Heima er bezt - 01.06.1973, Blaðsíða 34
lega íbúð, tvo herbergi og eldhús, ásamt aðgangi að
baði og þvottahúsi, og þá áttu þau ný húsgögn, sem
rúmuðust vel og smekklega í stofunni þeirra, og höfðu
flest nýtízku þægindi. En nú flytja þau í eina þrönga
og gluggalitla stofu og smá eldhúskytru, og húsmunir
þeirra eru bæði fáir og fátæklegir, og allt eftir því.
Hvílík afturför.
En þeir ,sem valdir eru að slíkum örlögum, hljóta
að bera þunga ábyrgð . . . Hjá því getur ekki farið,
hugsar Auður.
XL
BRAGGA-ÆVI
Rás viðburðanna heldur stöðugt áfram. Ábyrgðar-
kennd sú, er vaknaði af dvala í brjósti Hreins, meðan
á bústaðaskiptunum stóð, fjarðar brátt út og fellur í
dá. Ginnandi freistingar ná yfirráðum að nýju, og okið
verður enn þyngra en áður. Hann finnur brátt til þess,
hve bragginn er ömurleg vistarvera og ólík þeim góðu
og þægilegu húsakynnum, sem hann hefir einungis átt
að venjast frá upphafi ævi sinnar, og viðbrigðin eru því
svo mikil, að hann á erfitt með að sætti sig við þau. En
hann hefir við engan að sakast nema sjálfan sig, og það
finnur hann einnig vel.
Hreinn er nú oftar að heiman en nokkru sinni áður,
og eyðir bæði tíma og fjármunum sínum í miður góð-
um félagsskap á ýmsum skemmtistöðum. En Auður
bíður hans ein heima með börnin í óvistlegum bragg-
anum þeirra, og vissulega er barátta hennar hörð.
Úti er bjartur haustdagur. Auður hefir klætt börnin
og komið þeim út í sólskinið. Og þau eru að leik á ör-
litlum grasbletti, sem hún hefir sjálf afgirt handa þeim
við suðurhlið braggans, og þar una þau sér vel. En
Auður vinnur inni af kappi og þvær stóran þvott af
bömunum.
Hreinn fór til vinnu sinnar á skrifstofunni á venju-
legum tíma þennan morgunn, og Auður á ekki von á
honum heim aftur fyrr en undir kvöld. Djúp haust-
kyrrðin er rík af ró og friði, og Auður nýtur þess í
einverunni og starfið leikur í höndum hennar.
En skyndilega er kyrrðin rofin. Braggahurðinni er
hrundið upp og Hreinn snarast inn til konu sinnar, fas-
mikill, en dapur á svip og nemur staðar hjá henni.
Auður hættir starfi sínu og lítur undrandi á mann
sinn, en segir síðan stilhlega.
— Hversvegna ertu kominn heim á þessum tíma,
góði minn? Hefir nokkuð óvænt komið fyrir?
Hreinn lætur nú fallast á stól við eldhúsborðið og
andvarpar þunglega:
— Já, og það er bezt að ég segi þér strax sannleikann.
Ég er orðinn atvinnulaus, segir hann hljómlausri röddu.
— Jæja, sagðir þú starfinu lausu á skrifstofunni?
— Nei, ég sagði því ekki lausu, en mér var sagt upp
starfinu — með öðrum orðum, ég var rekinn, svo að þú
fáir alveg rétta skýringu á því, sem gerzt hefir.
— Og hvernig gerðist þetta?
— Núna í morgun þegar ég kom ofan á skrifstofuna,
tilkynnti húsbóndinn mér það formálalaust, að hans
fyrirtæki hefði ekkert að gera með þá starfsmenn, sem
ekki mættu til vinnu sinnar á réttum tíma, og væru þar
að auki svo illa fyrirkallaðir suma daga vikunnar, að
naumast væri hægt að kalla þá starfhæfa. Ég fann, að
það var sannleikur, sem karlinn sagði, sökin var mín
megin. Ég hafði ekkert skap til að ræða málið frekar,
gerði upp reikninga okkar í flýti, kvaddi síðan fyrir
fullt og allt og hélt mína leið.
— Jæja, Hreinn minn, svo þú ert þá búinn að missa
þessa ágætu stöðu á skrifstofunni.
— Já, ég bjóst líka við, að svona færi. En það er allt
í lagi, ég var orðinn hálfleiður á þessum skrifstofu-
setum. Nú fæ ég mér bara verkamannavinnu hjá bæn-
um, það er miklu frjálsara.
— En heldur þú, að það verði eins örugg vinna og
gefi eins mikið í aðra hönd? Og svo ertu nú orðinn
óvanur að vinna erfiðisvinnu, Hreinn minn, sagði
Auður.
— Heldur þú, að ég sé einhver aumingi!
— Nei, það álit hefi ég aldrei haft á þér.
— Jæja þá! Hreinn fer ofan í vasa sinn, dregur þar
upp áfengispela og drekkur úr honum vænan teyg. —
Ég fékk mér héma smávegis hressingu á heimleiðinni
til að jafna taugakerfið eftir kveðjurnar á skrifstofunni
í morgun ,segir hann og hlær óviðfeldnum hlátri, eins
konar blendingi af sársauka og uppgerðar kæruleysi. —
Og nú fer ég aftur ofan í bæ og fæ mér atvinnu. Það
er alltaf verið að auglýsa eftir verkamönnum, og úr
nógu a ðvelja, bætir hann hressilega við og fær sér
annan vænan teyg úr vasapelanum að nýju.
Auður horfir á mann sinn með djúpum sársauka í
hverjum andlitsdrætti, og hana hryllir við ástandi hans,
en hún segir jafnrólega og áður:
— Viltu ekki gera það fyrir meig, Hreinn minn, að
vera kyrr hér heima í dag og hugsa málið betur.
— Eg er búinn að hugsa nóg um þetta, og nú er ég
fær í allt! Hann drekkur vænan teyg a fpelanum í
þriðja sinn, og rís svo á fætur og slagar sönglandi út úr
bragganum.
Auður finniu:, að það er tilgangslaust fyrir hana að
reyna að aftra för hans. Hann verður að fá að rasa út
í niðurlægingu sinni að eigin vild og koma sjálfur auga
á, hvert stefnir . ..
Veturinn er setztur að völdum. Dagar hans eru
dimmir og kaldir. Auður fær nú nýtt vandamál að stríða
við, en það er kuldinn. Hún þarf mikinn eldivið til að
geta hitað braggann nægilega, svo að börnin líði ekki
sökum kulda, en peninga hefir hún af mjög skornum
skammti til kolakaupa ,því vinnulauun manns hennar
brenna á altari vínguðsins, meðan börnin hans þjást af
vetrarkuldanum. Framhald.
214 Heima er bezt