Heima er bezt - 01.05.1976, Side 22

Heima er bezt - 01.05.1976, Side 22
inu og við bárumst með straumnum áfallalaust fram í Vogshyl. Þar synti folinn rólegur í lygnunni, en hlvddi strax aðvörun minni á hægri taum og sneri sér á sund- inu, svo hlið hans vissi að bergbrúninni, sem er eintómir stuðlabergsstallar aflíðandi upp að brekkurót. Folinn synti fast við bergbrúnina og ég náði öruggri handfestu með hægri hendi og gat skriðið af hestinum og náð fót- festu á bergbrúninni, náð taumlásnum úr stangarkjálk- anum og alltaf var folinn jafn rólegur og æðrulaus. Vonlaust virtist mér að reyna að bjarga hestinum þarna upp bergið, taldi það of bratt og hátt, en ætlaði að leiða hann á sundinu með berginu að smá viki, sem var efst í hylnum, því þar hélt ég að hugsanlegt væri að ná hon- um upp. En sjálfsagt hefur hann misskilið átak mitt á taumn- um, því með óskiljanlegu afh gat hann vegið sig upp á bergið til mín. Ég flýtti mér af stað skáhallt upp, án þess að líta við, en hélt þéttingsfast í tauminn, og óttað- ist að folinn færi aftur yfir sig, rotaðist og ylti niður í á. En áfram héldum við báðir, með yfirnáttúrlegu afli og hraða sem mér er enn í dag óskiljanlegt að við skyld- um eiga til, og þeim örlagaspretti lauk ekki fyrr en í lín- gresislaut ofan við bergbrúnina, en þar féll ég niður. Eg vissi ekki hvað lengi það ómegin varði, en ég skynj- aði rakan, mjúkan flipa strjúkast við kinn mína, og er ég opnaði augun sá ég djúpt inn í brún augu vinar míns, ég sá að brjóst hans reis og hneig og vöðvar titruðu á bógum og brjósti. Það var. líkt og á milli okkar væri skynjanasamband án orða, við vorum vígðir saman í átökum lífsins. VTið hvíldumst um stund, nutum ilms gróandi jarðar og vorsöngs fuglanna. Hvergi angar jörðin eins og heima, og hvergi syngja fuglarnir betur. Grái folinn reisti höfuð og hvessti sjónir í áttina heim. Við gengum af stað, hlið við hlið, unz við komum að götunni heim, þá steig ég á bak. Ég bað ekki um neitt, lét hann frjáls- an í vali gangs og ferðar. Hann reisti höfuð með sveigð- um hálsi og greip þetta dúnmjúka, sviflétta tölt fram af fetinu. Svona geta óskir manns rætzt. Hann jók ferð, geist- ist fram slétta grundina — leiðina heim. Seint um kvöldið héldum við til baka, en fórum þá á öðru vaði yfir ána. Geislar hnígandi kvöldsólar gylltu brúnir fjallanna. Grái folinn lék á sínum beztu kostum, rismikill og traustur í spori á vesturleið. Það var sóiskin í sál okkar beggja, og bjart yfir Brúarárskörðum. Árin hafa liðið í tímans haf. Fjörutíu ár, sum ljúf, önnur hrjúf. Og grái folinn er löngu horfinn mér yfir móðuna miklu, og ég er viss um að hann fann réfa vað- ið. Ég er enn eftir, kannski fer ég sama vað og hann yfir þá miklu örlagaelfu? En þegar ég sit inni að loknu dagsverki, og læt hönd mína strjúkast um gráan feld vinar míns, sem nú klæð- ir hægindi mitt, læðist fram sú leynda ósk, að það verði rakur og mjúkur flipi gráa folans, sem strýkst við kinn mína, og vekur mig af þeim svefni, sem enginn fær um- flúið. Þá væri gott að vakna í grænni laut. r Amnndi smiður... Framhald af bls. 164. ---------------------------- ekkert úr því og kvaðst aðeins hafa fengið smáskrám- ur. Nú var brugðið hart við, náð í lækni og björgunar- menn og ekið í skyndi á slysstað. Ámundi fór með og ansaði því ekki að hann þyrfti að hvíla sig, þar sem hann vildi endilega vita, hvemig félaga hans reiddi af. Jarðýtustjórinn lá enn í dái, þegar að var komið. Var hann nú brátt dreginn út úr bílflakinu og læknir- inn hóf á honum lífgunaraðgerðir. Sem betur fór rank- aði hann brátt úr rotinu og virtist aðeins hafa sofið þarna miðdegislúrinn sinn. Var hann ómeiddur og hresstist brátt. Var nú haldið heim aftur og þótti öllum þetta hafa farið betur en á horfðist. Allir luku upp ein- um munni um að það hefði verið einstakt afrek af Ámunda, þetta gömlum manni, að ganga þessa löngu leið til bæja og sækja hjálp til að bjarga félaga sínum í nauðum. Þegar heim var komið, fór læknirinn að huga nánar að Ámunda. Þvoði hann og hreinsaði sárin á höfði hans, saumaði stærstu skurðina og plástraði aðra. Að því loknu spurði hann hvort Ámundi fyndi hvergi annars staðar til. Ekki gerði gamli maðurinn neitt úr því, nema hvað hann hefði lítilsháttar ónot í öðrum hand- leggnum. Fór þá læknirinn með hann inn í annað her- bergi og gegnlýsti handlegginn. Það leyndi sér ekki að önnur pípan í hægri framhandlegg var brotin og brest- ur í hinni. Læknirinn var alveg undrandi vfir hörku og seiglu þessa aldurhnigna manns og hafði á orði að sumir yngri menn en hann mundu hafa veigrað sér við að hlaupa beinbrotnir um tíu kílómetra leið. En Ámundi gerði að vanda sem minnst úr þessu öllu saman. Hann var nokkrar vikur með handlegginn í gipsi og í fatla, en greri fljótt og vel og náði sér brátt. Það leið ekki á löngu, þar til hann tók að kynda upp í smiðju sinni á ný og hamra glóandi smíðajárnið. Þar hitti ég hann nýverið að máii og fór þá að hafa orð á þessu síðasta afreki hans. En Ámundi vildi síður en svo gera mikið úr þessu og taldi að hann hefði lítið gert, sem vert væri um að tala. „Þú hljópst þó handleggs- brotinn um tíu kílómetra leið til að sækja hjálp og geri aðrir betur“, sagði ég. „Það var nú svo sem ekkert“, sagði þá þessi hógværi öldungur. „Enda var aldrei nema önnur pípan sundur“, bætti hann við um leið og hann tók að stíga smiðjuna af miklum móð, svo að glóðin á aflinum sýndist hvít og rautt neistaflugið sindraði í kringum hann. BRÉFASKIPTI Kristín GMáf7MWWí/íioíí!r,Helguhvammi,V.-Hún.,pr.Hvamms- tanga, óskar eftir bréfasambandi við pilta og stúlkur 12—14 ára. Kristrún Guðbjartsdóttir, Lækjamótum, Miklaholtshreppi, Hnapp., óskar eftir bréfaskriftum við stráka og stelpur á aldr- inum 14—16 ára. 166 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.