Heima er bezt - 01.05.1976, Side 27
Það virðist ekki tekið út með sældinni að vera popp-
stjarna á íslandi í dag. Fyrir nokkru las ég viðtal í Vik-
unni við poppstjörnuna Pétur Kristjánsson, ungan
myndarmann. I upphafi þessa viðtals segir hann m. a.:
„Það fylgir því mikil pressa að vera númer 1 á toppn-
um. Maður verður að stórvara sig á því sem maður læt-
ur hafa eftir sér, aldrei að vita nema það verði rangtúlk-
að á einhvern hátt. Það getur nægt að mismæla sig og
þá er maður búinn að vera“. — Þetta þóttu mér harðir
kostir og raunar óskiljanlegt hvernig íslendingur geti
þá verið poppstjarna, því að landinn hefur hingað til
kunnað afskaplega vel við það að geta tekið mikið upp
í sig um hitt og þetta. Og lítið kristilegt umburðar-
lyndi finnst mér það ef mismæli verða einhverjum að
falli. Annars virðist, eftir fréttum að dæma, að erlend-
ar poppstjörnur venji sig ekki á neitt guðsbarnamál
þegar þær viðra skoðanir sínar, og manni skilst að her-
skari lögmanna á þeirra snærum geri lítið annað en at-
huga hvað hafa megi af þessum eða hinum vegna vmis-
konar fjölmæla. En textinn sem hér fer á eftir er að
sjálfsögðu popptexti eftir Svein Guðjónsson og popp-
hljómsveitin Roof Tops flutti á hljómplötu fvrir
nokkrum árum. Lagið er eftir Othis Reding sem er
huldumaður fyrir mér. En gaman væri að fá vitneskju
um hvað margir myndu eftir þessu lagi sem þó var spil-
að í síbylju á sínum tíma.
ÞAÐ FER EKKI EFTIR ÞVÍ
Ef þér leiðist einni að vera
veit ég hvað við því þú skalt gera.
Vertu ekki hrædd og komdu hér,
ekki þig sakar að vera hjá mér.
Ég reyni að gera allt til hæfis þér,
— það betrá er.
Einmana ég sit hér oft og vona,
vona að þú viljir koma,
en ár og dagar líða hjá
án þess að ég fái þig að sjá.
Mitt hjarta hamast heitt af þrá
— til þín.
Þú veist að ekkert hér í heimi fær breytt
mér ei neitt.
í lífsins glaumi ég best fæ ævinni eytt,
ég hélt þú vissir það.
það fer ekki eftir því.
Þess vegna ég alltaf er að reyna,
áhyggum og sorgum ég vil gleyma,
því lífið er of stutt, það veistu vel;
í gleði eyða því ég betra tel,
en aldrei framar mun ég bregðast þér,
— og þú ei mér.
Þú veist að ekkert hér í heimi fær breytt
mér ei neitt.
Ýmislegt kom mér á óvart í nefndu viðtali við Pétur
Kristjánsson. M. a. það hvað það kostar fevkimikla pen-
inga að setja popphljómsveit á laggirnar. Að áliti Pét-
urs kostar það varla minna en 4—5 milljónir ef hljóm-
sveitin á að vera útbúin sæmilegum „græjum“. En græj-
ur heita öll þessi hávaðatól sem popphljómsveit notar
og kemur af stað tvíhljóðunum, titringshljóðunum og
bassahljómunum o. fk, o. fl. Mér finnst þetta vera nokk-
uð mikill krónufjöldi þegar á það er litið að karlar eins
og ég er svo að troða upp í eyrun rauðum hevrnar-
töppum sem kosta örfáar krónur til að útiloka milljóna-
hljóðin. Forneskjum eins og mér dettur auðvitað ekki
í hug að nota heyrnartól þótt ótal göt séu á plötuspil-
aranum eða segulbandinu fyrir svoleiðis græjur. Eitt
sinn rak ég neíið inn um dyr samkomuhúss þar sem
popphljómsveit „lék á fullu“ og ég varð vita hevrnar-
laus á svipstundu og flýtti mér út. Þessi ágæta hljóm-
sveit hefur þó sennilega verið með fornaldargræjur
samanborið við 5 milljóna herlegheitin. Og nú er ég að
velta því fyrir mér hvort hausinn myndi ekki bara
rjúka af vesaling mínum ef ég slæddist grandalaus inn
í samkomuhús þar sem 5 milljóna græjurnar væru í
notkun. — Næsti texti er auðvitað líka popptexti sem
er eftir Þorstein Eggertsson og lagið finnst á hljóm-
plötu „Flowers", eða Blómanna sem hún myndi heita
á móðurmáli íslensku popparanna.
Heima er bezt 171