Heima er bezt - 01.05.1976, Síða 23

Heima er bezt - 01.05.1976, Síða 23
ÞORSTEINN STEFANSSON: Framtíéin nullna Síðastliðið haust kom út íslenzk skáldsaga, sem á sér nokkuð óvanalegan feril. Nefnist hún „Framtíðin gullna“, en höfundur- inn, Þorsteinn Stefásson, hefur verið búsettur í Danmörku um langt árabil og þar kom bókin fyrst út. Hlaut hún hinar beztu viðtökur og höfundurinn var heiðraður með H. C. Andersen bókmenntaverðlaununum. Næst var bókin gefin út í Englandi af hinu heimskunna bókaforlagi Oxford University Press og hlaut ágæta dóma. Þá verður bókin gefin út í Þýzkalandi hjá Verlag Herder, Freiburg og í U. S. A. hjá Thomas Nelson, New York. „Heima er bezt“ vOl kynna lesendum sínum þessa ágætu skáldsögu og birtir hér fyrsta kafla sögunnar. / f . slenzkur sumarmorgunn. Sólin er nýkomin upp. Döggin glitrar á grasi og hagablómum. Áin hlykkj- ast niðandi fram eftir dalnum. Beggja megin sjást dreifðir bóndabæirnir: hvít hús með dökkleitum þökum, sem reykurinn liðast frá upp í tært morgun- loftið. Túnin umhverfis eru orðin bleikgul að lit; það bendir til, að haustið sé í nánd. Efra getur að líta rauð- brúnar fjallshlíðar; þarna vex lyngið og birkikjarrið. Þar fyrir ofan sleppir gróðrinum, en gráleitir fjalla- tindarnir gnæfa við himin í einmanalegri tign. Til vesturs blasir við hafið, eyjar og nes. í norðri rísa fjöll- in sveipuð bláleitri móðu. Roskinn halur kemur gangandi upp með ánni; hann er klæddur brúnum buxum og bláum vaðmálsjakka. Bakið er álútt og knén bogin. Hann ber ferðapoka. Hann hefir girt buxurnar ofan í sokkana, og íslenzku leðurskórnir hans virðast óhemju stórir í hlutfalli við hann sjálfan, en hann er fremur lítill vexti. Maðurinn er orðinn rennblautur af að ösla gegnum döggvott grasið á engjunum og vatnið bullar upp með skóvörpunum við hvert fótmál. Andlitið er kafrjótt, og svitinn perlar af jafnrauðum skallanum. Við og við lyftir hann vinstri hendi, sem hann heldur á húfunni sinni í, og þurrkar sér um ennið. Augu hans hvarfla inn eftir dalnum. Ekki þó til þess að virða fyrir sér náttúrufegurðina. Hann kærir sig kollóttan um hana. Ferðapokinn, sem er fullur af bókum, hvílir þungt á herðum hans, og ennþá er drjúgur spölur heim að Fossi, bænum, þar sem hann ætlar fyrst að bjóða þær. Úr vatnsbláum, útstæðum augum hans má lesa sérkennilegt sambland — sársauka, tortryggni og ótta, en um leið þrjózku, já, næstum óskammfeilni. Hann staðnæmist skyndilega og leggst endilangur á árbakkann. Með annarri hendinni styður hann við pokann á baki sér, en grefur hinni djúpt mður í mosavaxinn bakkann til þess að halda jafnvæginu. Höfuðið teygist lengra og Iengra niður, svo að æðarn- ar á sinaberum hálsinum þrútna og stríkkar á hverjum andlitsdrætti, og nú slokar hann vatnið í sig úr ánni. Hann rís hægt á fætttr og strýkur með annarri hendinni yfir magann, tekur með hinni fyrir brjóst sér, dregur djúpt andann og stynur. Síðan heldur hann áfram með ánni upp dalinn. Bærinn Foss stendur á bak við grýttan ás og dregur nafn sitt af fossi í ánni. Húsið er gamalt, byggt úr timbri, með rauðu bárujárnsþaki, en hvítmáluðum tjörupappa á hliðunum. Lágreistur skúr, hlaðinn úr torfi og grjóti, stendur við annan gafl þess. Hvíta máln- ingin á húsinu er víða skellótt, og fáeinir naglar standa út úr tjörupappanum, þar sem hanga þrjár endur með blóðuga hálsa og nokkrar fiskspyrður. Bak við bæinn er grasivaxinn torfkofi og hlaða. Á kofanum er aðeins eitt lítið gluggaop, og þar inni situr grábröndóttur köttur og nýtur sólskinsins. Hann bíður rólega mjalta- tímans; því að þetta er fjósið. Enn er þó langt til mjalta, og kyrrð yfir öllu á bænum, utan bláleitir reykjarhring- irnir, sem liðast upp um reykháfinn. Á skúrþakið við húsgaflinn, undir tveim opnum gluggum, hafa verið látin gúmmístígvél, til að þurrka þau innan. Allt um kring er hólótt túnið, og á víð og dreif á því nokkrar gulleitar heysátur. Neðst í túnjaðrinum sést maður, sem er á hreyfingu fram og aftur. Það er Ásvaldur, bónd- inn á Fossi. Hann stendur þarna í óræktarsmáþvfi og er að slá síðustu spilduna á þessu sumri. Stundum lýtur hann niður til þess að taka upp steinvölur, sem ljárinn hefir rekizt á, og kastar þeim út fyrir girðinguna. Svo heldur hann áfram að láta ljáinn renna gegnum grasið í dældunum og kroppar samvizkusamlega hvert strá af þúfnakollunum. Þetta krefst mikillar leikni og þolin- mæði. En Ásvaldur ætlar ekki að skilja neitt gras eftir innan túngirðingarinnar — enda þótt sonum hans finnist sjálfsagt ekkert eftir þar lengur. „Því oftar sem borið er niður, því fleiri verða stráin í hlöðunni“, er uppá- haldsorðtak Ásvaldar, og hann keppist við ótrauður. Af og til neyðist hann þó til þess að stanza, meðan hann brýnir ljáinn. Hann lítur snöggt heim að bænum, í hvert sinn sem hann er búinn að því; það er bersýnilegt, að eitthvað amar að honum. Heima er bezt 167

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.