá“. Fúsi fékk vel útilát-
inn aukabita fyrir viðvikið, og betri laun gat hann ekki
kosið sér. Sagðist honum svo frá, að þá hefði hann reynt
mest á sig á æfinni, þegar hann bar spriklandi galtar-
kvikindið í fanginu heim kargþýft túnið á Ólafsvöll-
um. Leiðin sem Fúsi rogaðist með þessa óvenjulegu
byrði, mun verið hafa tvö til þrjú hundruð metra löng.
Gölturinn varð gamall og kominn að Fjalli þegar
hann var felldur. Þótti hann full feitur, þrátt fyrir það
kolvetna-hungur sem þjáði þjóðina á þeim tíma.
Framhald í næsta blaði.
BRÉFASKIPTI
Steirvuör Ingibjörg Gisladðttir, Hrannargötu 6, ísafirði, óskar
eftir bréfaskiptum við dreng eða stúlku á aldrinum 13—14 ára.
Gissur SkarphiÖinsson, Fjarðarstræti 39, ísafirði, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlku eða dreng á aldrinum 11—13 ára.
Sigrún Erla GuÖjónsdóttir, Vestritungu, Vestur-Landeyjum,
Rang., óskar eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum
15-18 ára.
Margrét Jóhannsdóttir, Kirkjubraut 24, Akranesi, óskar eftir
bréfaskiptum við stráka á aldrinum 16—18 ára. Æskilegt, að mynd
fylgi fyrsta bréfi.
Rósa Benónýsdóttir, Suðurgötu 17, Akranesi, óskar eftir bréfa-
skiptum við stráka á aldrinum 16—18 ára. Mynd fylgi fyrsta bréfi.
Birgir Sveinarsson, Ægisgötu 13, Akureyri, óskar eftir bréfa-
skiptum við stúlku á aldrinum 19—21 ár. Æskilegt að mynd fylgi
fyrsta bréfi.
RagnheiÖur Pdlsdóttir, Hjarðarhaga, Jökuldal, N.-Múl., óskar
eftir bréfaskiptum við pilta og stúlkur á aldrinum 13—15 ára.
200 Heima er bezt