Heima er bezt - 01.05.1976, Page 6

Heima er bezt - 01.05.1976, Page 6
Eldra fjósið og hlaðan á Efri-Dálksstöðum (byggt 1949). en kona hans og móðir mín voru systkinadætur. Jæja, sagði fólkið þegar þetta var allt komið í kring, þetta var eina ráðið. En það benti bara enginn mér á ráðið. Þetta er nú sannleikurinn. En þetta hafði dálítil áhrif að öðru leyti en því að ég fékk jörðina. Það var farið að líta á mig sem fjármálamann. Þú veist hvað oft þarf lítið til að breyta áliti fólks á einhverjum. Þetta var nú sagan um hvernig ég festist hérna, en ósagt skal ég látið, hvort ég hafi gert rétt eða rangt. Að því hefi ég oft spurt sjálfan mig, en mig langaði aldrei til annars en verða bóndi. — Segðu okkur nú eitthvað frá búskaparháttum þín- um eftir að þú hafðir farið svo sögulega af stað. — Svalbarðsströnd þótti um síðustu aldamót einhver lélegasta sveit Þingeyjarsýslu. Þar var hvergi engja- blettur, en hún lá vel við ræktun. En það var útvcgi að þakka, að hér var alltaf góð líðan. Fyrstu árin, sem ég var hérna, hafði ég alltaf framfæri af sjónum öðrum þræði. Og ekki nóg með það, menn komu austan úr Fnjóskadal og fengu hjá mér fisk, eða ég léði þeim bát, og sóttu þeir sér í soðið um helgar. Hér var því alltaf nægilegt að borða, sem ekki var nú alls staðar á þeim árum. Eins og ég sagði áður þá fargaði ég fénu, en tók að leggja stund á að fjölga kúm, og um nokkurra ára skeið hafði ég þann hátt á að selja smjör, skyr og egg til Akureyrar, og fór með þær afurðir einu sinni í viku, allt þar til Aljólkursamlagið tók til starfa. Ég seldi þetta í hús og hafði ágætis konur, sem önnuðust útsölu fyrir mig, og þær voru blessaðar óánægðar, þegar ég hætti. — Nú en einhverntíma hefirðu tekið til höndunum við ræktunarmálin. — Já, auðvitað var ekki um annað að gera en auka ræktunina jafnframt því sem kúabúið stækkaði, enda var um þær mundir að gerast bvlting í ræktunarmálum hér sem annars staðar. Þegar ég hóf sjálfstæðan búskap 1922 var túnið mælt og var þá 5,17 ha., en ég býst við að hafa þá verið búinn að rækta hátt á aðra dagsláttu. Núna er h ð ræktaða land á milli 45 og 50 ha. Svo er búið að þurrka allt landið upp undir fjall, og það er hægt að rækta það allt upp undir cfstu brekku. Nýja fjósið á Efri-Dálksstöðum, sem rúmar 80 gripi. — En kartöflurnar, sem Svalbarðsströndin var fræg fyrir, eitthvað hefir þú átt þar hlut að máli? — Þegar ég kom hingað út eftir unglingurinn, var sagt að Efri-Dálksstaðir væru eina jörðin á Svalbarðs- strönd, sem ekki væri hægt að rækta kartöflur, Neðri- Dálksstaðir væru aftur ein besta jörðin til þeirra hluta, en þar var þá búið að leggja garðinn niður. Þegar móð- ir mín heyrði þetta varð hún undrandi, en hingað kom kona, systir Jóns Guðmundssonar timburmanns á Ak- ureyri, og hún byrjaði kartöflurækt hér. Árið 1925 kom svo Halldór Albertsson og keypti jörðina Neðri Dálks- staði, ákaflega framtakssamur maður. Hann sá þegar, að kartöflurækt mundi vera arðvænleg, og hóf hana í stórum stíl. Og síðan breiddist þetta út. Annars er jarðvegi þannig háttað, að á mörkunum er, að hér eigi að stunda kartöflurækt, en hér er úrvalsjörð til gras- ræktar, því að varla bregst hér spretta. Góðæri var í kartöfluræktinni á árunum 1940—1950, og stunduðu menn hana mikið þá, að vísu komu léleg ár, og komist hefi ég að þeirri niðurstöðu, að við hefðum aldrei átt að fara út í þessa kartöflurækt. — Er þá kartöfluræktin að leggjast niður? — Já, samanborið við það sem áður var, en hún hefir flutst út í Höfðahverfið. — Hér eru miklar byggingar, einhverntíma hefir þú tekið þar til höndum? — Þegar við komum hingað var hér stórt timburhús en hjallur. Líklega hefir ekki verið meiri húsakostur í sveitinni nema í Tungu og á Þórisstöðum. Ég bvggði íbúðarhúsið 1937, en svo var byggt við það 1956 og býr Kristján sonur minn þar. Húsið er tvær hæðir 140 m2 Fjós byggði ég 1949 fyrir 32 gripi, en nýja fjósið, sem er nýreist rúmar 80 gripi. Svo er kálfafjós og hlaða fyrir 4—5000 hesta. Kristján sonur minn hefir nú tckið við búskapnum, en ég hefi látið jörðina með því skil- yrði að ég eyddi hér æfikvöldinu. Ég vil ekki fara á gamalmennaheimili. — En hvenær kvæntist þú? — Það var 1928. Kona mín er Friðrika Kristjánsdótt- ir fædd 9. júní 1902. Foreldrar hennar voru Kristján Sæmundsson og Kristín Jónsdóttir í Narfastaðaseli. 150 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.