Heima er bezt - 01.05.1976, Page 17

Heima er bezt - 01.05.1976, Page 17
komustöðunum, ungar stúlkur, er líta vilja kyndarann með seiðfögru augun og bjarthlýja brosið. Sumarið 1909 gat Haugen loks tekið sér nokkurra mánaða frí til þess að efna loforð sitt við ömmu sína. Hann ferðaðist til ítalíu í leit að frændum sínum, Marcellounum. Hann fann þessa aðalsætt í Feneyjum, fína menn og stórláta, er engan áhuga sýndu óvæntum ættingja í snjáðum ferðafötum. Hann hreifst ekki held- ur af þeim, og bað þá í huganum vel að lifa. Þar með hafði hann efnt loforðið við ömmu sína og sannfærst um, að hún hafði sagt satt, og nú ákvað hann að kalla sig Marcello Haugen, er hann kæmi heim aftur. — Til þess að gera sér meira úr ferðinni brá hann sér til Rómar, og svo fór, að þar varð hann peningalaus. Greiðvikinn landi hans lánaði honum þá eitt hundrað krónur, og nú lagði hann leið sína heim, fyrst vestur á bóginn til Frakklands. Þá fór hann um Monte Carlo. Hann fýsti að koma þar inn í sjálft spilavítið, en fékk ekki inngöngu sökum fátæklegs útlits síns, fyrr en með aðstoð norska sendiráðsins. Þar settist hann við eitt borðið og fylgdist með spilunum. Innan stundar varð honum ljóst, að hann sá allt, sem hann þurfti að sjá, til þess að hafa úrslit spilanna í hendi sér. Nú greiddi hann það sem hann þurfti með sínum síðasta skildingi og hóf svo leikinn. Og hann vann og vann. — Að stundu liðinni réð hann að hætta og taka tiltekna lest til ákvörðunarstaðar. Hann víxlaði peningunum, og allir vasar urðu troðnir seðlum. Þegar hann kom á járn- brautarstöðina, var lestin farin, og rétt í því barst fregn um, að henni hefði hlekkst á og alvarlegt slys orðið á farþegum. Þá fékk Haugen taugaáfall. Ekki vegna slyssins sjálfs, heldur vegna þess, að hann hafði ckki séð það fyrir, en það fannst honum hefði átt að vera samkvæmt reynslu. Hafði fjarsýnishæfileikinn raunverulega yfirgefið hann? — Hann leigði sér her- bergi í litlu hóteli í Monte Carlo, tók peningana úr vösunum, henti þeim á borðið og fleygði sér í rúmið í öllum fötum. Hann var dauðþreyttur, en gat ekki sofnað. Samviskubitið sagði til sín. Eftir stundarhvíld reis hann á fætur, tróð peningunum aftur í vasana og skundaði í spilasalinn. Þar settist hann aftur að spilum, og nú án þess að beita fjarsýninni. Hann vann og tap- aði á víxl, en smátt og smátt grynntist þó í vösum hans, þar til lítið var eftir, aðeins nauðsynlegur farar- eyrir heim. Þá stóð hann upp. Samviskan var komin í lag. Eftir heimkomuna tók Marcello Haugen, eins og hann kallið sig nú, upp sína fyrri iðju og háttu. Hagur hans fór vaxandi. Blöð gerðu sér tíðrætt um hann, og furðusögur gengu um lækningar hans og úrlausnir. Hann rækti starf sitt sem kyndari með fyllstu alúð og var vel séður af félögum sínum sem áður. Nú notaði hann hverja stund, sem gafst frá strangri vinnu, nauð- leitarmönnum til liðs. Hann var trúhneigður maður og mat sjálfstjórn og heiðarleika öðru meira. Nokkuð þreytti hann ágengni blaðamanna og forvitinna ein- staklinga, er vildu reyna hann og leituðu til þess vmissa bragða. Honum veittist auðvelt að sjá þá í gegn og vís- aði þeim flestum á bug. Sagt er, að eitt sinn hafi hann ráðlagt ungri stúlku, er hann skildi að kom af forvitni einni saman, að hún skyldi nú heldur ganga heim og skipta um nærklæði, en gera gys að sér, þótt hann kæmi óhreinn heim frá heiðarlegri vinnu. í árslok 1913 fékk Marcello Haugen ársorlof til utan- landsfarar á ný. Um jólin dvaldi hann í Róm, en leit- aði brátt norður í Mið-Evrópu, þar sem hann dvaldi á ýmsum stöðum hina örlagaþrungnu mánuði 1914, þeg- ar heimsstyrjöldin fyrri var að brjótast út. Fátt eitt er vitað um það, sem á daga hans dreif þá, en ljóst er, að einnig þar eru dularhæfileikar hans þekktir, og að af honum er vænst furðulegra hluta. Kunnugt er, að tví- vegis nær hinn gamli Austurríkiskeisari, Frans Jósef, honum á sinn fund með mikilli leynd og undir vernd lífvarðar. Viðræður þeirra leiddu til þess, að keisarinn bað Haugen að gerast persónulegur ráðgjafi sinn og bauð honum veglega höll til íbúðar, ef hann vildi setjast að í Austurríki. Ekki þekktist Haugen það. Litlu síðar var hann beðinn að koma til Berlínar, þar sem æðstu menn þýska hersins sátu á rökstólum. í höll þeirri, sem hann var leiddur til, mætti hann fyrst her- foringja nokkrum, er hélt einhverju, í annarri hendi að baki sér, og bað Haugen gera grein fyrir, hvað það væri. Haugen sagði, að það væri steinn og tók jafnframt fram stærð hans, lögun og þyngd og af hvaða berg- tegund hann væri. Þá var honum fylgt inn í stóran sal, þar sem hershöfðingjarnir sátu, og sjálfur Hindenburg skipaði forsætið og bar fram spurningar. Fyrst var Haugen spurður um, hvort árekstur sá, sem þegar var orðinn milli austurríkismanna og serba, mundi breiðast út. „Já, og það veltur ekki á mánuðum eða lengri tíma, aðeins dögum eða vikum,“ sagði Haug- en. Næst var hann spurður, hvort hann gæti nokkuð séð fyrir, hvað styrjöld þessi breiddist mikið út, stæði lengi, og hver yrðu endalok hennar. Ekki er kunnugt, hverju hann svaraði. En sagt er, að það hafi verið þögull og þungbúinn hópur, sem hann kvaddi að loknum fundi. Innan fárra daga var heimsstyrjöldin fyrri skoll- in á af fullri alvöru. Ekki verður gengið framhjá einu, sem kom fyrir Marcello Haugen þetta vor. Hann var þá staddur á járnbrautarstöð í Austurríki, ásamt vini sínum norsk- um, Frank Fadum. Þar tóku þeir tali unga, laglega stúlku. Skyndilega fer Haugen að gera grein fvrir, hver hún sé, hvar hún eigi heima og hvernig þar sé um- horfs. Unga stúlkan varð mjög undrandi og varð að viðurkenna, að allt þetta væri nákvæmlega rétt. Hún hét María Agnes og var greifadóttir. Faðir hennar var ekkjumaður og bjuggu þau í nafnkenndu setri við Dóná. Þetta varð til þess að Haugen var boðið þangað, og þau María Agnes urðu mjög heilluð hvort af öðru. Ekki leiddu þau kynni þó til hjónabands. Hann hvarf heim, er stríðið braust út, og um þessar mundir var hann líka í tygjum við aðra konu, sem ól honum dótt- ur. En sambandi hans og Maríu Agnesar var ekki þar með lokið. Hann hjálpaði þeim feðginum í nauðum Heima er bezt 161

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.