Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1976, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.05.1976, Qupperneq 11
LAND- NEMALÍF OG VEIÐI FERÐIR ÆVIMINNINGAR GUÐJÓNS R. SIGURÐSSONAR 18. HLUTI ÁSTIR í LAUMI „Skiptu um og notaðu aðeins ullarnærföt. Annars kalka öll þín Iiðamót,“ sagði læknirinn. Ég hef síðan notað ullarnærföt nema þegar heitast hefur verið á sumrin. Það tók mig mörg ár að losast við stirðleik- ann í liðamótunum. Fyrsta júlísamkoman var haldin í nágrannaþorp- inu Pikwitonei. Þar var fjörugur dansleikur fyrir utan margt annað, svo sem boltaleik, reiptog, kapp- hlaup og stangarstökk og svo ástir í laumi. Þarna voru nokkrir ungir menn frá Thicket Portage, sem skemmtu sér vel með ungum heimasætum í þorpinu. Var ekki frítt við afbrýðissemi af hálfu sumra ná- grannanna frá Piltwitonei. Stúlkurnar hvísluðu að mér, að ég skyldi vara mig á vissum Svía. Hann ætl- aði að lumbra á okkur, þó helzt á mér. Hann var í úlpu mikilli og með langa, svera eikarspýtu innan undir. En með því að við vorum þrír, sem stóðum Foss í Odei- ánni. Myndin tekin li>38. saman til varnar, ef til árásar kæmi, þá hætti hann við áform sitt. Mannvesalingurinn bara sat úti í horni með fýlu og dansaði ekki. Það var 20 árum síðar, að ég minnti hann á þetta, og meðgekk hann það. Sagði, að það hefði verið erfitt að sætta sig við, hvernig uppáhaldsstúlkurnar hans létu við okkur, sem vor- um bara gestir. — Á þessu sama balli varð mér það á að brjóta glugga í danssalnum. Það var forvitinn kynblendingur, sem var með nefið við rúðuna, og af glettni ætlaði ég bara að hræða hann. En rúðan brotnaði óviljandi. Þá kom sveinn og sagði, að ég skyldi bara brjóta rúður, þá mundi verða tekið í lurginn á mér. En borgun fyrir rúðuna var tekin gild. AFTUR HEIMA VTið fórum heim með mótorvagni á járnbrautinni. Það var ekkert rúm til að sitja, svo að við stóðum á járngrind og héldum okkur í skjólborðið. Og okkur var illa kalt. En einn kunningjanna hressti okkur á góðum skota heima. Svo lifa góðar minningar um gott fólk. Það er meðfædd list að geta skemmt sér vel. Svo var haldið norður 15. september, og ekki fór ég til að sjá stúlkur faktorsins í Split Lake. Erfiðust var brekkan langa og bratta, því að það varð að bera léttibátinn, sem nú var um 100 kg. Ég tjaldaði rétt fyrir ofan háan foss í Odeiánni. Ég lagði þar net, og fylltist það af ágætum fiski, og nú var bein vatnsleið það sem eftir var. Lenti ég þó í myrkri síðustu míl- urnar upp Gedduána. Það var gott að vera kominn heim með miklar matarbirgðir. íkorni hafði safnað saman stórri hrúgu af sveskjusteinum á hillu við rúmið mitt. En til hvers, það veit ég ekki ennþá. Og eftir tveggja vikna ferð, sem fór í að fiska hundafóður, voru sreinarnir aftur komnir á sama stað, þótt ég hefði verið búinn að Heima er bezt 155

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.