Heima er bezt - 01.05.1976, Page 13
samt vinir mínir. En að finna trúlega tryggan mann?
Ja, þeir eru ekki svo margir.
Það var vinur minn, Hans Norman, sem lofaði að
taka að sér hundana, Shorty og Slim. En þegar haust-
ið kom og sá tími, sem ég var vanur að taka hundana
með mér, þá skrifaði Hans Norman mér og sagði, að
hundarnir væru hættir að éta og engin ráð að tjónka
við þá. Svo vesluðust þeir upp og drápust.
Svo kvaddi ég vini mína í Pikwitonei, Thicket
Portage og The Pas. 1 The Pas var Gyðingurinn,
kaupmaðurinn og borgarstjórinn Ben Dembensky.
Hann fræddi mig um íslenzka konu, sem var gift
manni af austurevrópskum ættum. Svoleiðis var, að
þessi maður fór á dýraveiðar og ætlaði að skjóta elgs-
dýr. En bróðir stúlkunnar tók misgrip á þessum
manni og dýri og skaut hann í lærið. Hann lifði, en
hótaði bróður stúlkunnar að klaga hann fyrir tilraun
til að myrða sig, nema ef hann fengi systur sína til
að giftast sér. Og til að vernda bróður sinn, giftist
hún þessum manni. En það var hún, sem sá fyrir f jöl-
skyldunni, sem var stór. Það gerði hún með því að
selja áfengi námumönnum og öðrum. Og Ben hélt
verndarhendi yfir henni í mörg ár. En það var karl-
inum að kenna, að hún varð að hætta og reyna svo
búskap úti á landi. Það varð henni um megn. Hún
bara gafst upp við bashð og stríðið og dó ung.
MEÐ FJÖLSKYLDUNNI
Að þessu ævintýri loknu fór ég með loðskinn mín og
seldi þau hinu velþekkta loðskinnauppboðsfyrirtæki
í Winnipeg. Uppboðið var haldið mánuði seinna. Ég
fór því og heimsótti bróður minn og fjölskyldu hans.
Þau fóru með mig í Norður-Saskfylkið, og heimsótti
ég þar systur mína, sem átti orðið 12 börn. Maður
hennar hét Wilfred Pearson. Hann sagðist fá 10
dollara með hverju barni frá stjórninni, því að hann
var hermaður frá fyrri heimsstyrjöld. Aldrei vissi ég,
hvort þessir 10 dollarar voru greiddireinu sinni á ári
eða á mánuði. En Wilfred sagði, að það borgaði sig
að eiga krakka. Hann var vanur því að hafa alltaf
spaugsyrði á reiðum höndum. Hann átti gríðar stór-
an cowboyhatt, sem hann sagðist tjalda undir í rign-
ingu. Honum tókst að græða peninga, þótt það væri
á kreppuárunum, og kom sér upp góðum stofni af
holdanautum. Börnin vildu öll tala við mig í einu,
og fundu svo að því hvert fyrir sig, að hin töluðu of
mikið, svo að þau kæmust ekki að. Og þau settust
eins þétt og hægt var ofan á mig og reyndu að tala
við mig öll í einu. Þá datt mér í hug Steinn Bollason
með hans 100 börn.
Við dvöldumst þarna aðeins tvo daga. Höfðum
Börn fara á hestvögnum í skólann. Ekillinn er sonur Sigríðar
systur höfundarins og Pearson’s. Myndin frá 1939.
við mjög gaman að því að koma á samkomu, sem
Indíánar af sléttunum efndu til einmitt þessa daga.
Þeir settu upp girðingar, þar sem þeir höfðu ýmsar
skemmtanir. Áttu þær að tákna gamla tímann, þegar
þeir brenndu hvíta menn, bundna við stór tré. Þeir
stráðu ösku í kringum tré, héldust svo í hendur og
dönsuðu í kringum tréð, syngjandi sína gömlu stríðs-
söngva. Það munu hafa verið rúmlega 100 Indíánar
þarna. Þeir komu á skemmtistaðinn ríðandi á smáum
hestum, þó stærri en þeim íslenzku. Svo heftu þeir
hestana líkt og við oft gerðum heima á Fróni. Þar
var dansað á sléttri jörðinni, og þeir karlar sungu
„hóa, hóa“ með sterkri rödd og börðu sínar dýra-
skinnsbumbur með spýtum, þar til þeir urðu þreytt-
ir. Þá köstuðu þeir spýtunum til annarra gamalla
félaga sinna'
Elsti drengur Sigríðar ók tveim fallegum hestum
með systkini sín í skólann. Þau fylltu hveitivagn.
Komust varla fleiri á vagninn. En þau yngstu áttu
nokkur ár til skólaaldurs.
MEÐ GÖMLUM VINUM
Á heimleiðinni heimsóttum við minn gamla félaga,
Gunnar Morberg, sem ég fór á fyrstu dýraveiðarnar
með til Dore Lake veturinn 1926—27. Hann var þá
með góða verzlun og giftur norskri stúlku. Hann gaf
okkur tvo stóra kassa af konfekti, sem börnin gátu
glatt sig á. Þær voru aðeins þrjár dætur Johns bróður
míns, sem voru með á þessu ferðalagi. Við heimsótt-
um einnig Joe Marque, sem ég vann fyrir í þreskingu
sumarið 1926. Þá var einkabarn þeirra orðin gjaf-
vaxta stúlka. Og þetta fólk kom fram við mig sem
Heima er bezt 157