Heima er bezt - 01.05.1976, Side 8

Heima er bezt - 01.05.1976, Side 8
Benedikt í garðinum sunnan við bæ sinn. Myndin tekin 1915. ir þegar ég skilaði honum. Og aldrei tapaði hann eyris- virði. — Voru sveitungar þínir þér ekki þakklátir og studdu þig í stjórn sjóðsins? — Um þakklætið skulum við sem minnst tala, en ég fékk að ráða, því að einhvernveginn trúðu þeir því, að ég væri fjármálamaður, og hefði erft gáfuna frá afa mínum og nafna á Gautsstöðum. — Þú hefir náttúrlega stjórnað sjóðnum með hæglætis ofríki eins og sagt var um góðan bónda í minni sveit. Benedikt brosir góðlátlega, og glettnisglampinn í aug- um hans sýnir að þetta hafi ekki verið svo fjarri sanni, enda vita það þeir best, sem kunnugir eru, að hann fór sínu fram án þess því fylgdi nokkur bægslagangur, og það sem mest var vert, enginn fór bónleiður af fundi hans, svo að ekki fengi hann annaðhvort lán eða holl ráð, sem dugðu. Vafalaust hefir það legið í eðli Bene- dikts að greiða fyrir mönnum, en jafnvíst er hitt, að viðtökur þær, cr hann fékk hjá peningavaldinu, þegar honum lá mest á, ýtti þar undir og mega því vissulega margir vera þakklátir fyrir, þótt ekki væri til þess ætl- ast, þegar hann var ekki virtur svars af bankastjóranum. — Einhvers staðar hefir þú komið víðar við í félags- málum sveitarinnar? — Ekki get ég neitað því, ég flæktist inn í þetta hvort sem mér líkaði betur eða ver. £g var kosinn í hrepps- nefnd 1934, en líkaði ekki samstarfið í nefndinni og hvarf úr henni, en var kosinn aftur nokkrum árum seinna og sat þar í 12 ár, oddviti síðustu 4 árin en gaf svo ekki kost á mér 1954 eða síðan. Mér þótti ekki gott að vera í hreppsnefnd, því að mér hefir alltaf þótt sveita- pólitíkin enn verri en landspólitíkin, þótt ekki sé hún góð. Þau mál, sem ég hafði mest afskipti af í sveitar- stjórn voru fyrst sími um sveitina og síðar rafmagnið. Rafmagnsmálið var næsta torsótt, mörgum fannst þetta brjálæði vegna kostnaðarins, en það hafðist samt og sér nú enginn eftir. Annars sýnist mér margt hafa illa til tekist um raforkumál hér nyrðra upp á síðkastið. — Einhvers staðar hefi ég hlerað, að þú hafir komið mjög við kirkjumálin hér í sveitinni. — Ég var kosinn í sóknarnefnd 1929, og varð það úr, að ég varð um leið meðhjálpari. Ég var skítfeiminn, því að aldrei hafði ég gripið í klukkustreng, en ekki óttaðist ég að lesa bænina, þótt feiminn væri. Þetta bless- aðist allt, og hefi ég gegnt þessu starfi þar til nú fyrir skemmstu eða yfir 40 ár. — Þú hefir náttúrlega átt mikinn þátt í að nýja kirkj- an var byggð? — Þótt ég segi sjálfur frá, hygg ég ekki ofmælt, að ég eigi stærsta þáttinn í því. Og í því máli naut ég dyggilegs stuðnings Jónasar frá Hriflu, sem studdi mig þar eins og í fleiri málum og var mér ætíð betri en enginn, og margar ferðirnar fór ég til Reykjavíkur, bæði vegna kirkjubyggingarinnar og skólamála svcit- arinnar. — Skólamála, komstu þar líka við sögu? — Ég var kosinn í skólanefnd 1925, en það var áður en ég giftist og þótti þá sumum skrýtið. Ég var svo í skólanefndinni við og við, en um þær mundir, sem ég var að draga mig í hlé frá sveitarmálum skipaði Bjarni Benediktsson mig formann skólanefndar, og það var ég síðan í 20 ár. — Eitthvað hefir þú komið við samvinnumálin? — Ekki verður annað sagt. Allt frá æsku hreifst ég af hugsjón samvinnustefnunnar og gerðist því snemma kaupfélagsmaður. Ég var kosinn í stjórn Strandardeildar Kaupfélags Eyfirðinga ásamt Ásgeiri á Gautsstöðum, og svo var nokkru síðar, að Jónas vinur minn Kristjáns- son kom til mín þeirra erinda að ræða um stofnun mjólkursamlags. Ég var þá þegar fullur áhuga á því máli. Ég þóttist sjá að sveitin væri miklu betur hæf til nautgripahalds og mjólkurframleiðslu en sauðfjárrækt- ar, ræktarland mikið og gott, en landþröng til beitar. Og eins og ég gat áður hafði ég þegar beint búskapar- lagi mínu í þá átt. Reynslan hefir síðan sýnt, að hér var rétt athugað. Það er ekki að orðlengja það, að ég lagði samlagsstofnuninni það lið, sem ég mátti. Menn höfðu í fyrstu enga trú á þessari samlagsstofnun, en ég fór milli manna og reyndi að fá þá til að skilja hvílíkt nauð- synjamál var á ferðinni, þeir dugðu mér vel í því máli 152 Heivia er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.