Heima er bezt - 01.05.1976, Side 24
Ásvaldur er rétt meðalmaður á hæð, þrekvaxinn og
beinn í baki. Hann hefir farið úr jakkanum og vinnur
snöggklæddur, við brúnleita vestið hangir gild úrfesti.
Hann heldur fast um orfið með sterklegum, æðaberum
höndunum. Andlitsfallið er reglulegt, stutt arnarnef,
ákveðinn munnsvipur og stálgrá augu undir loðnum
brúnum. Hann er með rauðleitt yfirskegg, en snögg-
klipptur á hár og ennið alsett djúpum hrukkum. Hárið
er dökkt með gráum ýrum í vöngunum.
Nú þarf hann aftur að stanza til að brýna. Enn er
honum litið heim að bænum.
„Að þeir skuli geta fengið sig til þess að liggja og
dorma, á meðan sólin skín!“ tautar hann gremjulega, og
skyrpir snöggt á brýnið. Það er að verða erfiðara að
slá, eftir því sem þornar á. Hann strýkur brýninu enn
nokkrum sinnum eftir ljánum, svo ræðst hann á þúfurn-
ar að nýju.
Allt í einu stanzar hann í miðju ljáfari. Skyldu þeir
loksins vera á leiðinni?
En það er ekki fótatak sonanna, sem hann heyrir.
Eftir túninu kemur lftill, sköllóttur maður með poka á
baki. Það er Brandur farandsali.
„Sæll veri bóndinn! Sá er ekki að víla fyrir sér að taka
daginn snemma!“ Brandur lætur pokann síga til jarðar
og strýkur yfir ennið.
„Já, mér veitir ekki af að vera að allan daginn — og
dugar samt ekki til að við hér á Fossi höfum það af að
Ijúka túninu í sumar,“ svarar Ásvaldur lítið eitt stutt-
aralega og heldur áfram að slá. Hann virðist ekkert ýkja
hrifinn af heimsókninni.
„Það er ekki eins og á hinum bæjunum,“ bætir hann
við, án þess að Iíta upp frá vinnunni; „þar eru víst allar
hlöður orðnar fullar fyrir löngu — og meira en það.“
„O, þið á Fossi eruð víst ekki á eftir neinum með
heyskapinn," segir Brandur í viðurkenningarrómi.
„Margir eiga heilmikið óslegið af túnunum ennþá. Það
sá ég bezt á leiðinni hingað; og þú ert í raun og veru
búinn með þitt, ég tel ekki þessar kringskefjur sem þú
ert...,“ hann snarþagnar skyndilega, því að hann sér á
andliti Ásvalds bónda, að þetta síðasta væri betur ósagt,
„ég á við, að þetta sé ekki nema lítil spilda, sem eftir
er,“ flýtir hann sér að segja. „Það er engin smáræðis-
heyklúka, sem þú átt úti á enginu! Þar hefur aldeilis
verið loðið í sumar.“ Farandsalinn heldur áfram að stara
á ljáinn, sem smýgur jafnt og þétt gegnum grasið.
„Já, það er nú það, sem drengirnir hafa skafið saman
þennan síðasta mánuð,“ segir Ásvaldur og er nú ögn
mildari í máli. „Kemur þú alla leið úr kaupstaðnum í
morgun?“
„Já, ég fór af stað klukkan fjögur,“ svarar Brandur,
„og hef hvergi stanzað á Ieiðinni.“ Hann stynur þung-
an, styður hönd á brjóst sér og hóstar.
„Já, þú getur farið á fætur á morgnana,“ segir Ás-
valdur. „Það er meira en hægt er að segja um okkur
hér á Fossi; synir mínir hafa ekki ennþá komið sér úr
rúmfletunum, enginn þeirra!“
„Já, ég hef alltaf verið árrisull maður,“ anzar Brand-
ur, ánægður yfir lofi bónda. ,,‘Morgunstund geför
gull í mund’! — En mér sýndist. vera farið að rjúka
heima hjá þér fyrir nokkru síðan.“
Það verður þögn. Ásvaldur slær, og farandsalinn held-
ur áfram að fylgja hreyfingum hans með augunum.
„Það er heitt í dag,“ segir Brandur að lokum; hann
hefir stungið nokkrum grasstráum upp í sig og tyggur
þau.
Ásvaldur svarar engu, en það vottar fyrir brosi í artg-
um hans. Hann hefir gaman að þessari síðustu athuga-
semd, því að hann veit vel, hvað fyrir Brandi vakir.
En nú er skyndilega kallað heiman frá bænum:
„Ás-vald-ur, Ás-vald-ur!“ Fremur hávaxin kona
stendur á bæjarhlaðinu og veifar hvítum klúti. Bóndínn
réttir aðra höndina upp í loftið. Það er merki þess, að
hann hafi heyrt til hennar. Svo heldur hann áfram að
slá með hálfu meiri ákafa en áður.
„Ætli hún hafi ekki verið að kalla á þig heim?“ árseðir
Brandur að segja að stundarkorni liðnu. Hann skilur
ekki, hvers vegna Ásvaldur fer ekki heim. Vatn'.blá,
útstæð augun mæna á bóndann í spurn og eftirvænt-
ingu. Það gremst Ásvaldi, sem er ekki vanur að fleygja
frá sér orfinu, um leið og kallað er á hann í málfíðir.
Það eru ennþá nokkrar þúfur, sem hann ætlar að Ijúka
við. Hann anzar ekki spurningu farandsala. En Brand-
ur stendur kyrr í sömu sporum, svipur hans er bara
ögn lúpulegur.
168 Heima er bezt