Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1976, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.05.1976, Qupperneq 29
(Die zwei Grenadiere — Die beiden Grenadiere) eins og það hefur verið nefnt í íslenskum þýðingum. Þetta ljóð og lag hefur löngum hrifið mig. Ég lagði það meira að segja á mig að læra ljóðið á þýðverskunni og það er furða hvað ég man úr þeim lærdómi enn í dag. Mér finnst þetta ljóð Heines alveg kynlega seiðmagnað, en ég legg það þannig út að það sé ádeila á oftrú manns- ins á einhverja persónu eða stefnu hvernig svo sem per- sónan eða stefnan hafa reynst. Hugur hermannanna í þessu kvæði Heines er allur hjá hinum dýrðarfulla keisara og það er svo sem alveg sama hvað illt hefur af athöfnum hans hlotist, hann er þeim allt, jafnvel varðar þá ekkert um börn sín eða konur, þau geta gengið um betlándi ef sulturinn þjakar þau, — en keisarinn (Napó- leon) var fanginn og hugurinn var allur bundinn ör- lögum hans. Ég ætla ekki að segja meira um þetta, ég hef alltaf verið meira fyrir það að láta lesendum eftir að skilja með sínum skilningi það sem ég hef borið á borð fyrir þá á skáldskaparsviðinu. Ég birti hér þvð- ingu Guðmundar skólaskálds á þessu heimsfræga ljóði, en ég held ég skýri rétt frá að til muni vera önnur þýðing, jafnvel nákvæmari, en ég kem bara ekki fyrir mig í svipinn eftir hvern hún muni vera. Ef til vill gefst tækifæri að birta hana seinna. Lag Schurpanns er ris- mikið og endar á stefjum franska þjóðsöngsins (La Marseillaise). SKOTLIÐARNIR Til Lrakklands skotliðar fóru tveir, er fangar á Rússlandi vóru. Og daprir urðu og þöglir þeir, er Þýskaland um þeir fóru. Þá barst þeim sú harmsaga Frakklandi frá, að frægðarsól þess væri runnin og fallin að velli þess kappafjöld kná, — sjálfur keisarinn, keisarinn unninn. Þá grétu þeir skotliðar barm við barm, — sú bölfregn losaði’ um tárin. Og annar kvað: „Við aultinn harm nú ýfast mín gömlu sárin“. Og hinn kvað: „Úti’ um allt er þá, — við okkur skyldum farga! En — konu’ og börnin ung ég á, sem án mín sér ei bjarga“. „Hvað kemur mér barn og víf mér við? Mér veglegri þrá upp er runnin! Lát þau fylla’ á verðgangi kvalinn kvið: minn keisari, keisari’ er unninn! Og svo er bænin eftir ein: Ef augun nátjöld skyggja, til Frakklands heim með þér flyt mín bein, á Frakklandi vildi eg liggja. Minn heiðurskross við blóðróð bönd á brjóst mitt festur verði, og ljá mér byssu’ í hægri hönd og hvössu gyrð mig sverði. Svo ligg ég og hljóði hlusta’ eg í og held í gröfinni vörðinn, uns heyri ég þrymskota hlymjandi gný og hófdyn svo titrar jörðin. Þá keyrir á gröf mína keisarinn jó, og kesjum, skjöldu þeir berja, — þá rís ég með alvæpni úr kaldri ró, hann, keisarann minn, til að verja!“ Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E. Til minnis Nú er nokltuð síðan áskrifendum voru sendir gíró- seðlar fyrir greiðslur á áskriftargjöldum „Heima er bezt“. Flestir voru snöggir upp á lagið og sendu greiðsl- una um hæl. En nokkrir eru þó ennþá sem hafa gleymt sér. Við biðjum þá vinsamlegast að bregðast nú fljótt við og senda áskriftargjöld sín sem fyrst. Með bestu kveðju. Útgefandi. Vor og veiðiþjófar ... Franihald af bls. 141. ------------------------- en fram kemur á pappírnum. Vér verðum að sýna, að vér færum einnig fórnir til að takmarka veiðar vorar svo að þorskstofninn sé ekki í hættu. Með því sýnum vér alheimi að hér fylgi hugur máli, og vér séum ekki að berjast fyrir máli voru af yfirgangshneigð og of- beldi eins og Bretar og jafnvel fleiri núa oss um nasir. Landhelgisbrot íslendinga sjálfra gefa slíkum rógi byr undir vængi. Þessvegna verðum vér að skapa almenn- ingsálit gegn þeim brotum, álit sem ekki sé veikara en hugur vor gegn yfirgangi Breta. St. Std. BRÉFASKIPTI Sigríður Jónsdóttir, Árdal, Bitrufirði, Strandasýslu, óskar eftir pennavinum á öllum aldri. Erna Ragnarsdóttir, Bessahrauni 8B, Vestmannaeyjum, óskar eftir pennavinum á aldrinum 20—40 ára. Anna Axels, Miðstræti 18, Vestmannaeyjum, óskar eftir penna- vinum á aldrinum 20—40 ára. Jóhanna Þorleifsdóttir, Langhúsum, Fljótum, Skagafirði, óskar að skrifast á við stráka á aldrinum 15—17 ára. Heima er bezt 173

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.