Heima er bezt - 01.05.1976, Síða 19
JON R. HJALMARSSON:
Amundi smiöur
A mundi smiður, eins og hann var oftast nefndur,
/\ var orðinn taisvert roskinn maður, þegar ég
/ ^ kynntist honum fyrst. Hann var þá hættur
vbúskap og hafði sest að hjá börnum sínum í
næsta nágrenni við mig í þorpinu. En þótt hann væri
aldinn að árum, þá er mér í fersku minni, hversu létt-
ur hann var á fæti og beinn í baki. Hann var næstum
eins og unglingur í hreyfingum, snar og kvikur, og
undir loðnum brúnum lciftruðu grá, eldsnögg augu,
sem aldrei voru kyrr. Mér varð strax starsýnt á þenna
hvatlega öldung og lagði mig fram um að kynnast hon-
um. Hann var alltaf vingjarnlegur á að hitta og spjall-
aði gjarna um daginn og veginn, þegar hann mátti
vera að, og var víða vel heima. En um ýmsar hetju-
dáðir, sem hann hafði drýgt, eða karlmennskuraunir,
er hann hafði ratað í á yngri árum, vildi hann lítið
tala og fannst auðheyrilega að það hefði ekki verið
neitt sérstakt. Voru tilsvör hans þá stundum nokkuð
snögg og hvatskeytsleg, svo að það fór ekki á milli
mála að heppilegra mundi að snúa talinu að öðru.
Margt heyrði ég þó af Ámunda sagt frá yngri árum
hans, og ýmsar sögur um hann voru á kreiki meðal
fólks, sumar alveg sannar, aðrar eitthvað ýktar, en
öllum var þeim það sammerkt að bregða upp myndum
af honum sem æðrulausu karlmenni og hetju við hinar
erfiðustu og sundurleitustu kringumstæður. Honum
brá ekki við neina smámuni manninum þeim, og aldrei
dó hann ráðalaus, á hverju sem gekk, og jafnan lét
hann lítið yfir eftir á, sem er einkenni kappa og full-
huga.
Hann hafði lent í glórulausum illviðrum á fjöllum,
grafið sig í fönn eða legið úti í hörkufrostum á víða-
vangi. Þá hafði hann fallið niður um ís, hrapað fyrir
björg, barist einn við drauga í leitarmannabólum á heið-
um uppi og yfirleitt lent í flestum þeim svaðilförum
og hrakningum, sem hugsast geta í okkar erfiða landi.
En alltaf komst hann að mestu klakklaust frá þessu öllu
saman. Að vísu var hann stundum skrámaður og mar-
inn, blár og bólginn, en oftast óbrotinn, svo að hann
taldi að þetta hefðu verið smámunir einir og varla
þcss virði, að á þá væri minnst.
Þá má síst gleyma að geta um sjómennskuferil þessa
vörpulega öldungs, því að sjó stundaði hann alltaf
framan af ævi meðfram búskapnum. Raunar vann hann,
hvað sem til féllst, og lagði gjörva hönd á flest. Meðal
annars fékkst hann mikið við smíðar og lék allt í hönd-
um hans. Var hann þar jafnvígur á tré og járn og ann-
álaður vegghleðslumaður. Hann bjó aldrei neinu stór-
búi, því að jörðin var lítil, og oft var afurðaverðið lágt.
Vann hann þá gjarna utan heimilisins til að drýgja
tekjurnar. En það var ekki alltaf vinnu að fá nálægt
heimaslóðum og þess vegna brá hann sér alloft á ver-
tíð í öðrum landsfjórðungi, þegar líða tók á vetur, og
hafði oft gott upp úr því. Hann lenti líka venjulega á
miklum aflaskipum og var eftirsóttur í skipsrúm, enda
enginn svikinn, sem réð hann til sín.
Og það var sama sagan þar. Sjórinn var fast sóttur
og veður öll válynd eins og gengur á þorra og góu
og jafnvel nokkuð fram eftir einmánuði. í verinu var
líka alltaf eitthvað að koma fyrir. Skip fengu á sig
brotsjóa, menn hrukku fyrir borð, og það voru fáar
vertíðir að ekki færist bátur, stundum tveir eða jafn-
vel þrír, og með mannbjörg gat alltaf brugðið til beggja
vona eins og gengur. Ámundi fór vitaskuld ekki var-
hluta af hrakningum í verinu fremur en aðrir. En hann
bjargaðist alltaf farsællega, þótt oft lenti hann á ystu
nöf. Já, stundum var talað um kraftaverk í því sam-
bandi. Ein var sú saga af Ámunda frá vertíðarárum
hans, sem af öðrum bar. Hann sagði ekki frá því sjálfur,
sem þá gerðist, nema í sem allra fæstum orðum, því að
honum fannst að þetta hefði ekki verið neitt til að tala
um. En aðrir sögðu frá og úr ýmsum áttum heyrði ég
sögurnar af þessu og voru þær nokkuð á eina leið.
Ámundi og félagar hans þrír reru eitt sinn í afar
slæmu veðurútliti snemma á góu. Það var meira að segja
svo ljótt útlit þenna morgun að flestir hinna fullhörðn-
uðu formanna létu sér nægja að gá til veðurs, sneru sér
svo á hina hliðina og héldu áfram að sofa, því að full-
sýnt þótti að engir ættu erindi á sjó þenna dag. En
formaðurinn, sem Ámundi var hjá þessa vertíð, alkunn-
ur hugmaður og aflakóngur, gat með engu móti fengið
af sér að sleppa róðri, svo að þeir fóru.
Það gekk allt vel í fyrstu þrátt fyrir mikinn storm
og þungan sjó. Þeir félagar lögðu línu sína, sátu yfir,
átu sjóbitann sinn og voru harla glaðir. Síðan tóku þeir
að draga og fengu dágóðan afla. Það munaði um hvern
Heima er bezt 163