Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 31
breyta líferni þínu og fara heim til þín, og hætta þessu laus-
lætislíferni og drykkjuskap. Það er vel til, að ég sé gamal-
dags og fylgist ekki með tímanum, en mér líkar þetta líf
vel, ég er frjáls, að minnsta kosti er ég ekki bundinn áfengi
og ólifnaði. Það er hægt að skemmta sér með ýmsu móti,
og ég tel mig ná fyllstu gleði út úr lífinu eins og ég lifi því.
Komdu með okkur og reyndu að brejrta framferði þínu.
Magga hló kalt og hæðnislega.
— Þú getur trútt um talað. Þú hefur alltaf fengið það,
sem þig hefur langað til, átt heimili, þar sem allt hefur
verið í föstum skorðum, og foreldrar þínir hafa borið þig á
höndum sér, og séð um að elsku litlu stúlkuna brysti ekkert,
og vondi heimurinn næði henni ekki frá þeim. Og nú finnst
þér að velferð þín sé eilíflega tryggð, þar sem þú hefur náð
í þessa mannrolu, sem er alveg eins og athafnalaus og heilög
og þú. Þú getur svo sem predikað hallelúja líferni fyrir
öðrum. Eg vil ekki fara heim til mín aftur, vegna þess að
þar á ég ekkert heimili. Svo lengi, sem ég man eftir mér,
hefur verið þar fátækt og allsleysi, en það var samt ekki
það versta. Mér og systkinum mínum var aldrei sýnd nein
hlýja eða ástúð, það var tilviljun, ef mamma og pabbi voru
bæði heima samtímis, og mestu afskipti þeirra af okkur
voru þau að skamma okkur og berja. Ég hef alltaf orðið að
sjá um mig sjálf. Ef ég hef haft löngun til einhvers, hef ég
orðið að vinna fyrir því, eða þá hreinlega stela því. Aldrei
hafa mamma og pabbi talað við mið með blíðu eða gefið
mér góðar leiðbeiningar. Heimilið hefur alltaf verið eins og
svínastía, pabbi fullur og vitlaus, og mamma eins og hún er.
Svo heldur þú, að ég fari inn á þetta heimili aftur! Nei, og
aftur nei, Sigga mín á Mýri. Heim fer ég aldrei aftur. Ég er
búin að koma mér að heiman og nú er ég frjáls. Þér finnst
líferni mitt vitlaust og skrítið, en þetta er frelsi, og ég hef
alltaf viljað vera frjáls. Það þykir engum vænt um mig, og
mér þykir ekki vænt um neinn eða neitt. Ef ég verð lasin,
þá fer það einhvern veginn, það eru nóg sjúkrahúsin. Ef ég
verð börnuð, þá læt ég einhvern læknisskarfinn rífa það úr
mér, eða þá ég gef krakkann, það eru alltaf einhverjir aum-
ingjar, sem endilega vilja fá krakka, eins og þeir eru þá líka
skemmtilegir. En nú er nóg komið af þessari djöfuls vit-
leysu. Þú ert búin að gera nóg af því að tefja mig. Nú fer
ég, og ég skil ekki í öðru, en ég hiti einhverja, sem eru á
leið til Reykjavíkur. Ef ekki vill betur til rölti ég eftir þjóð-
veginum, og þá fer aldrei svo, að ég komist ekki í bíl á
suðurleið. Láttu mig svo í friði eftirleiðis. Vertu sæl.
Magga strunsaði út úr tjaldinu og leit aldrei um öxl á leið
sinni að bifreiðastæðinu við skeiðvöllinn. Sigríður stóð agn-
dofa og fylgdi henni eftir með augunum. Svo sneri hún sér
að því að hreinsa af mataráhöldunum. Tár hrundu niður
kinnar hennar. Henni féll þungt að hafa ekki getað hjálpað
Möggu eitthvað á rétta leið, en sárast féll henni að hafa
dregið Þórarin út í þessar róstur og valdið honum sársauka
og leiðindum. Mikið var Magga ógæfusöm, þó hún virtist
ekki finna til þess. Að henni skyldi ekki þykja vænt um
neinn, ekki einu sinni börn, var meira en Sgríður gat skilið,
og það eitt hlaut að vera ákaflega ömurlegt fyrir hvern og
einn. Án efa átti heimilislíf og uppeldi Möggu mikinn þátt
í hvernig hún var. Hún hafði aldrei kynnst umhyggju og
blíðu foreldranna, og það hafði orðið til að gera hana kald-
lynda og þverúðuga, og svo hafði hún slitið af sér öll bönd
og allt hið versta og taumlausasta þá brotist fram í henni
og náð yfirhöndinni.
Sigríður þurrkaði af sér tárin og fór út að svipast um eftir
hinu fólkinu. Hún kom strax auga á Þórarin, sem var á leið
til tjaldsins. Hann brosti glaðlega til hennar þegar þau
mættust, og hún stakk hendinni strax í handarkrika hans og
hjúfraði sig að honum.
— Ertu ákaflega reiður við mig, ástin mín? hvíslaði hún.
— Eg veit, að ég hagaði mér mjög barnalega að fara að
skipta mér af Möggu, en mér fannst ég verða að gera til-
raun til að hjálpa henni. Mig tekur svo sárt að vita, hvernig
hún er. Það er svo mikill munur á ævi okkar, hún eins og
rekald í lífinu, en ég svo óumræðilega hamingjusöm.
— Það eru ekki allir jafn hamingjusamir, svaraði Þórar-
inn, og klappaði henni á herðarnar. — Ég held, að ekkert
sé hægt að gera fyrir Möggu eins og er. Hún er á því stig-
inu, að það er ekki einu sinni hægt að tala við hana. Ég fór
í burtu, svo þú gætir verið með henni í einrúmi. Gastu
nokkuð talað við hana að gagni?
Sigríður stundi þungan og hristi höfuðið.
— Hún var óskaplega hortug og skammaði mig fyrir
afskiptasemina. Hún hugsar ekkert um framtíðina, og þegar
ég benti henni á, að hún gæti orðið ófrísk, og hvað hún
ætlaði að gera þá, sagðist hún bara láta eyða fóstrinu, eða
gefa barnið. Hún sagði, að engum þætti vænt um sig og sér
væri sama um alla. Hún er virkilega óhamingjusöm.
— Ég er líka á því, að þýðingarlaust sé að skipta sér
nokkuð af henni. Reyndu að gleyma henni, og taktu gleði
þína að nýju.
— Ég reyni það, en ég er hrædd um, að þetta sæki
stundum að mér. En ég skammast mín svo mikið fyrir að
hafa komið þér út í handalögmál fyrir svona tilgangslaust
tilefni. Ætlarðu að fyrirgefa mér barnaskapinn?
Þórarinn hló og hristi hana glaðlega.
— Af hverju ætti ég að vera reiður? Ég hef reyndar
aldrei fyrr lent í átökum við nokkurn mann, nema þá í
gamni. En þetta var fyrir litlu konuna mína, og ég tel mér
heiður að berjast fyrir hana. Þú verður bara að sætta þig
við að sjá mig með dálítinn kíki næstu daga, en það batnar
nú eins og annað. Já, alveg rétt. Ég sá Möggu bregða fyrir
á bílastæðinu. Hún var þar í hrókaræðum við einhvem
karlskrögg. Sjálfsagt er hún núna búin að bjarga sér með
far til Reykjavíkur. En nú skulum við hætta að hugsa um
hana. Við skulum fara að taka tjöldin niður og koma dót-
inu í jeppann. Það er komið mál til að búast til heimferðar.
Foreldrar þínir voru að kveðja kunningja sína, og að því
búnu getum við lagt af stað.
Björn og Sigrún komu í þann mund, er ungu hjónin voru
að enda við að koma farangrinum fyrir í jeppanum. Þau
voru hin kátustu yfir allri þessari skemmtilegu ferð, en
ráku upp stór augu, er þau sáu áverkann á Þórarni. Það
leyndi sér ekki, að þau urðu mjög undrandi, en svo kímdi
Björn og sagði glaðlega:
— Ætlar þú að fara að stunda stjörnufræði, tengda-
sonur sæll, fyrst þú hefur fengið svona myndarlegan kíki?
Þórarinn leit hálf undirfurðulegur á Sigríði, en sneri þessu
upp í gaman.
— Ætli þessi kíkir verði ekki kominn leiðina sína um
það leyti, sem stjörnurnar fara að skína í haust, svo lítið
verði úr stjörnuglápi, enda mun ég ekki sakna hans. Sem
betur fer er greyið lítið og ekki umtalsvert.
— Þetta er allt mér að kenna, greip Sigríður áköf fram í.
— Ég gerði óskaplegt glappaskot, og það bitnaði á Þórarni.
Ég skal segja ykkur
— Svona, svona, góða mín, vertu ekki að æsa þig út af
þessu, mælti Þórarinn, og lagði handlegginn róandi um
herðar hennar. — Við getum talað um þetta á heimleiðinni,
Heima er bezt 175