Heima er bezt - 01.05.1976, Page 2
Vorið er komið til vor með fyrirheit sín um birtu, yl
og gróandi. Og þótt veðurfar lands vors sé duttlunga-
fullt, færir vorið oss alltaf vonir, fögnuð, og fram-
kvæmdahug. Eins og náttúran vaknar af vetrarsvefnin-
um, rísum vér rnenn upp og tökum með endurnvjuðum
þrótti til við dagsins önn.
En þótt vor sé nú í lofti, er samt uggur í þjóðinni
og ekki að ástæðulausu. Vér eigum í margföldu stríði,
bæði út á við og hið innra. Verðbólga og skuldasöfnun
verður oss þyngri baggi með hverjum dcgi. Fiskurinn
er ískyggilega nærri því að hverfa af miðunum, Og
síðast en ekki síst, þá eigum vér í opinberu stríði við
eina stórþjóð heimsins, sem hikar ekki við að ræna oss
lífsbjörg vorri, í krafti þeirrar hefðar sem hún þykist
hafa skapað sér með ránskap liðinna alda.
Tæpast verður annað sagt en þjóðin hafi staðið ein-
huga í þessu stríði, a. m. k. ef marka má allar þær
ályktanir, og yfirlýsingar, sem dunið hafa í fjölmiðl-
um frá upphafi þess, enda þótt margar þeirra hafi ein-
kennst meira af tilfinningaofsa og stóryrðum en raun-
sæju mati á hlutunum. Allt of oft hafa þessar ályktanir
snúist upp í það, að krefjast úrsagnar úr Nato, enda
þótt hér sé um tvö aðskilin mál að ræða, og hverjum
manni megi ljóst vera, að aðild vor að Nato er helsta
haldreipið sem vér höfum í höndum, enda þótt það
reynist oss veikara en skyldi. Enginn yfirgefur björg-
unarkænu og fleygir sér í sjóinn fyrir það eitt, að kæn-
an er lélegri en hann hafði haldið. Meðan hún flýtur
er þó einhver von um að ná landi.
Hinsvegar efar enginn einhug manna og samúð með
skipshöfnum varðskipa vorra, sem sýna bæði þrek og
kunnáttu í lífshættulegu starfi sínu. Annað mál er svo
sú þráhyggja eða hvað það er, sem ætlar að vér getum
sigrað í þessu stríði með vopnavaldi. Auðvitað þurfum
vér fleiri og hraðskrciðari varðskip, til að gæta stórrar
landhelgi, jafnvel þótt allt væri í friði, en það er of-
rausn að ætla að vér getum hrakið breska flotann úr
höfunum með varðbátum vorum.
Hið eina, sem vér getum sigrað með er samningaleið-
in við þær þjóðir, sem að einhverju leyti eiga líkra hags-
muna að gæta eða hafa sarnúð með málstað vorum. Og
hvað sem sagt verður unt þessi mál, verðum vér að játa,
að vér höfum verið tómlátari unt að kynna málstað vorn
úti um lönd og leita honum fylgis, en sómasamlegt má
kallast, og skapa með því skilning á viðhorfum vorum
og lýsa umbúðalaust vfirgangi Breta, og sýna alheimi
fram á blekkingar þeirra og beinar lvgar í fréttaflutn-
ingi. Vér hljótum því að trevsta á úrslit hafréttarráð-
stefnunnar og vasklega framgöngu sendimanna vorra
þar. En ef svo skyldi fara að úrslit ráðstefnunnar yrðu
oss óhagstæð, hefir nokkur hugsað um, hvað þá tekur
við? En vissulega verður þá fvrir alvöru erfitt að berjast.
Ein sterkasta röksemdin í málflutningi vorum er
ástand þorskstofnsins á íslandsmiðum, og nauðsynin að
takmarka sókn í hann, ef hann á ekki að eyðast með
öllu. En ljóst má það vera öllum, að evðing þorsksins er
ekki aðeins eyðilegging fámennrar þjóðar, sem berst
fyrir lífi sínu norður við heimskautsbaug, heldur er þar
einnig höggvið verulegt skarð í matvælaöflun sveltandi
þjóða. Og hvernig ætla Bretar að fylla hít sína, þegar
þorskurinn er eyddur hér?
En þótt vér höfum sýnt einhug gagnvart Bretum í
fiskveiðideilunni þá er eins og sumum hafi gleymst
gersamlega hvaða vopn það er, sem vér eigum sterkast,
en það er hófleg verndun fiskstofnanna. Á sama tíma
og varðskip vor eiga í beinu stríði við freigátur Breta
á miðunum, og fulltrúar vorir verða að beita öllum rök-
um og ráðum til að vinna málstað vorum fvlgi á Haf-
réttarráðstefnunni, gerast þau hörmulegu tíðindi, að
fiskimenn vorir, eða öllu heldur nokkrir úr þeirra hópi,
virða að vettugi lög og reglur um friðunarsvæði. Þeir
sækja inn á þau og róta upp smáfiski þar og annars
staðar. Vafalítið geta þeir fundið einhverjar ástæður
til að afsaka breytni sína, en þær verða hjórn eitt gegn
því, að með þessu atferli eru hinir seku að reka rýting
í bak þjóðarinnar í baráttu hennar fyrir rétti sínum.
Hver getur tekið alvarlega röksemdir vorar um að vér
viljum vernda þorskstofninn og takmarka sókn vora og
annarra í hann, á sama tíma og brot á reglum, sem í þá
átt miða eru nær daglegur viðburður eins og verið
hefir nú um skeið. Ég hygg að fæstum þætti fvsilegt
að standa uppi á alþjóðaráðstefnu með þann fylgifisk.
Og þess megum vér vera fullvissir að Bretinn kann að
hagnýta sér þenna veikleika vorn. Þeir hafa til þess bæði
afl og tungumýkt gagnvart þeim fulltrúum, sem lítt
þekkja til og gjarna vilja komast hjá að móðga stór-
þjóðina. Þetta er staðreyndin, sem vér verðum að horf-
ast í augu við.
Oft er á það bent, að fiskveiðarnar séu lífsbjörg þjóð-
arinnar, og vitanlega skilja margir það erlendis, enda
þótt erfitt reynist að fá Breta til að fallast á það. En
ekki get ég gert að því, að mér þykir það nokkuð kald-
146 Heima er bezt