Heima er bezt - 01.05.1976, Síða 7

Heima er bezt - 01.05.1976, Síða 7
Við giftum okkur á Akureyri 2. mars, en vígsluvottar voru þau Kristján Jónsson bakari og kona hans. En kunningsskapur var arftekinn með okkur Kristjáni, en móðir hans og faðir minn voru alin upp hvort við hlið- ina á öðru að kalla mátti. Kristján var tryggðatröll þar sem hann tók því og fraendrækinn með afbrigðum. Við eignuðumst fjögur böm en misstum eitt 1937. Hin eru: Kristján f. 4. okt. 1928, kvæntur þýskri konu Elitu. Þau eiga fjögur börn, Guðlaug f. 6. maí 1932, gift Ás- mundi Kristinssyni í Höfða, eiga þau fimm börn og Inga Sigríður f. 6. jan. 1942, gift Vilhelm Þórarinssyni, þau búa á Dalvík og eiga tvö börn. — En við eigum enn ótalað urn öll þín afskipti af félagsmálum. Hvenær byrjaðir þú á því vafstri? — Upphafið var víst, að við stofnuðum ungmenna- félag 1910, og lenti ég strax í stjórn þess, formaður varð ég 1920 og var það í fjögur ár. Félagið var mjög at- hafnasamt, við stofnuðum húsbyggingasjóð, sem gamla skólahúsið var byggt fyrir, og lögðum fram um 10% af kostnaðarverði. Við öngluðum þessu saman með sjónleikjum og ýmsu skemmtanahaldi, en áður en hús- ið kæmist upp var ekkert samkomuhús í sveitinni. En starf mitt í ungmennafélaginu varð til þess að ég lenti í ýmsum öðrum félagsstörfum í sveitinni. Afdrifaríkast varð, að ungmennafélagið stofnaði sparisjóð og rak hann um nokkur ár. Þetta var þá í rauninni hálfgerður barnaskapur, en átti þó síðar að reynast happadrjúgt Friðrika Kristjánsdóttir 19 ára gömul. Friðrika og Benedikt á Dálksstöðum með tvö eldri börnin, Kristján og Guðlaugu á unga aldri. sveitinni og fleirum. Ég var kosinn í stjórn sparisjóðs- ins 1922 og hefi verið það þangað til fyrir nokkrum dögum. Ég óskaði'eftir því að verða leystur frá störf- um, og held ég sé nú laus við öll opinber störf. Ég átti að taka við sparisjóðnum 1927, en mér leist ekki á það þar sem ég þá þurfti líka að taka við ung- mennafélaginu. Ég fékk því Jóhannes á Þórisstöðum til að taka við honum, en vann með honum við bókhaldið. Var það svo í 10 ár, en þá fluttist sjóðurinn hingað heim, og var hér í 3 3 ár, uns hann fluttist til Svalbarðs- eyrar, þar sem hann er nú. Ég hafði ánægju af starfi rnínu við sparisjóðinn þótt oft væri það dálítið erils- samt, hér skýtur Friðrika kona Benedikts inn, að sjóð- urinn hafi verið það sem Benedikt hefði fyrst og fremst haft áhuga á. Ég hafði fengið það í föðurarf að vilja greiða fyrir mönnum, og erfiðleikar mínir er ég keypti jörðina, sýndu mér ljósast, hver þörf var á slíkri fyrir- greiðslustofnun í sveitinni, og hét ég þá sjálfum mér því, að ég skyldi ekki láta mitt eftir liggja með að greiða fyrir mönnum í þessum efnum, ef ég yrði þess umkominn. Oft var ónæðissamt hér heima vegna sjóðs- ins. Ég gerði mér að vísu skrifstofu í eldiviðarskúr, sem var austan við bæinn, og þótt talað væri um af- greiðslutíma,- komu menn jafnt á nóttu sem degi að kalla, og jafnt helga daga sem virka, og þær urðu býsna margar næturnar, sem ég vakti yfir þessum sjóði. Mjög kom allur þessi erill niður á konunni. En margar ánægjustundir hafði ég af þessu þrátt fyrir allt, en ekki var goldin þóknun fyrstu 20 árin. Hingað komu marg- ir skemmtilegir gestir, og í sannleika sagt, hafði ég af þessu nokkra menntun. Sjóðurinn óx og dafnaði. Þegar ég tók við honum var eignin 1200 krónur, en 30 milljón- Heima er bezt 151

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.