Heima er bezt - 01.05.1976, Side 32
og ég er viss um, að foreldrar þínir skilja alla málavexti,
þegar við erum búin að segja þeim söguna eins og hún er.
Þegar á allt er litið, er þessi helgi búin að vera mjög
skemmtileg, og betur farið en heima setið. Ég er orðinn svo
gamall, að það var kominn tími til, að ég fengi einu sinni á
kjaftinn.
— Ég fer að verða forvitin um, hvað hefur komið fyrir,
sagði nú Sigrún, — en það er alveg satt, við þurfum að
komast af stað. Ég er óvön ferðalögum, og vil komast heim
og hvíla mig. Og nú förum við.
Þiiðji kaíli
OG ÁRIÐ LEIÐ
Ekki var hægt annað að segja en að Bjöm og Sigrún yrðu
hissa á því, að Sigríður skyldi fara að skipta sér af Möggu,
þó hún sæi hana í aumkunarverðu ástandi. Samt ávítuðu
þau hana ekki, en bentu henni á, að alls staðar væri eymd
að finna, og það væri misjafnt, hvemig fólk tæki afskiptum
annarra af kjörum sínum. Sjálf hafði Sigríður orðið fyrir
miklum vonbrigðum hvað Möggu viðkom, en þetta hafði
orðið henni lærdómsríkt að ýmsu leyti. Hún hafði orðið
þess vör á áþreifanlegan hátt, að ekki er hægt að breyta
lífi og hugsunarhætti annarra í skjótri svipan, og góður vilji
er ekki alltaf sigursæll.
Samkvæmt áður gerðri áætlun hóf Þórarinn slátt á tún-
inu í Teigi þegar eftir helgina. Sprettan var sæmileg, en
ekki meira, og Bjöm var í vomum í fyrstu, hvort hann ætti
einnig að hefja heyskapinn, en þó varð það úr. Með hinum
góða tækjakosti gekk heyskapurinn mjög vel, og þegar það
bættist við að brakandi þurrkur var á hverjum degi, og
dugandis fólk gekk að verki, var því nær hver tugga af
báðum túnunum komin undir þak eftir hálfa þriðju viku.
En þá breyttist tíðarfarið til hins lakara. Fyrst gerði stór-
rigningar, en síðan varð þráviðri, stöðugar þokur og súld,
og sá ekki til sólar vikum saman. Flestir bændur höfðu
beðið með sláttinn eftir betri sprettu, og voru rétt byrjaðir
að slá, þegar veðrið breyttist. Taðan hraktist og skemmdist
á túnunum, og grasið spratt úr sér. Oþurrkamir náðu yfir
mestan hluta landsins, og er vikurnar liðu varð ljóst að víða
var vá fyrir dyrum.
Á Mýri voru bændurnir rólegir og glaðir yfir góðum heyj-
um. Bjöm hafði þegar heyjað meira en hann þurfti handa
sínum skepnum, og Þórarinn gat með góðu móti séð af
helmingnum úr hlöðunni hjá sér. En súldardagana var ekki
setið auðum höndum Þórarinn vann alla daga í byggingum,
og tengdafaðir hans var lengst af með honum, enda kvaðst
hann ekki hafa annað að gera þá dagana. Fyrir réttir vom
byggingarnar í Teigi fullgerðar og búið að steypa upp kjall-
ara viðbyggingarinnar á Mýri, svo synd var að segja, að
ekki hefði verið tekið til höndunum um sumarið, enda hafði
Björn séð svo um, að Þórarinn fengi dugmikla og hagsýna
byggingarmenn, svo öll vinna hafði gengið sérstaklega vel.
Um réttir breyttist veður og gekk til landáttar með hlý-
indum og þurrki. Náðu þá bændur inn heyjum sínum, mikið
skemmdum. Þórarinn notaði þurrkdagana vel, sló það sem
hægt var á útengi og hirti af ljánum. Hey þetta setti hann
í fúlgu við hlöðustafninn, til að gefa það hrossunum fyrri
hluta vetrar, því þó það væri létt sem fóður, gaf það samt
góða kviðfylli. Þegar um réttir fóru að berast fyrirspumir
um hversu hann væri aflögufær með hey, og í samráði við
Bjöm áætlaði hann, hvað hann gæti selt mikið af töðu, og
þolað þó harðan vetur. Þessi heysala voru einu raunveru-
legu tekjurnar, sem hann hafði eftir sumarið, og þó upp-
hæðin væri ekki há, þá var þetta samt það fyrsta, sem
kaupin á Teigi gáfu af sér.
Að venju var haldinn réttardansleikur. Enginn fór þangað
frá Mýri, en daginn eftir kom Sigfús í Gróf og bað Þórarin
að tala einslega við sig. Þórarinn tók strax eftir því, að Sig-
fús var alvarlegur og einnig vandræðalegur, en skildi ekk-
ert í, hvað hann gæti viljað sér, því þeir höfðu lítið talast
við síðan í aprílveðrinu. Hann bauð Sigfúsi með sér til
stofu, og Sigríður kvaðst ætla að koma með kaffi til þeirra
innan stundar.
Sigfús var nokkra stund að komast að efninu, og þeir
röbbuðu fyrst um daginn og veginn, en þar kom að hann
ræskti sig og leit framan í Þórarin.
—1 Þér finnst nú kannski afskiptasemi af mér, þetta, sem
ég ætla að tala um við þig. En mér þykir vænt um þig, síð-
an við kynntumst fyrst x vonda veðrinu, og þú bjargaðir
tengdasyni mínum. Sigríði hef ég þekkt síðan hún var barn,
og hjónin hérna á Mýri eru góðir sveitungar mínir. Ég kann
því illa við, að þið séuð baktöluð af óvönduðu fólki.
— Það sleppur enginn við umtal, sagði Þórarinn góðlát-
lega. — En það vill nú þannig til, að mér dettur strax í hug,
hvað þú er að fara. En samt skaltu segja mér, hvað þú hefur
heyrt, og þér fellur illa.
— Ja, fyrst þú tekur þessu svona, þá get ég gengið beint
að efninu, mælti Sigfús, og hallaði sér aftur á bak í stóln-
um. — I sumar hef ég heyrt ýmsu hvískrað um ykkur hjón-
in, en ég hef aldrei ljáð því eyra. I gærkvöldi fór ég sem
snöggvast á réttardansleikinn, og þá fannst mér þetta um-
tal um þig og ykkur hjónin alveg keyra um þverbak, mér
ofbauð, og þess vegna er ég kominn hingað til þess að segja
þér frá því, hvað ég heyrði.
I þessu kom Sigríður inn og fór að leggja á borðið handa
þeim. Þeir þögðu á meðan hún kom brauði og bollapörum
fyrir og hellti í bollana, en þegar hún svo ætlaði að yfir-
gefa þá, tók Þórarinn til máls á ný.
— Sæktu bolla handa þér, góða mín, og sittu hérna hjá
okkur. Það, sem Sigfús ætlar að tala við mig, varðar okkur
bæði, og best að þú fylgist alveg með því, svo ekki þurfi að
endurtaka það. Svo hugsa ég, að hann skilji alla málavexti
betur, þegar þú segir honum hvernig í öllu liggur, því mig
grunar strax, hvað hann ætlar að segja.
Sigríði brá nokkuð, en gerði eins og hann bað hana, og
settist síðan við hlið manns síns.
—■ Nú getum við farið að spjalla um þetta, sem þú ætlar
að segja, Sigfús minn, mælti Þórarinn. — Þú fórst þama á
réttardansleikinn, og þar var eitthvað talað um okkur?
Sigfús ræskti sig.
— Já. Það var þarna mikið fjölmenni. Ég kom þangað
nokkuð seint, mest til að sjá dansinn, við hjónin gerum það
vanalega á haustin. Við vorum nýlega komin þegar rétt hjá
okkur, úti í horni, hófust rnikil ræðuhöld hjá manni, sem
þið munuð kannast við. Hann heitir Teitur.
— Eitthvað könnumst við við hann, svaraði Þórarinn.
— Ég hef reyndar ekki nema einu sinni hitt hann, en mér
fannst það alveg nóg. Hann kom mér ekki vel fyrir sjónir í
það skipti, hálffullur og röflandi.
— Teitur var ekkert afleitur á yngri árum, svaraði Sig-
176 Heima er bezt