Heima er bezt - 01.05.1976, Page 12

Heima er bezt - 01.05.1976, Page 12
fleygja þeim út í buskann. Það er slæmt að skilja ekki hið glaðværa tíst í íkornanum. Eitt sinn þegar ég var í burtu allan daginn, hafði hundinum Shorty tekizt að losa sig úr keðjunni og nærri drepið hundinn frá Indíánanum, en sá hundur hét Wolf. Það voru stórar skinnflyksur rifnar af hálsi Wolfs. Þetta var nú meiri afbrýðissemin. Wolf varð ekki ferðafær fyrr en eftir 3 daga. Þegar ég kom heim, tók ég ekki eftir, að neitt væri að, og var að búa til kvöldmat. Þá krafsar Shorty í hurðina og er niðurlútur með blóðugan hausinn. Þá var auðséð, hvað hann hafði gert. Þetta vandist aldrei af honum. Fyrir jólin kom Indíáninn Brightnose með matar- birgðir fyrir veiðimanninn Shelton. Og einn mjöl- pokinn hafði rifnað eins og oft áður. Hann stærði sig af því að aka með sex hunda. Það voru að vísu sex hundar, ef hunda skyldi kalla, því að þeir voru svo smáir og horaðir. Það var sama sagan. Engin miskunn gagnvart þessum hundum hans. Það kom hundur til kofa míns, skömmu eftir að ég kom út um haustið. Hann var grindhoraður og svangur. Ég gaf honum fisk, sem hann þoldi ekki að éta. Á fáum mínútum blés hann upp eins og blaðra, hljóðaði um stund af kvölum og datt svo niður dauður. Þetta grey höfðu Indíánarnir skilið eftir í skóginum um vorið. ÉG SVAF MILLI HUNDANNA Það var sögulegt með elgsdýraveiðarnar þetta haust. Ég var upptekinn við að hengja upp fisk. Þá urðu hundarnir allt í einu vitlausir. Elgsdýr var að synda yfir stóran læk um 400 metra í burtu. Mér tókst að skjóta bolann, skar kjötið í lengjur og hengdi upp í hjallinn. Ég reykti svo allt þetta kjöt, svo að það skemmdist ekki. Það var ekki orðið nógu kalt, til þess að það gæti frosið nógu fljótt og orðið öruggt fyrir skemmdum. Síðan fór ég að næsta kofa að safna eldivið og fiska. Það tók fimm daga. En þegar ég kom aftur og ætlaði að sjóða hangikjöt, var það allt horfið og hjallurinn brotinn niður á parti. Þar hafði bjarndýr verið að verki. Það var enginn snjór og ekki hægt að rekja slóðir. Ég leitaði þjófsins, en án árangurs. En ég náði í annað dýr mánuði seinna. Það var þetta haust, að ég fór langt inn í skóg til þess að undirbúa veiðar og svaf þá úti með eitt teppi ofan á mér. Hundana hafði ég með mér, og til að geta sofið fyrir kulda, bað ég tvo þessa stóru, loðnu hunda að liggja sinn við hvora hlið mér. Var mér þá ekki lengur kalt. í annað sinn fór ég upp Gedduána með utanborðsmótor, og hundarnir hlupu meðfram landi. Ég stoppaði og var að athuga eitthvað í sam- bandi við veiðar. En hundarnir þutu upp með ánni og voru að elta eitthvað. Ég heyrði þá gelta, og þeir komu ekki, þótt ég kallaði. Það var því bezt að fara og sjá, hvað um væri að vera. Þá stóðu þeir yfir jarð- svíni (groundhog) og voru býsna montnir. Horfðu þeir til mín og svo á dýrið, sem þeir voru búnir að drepa. Ég tók veiði þeirra og fleygði í ána. Það var auðséð, að þeir voru mjög vonsviknir yfir því, að ég skyldi ekki hirða dýrið. En það hýrnaði yfir þeim, þegar þeir fengu að fara í bátinn. Þá lá vel á þeim. Það var algengt, þegar veiðimenn mættust úti á víðavangi með hunda sína, að allt fór í bál og brand. Allir hundar vildu sýna hreysti sína. Munaði stund- um litlu, að eigendurnir lentu líka í áflogum. UNGARNIR LIFÐU Það gerðist fátt merkilegt til tíðinda við veiðarnar þennan vetur og vor. Ég veiddi mikið af loðdýrum, bjórum, moskusrottum, otrum o. fl. Það var slæmt, að menn urðu alltaf að þreifa sig áfram, hvað veiði- aðferðir snerti. Ekki vissi ég, að það mátti ekki veiða nærri bjórhúsum, því að þá var hætta á, að maður dræpi móðurdýrin. Gamlir veiðimenn vissu þetta, en vöruðust flestir að segja ungum veiðimönnum neitt frá því. — Nú lagði ég gildru í vök, þar sem sást, að bjór hafði komið upp um. Daginn eftir fann ég gríð- arstóra bjóramóður drukknaða í þessari illræmdu gildru. Orsök þess, að hún drukknaði, var sú, að hún var þunguð, rétt komin að goti. Magi hennar var allur á hreyfingu, því að þar voru sex ungar ennþá á lífi. Þetta var mér ofraun. „Þú ert morðingi“, sagði ég við sjálfan mig. Og allt í gegn eru þessar veiðar ekkert nema morð á saklausum verum. HÆTTI VEIÐUM Og svo hætti ég þessum veiðum, búinn að vera nógu lengi í þessari útlegð. Sannleikurinn var sá, að mér þótti orðið vænt um öll þessi blessuðu dýr, sem eru sakleysið sjálft. Þau hafa það og margt annað fram yfir mannveruna, sem yfir öllu vill drotrna. Kunn- ingi minn tók við veiðilínu minni, öllum áhöldum og hundinum Wolf. Hinir hundarnir vildu bersýnilega ekkert með manninn hafa. Hann reyndi að beita þeim fyrir sleða, en þeir gegndu honum ekki. Ég vildi, að þeim liði vel, því að oft voru þeir búnir að gleðja mig með kátínu sinni og fádæma tryggð. Þeg- ar þeir nærri drápu Wolf og ég barði þá miskunnar- Iaust fyrir, þá sleiktu þeir hendur mínar að barsmíð- inni lokinni, eins og þeir vildu segja, að þeir væru 156 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.