Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.05.1976, Blaðsíða 35
★ Tvö Ijóh eftir Sigurb Qíslason frá Kuíslaseli SVO MÆLTI FJÓSAMAÐUR Ég er fákænn fjósamaður. Frami minn að hirða kýr. Er í svifum ekki hraður. Orka seig í kögglum býr. Eg hef ekkert æðra vit. Eilíft dægurþras og strit, hefir líf mitt hneppt í fjötra — hugann klætt í vanans tötra. Mér er sama. Sólin geislar sælu nægri í hugann inn. Auragirndin aldrei beislar útitekinn huga minn. Aflabrögð á auðsins knerri eru fjósastörfum verri. Gæfa er ei í gullnu prjáli. — Glysið verður þrátt að táli. Ég er eins og almennt gerist alþýðunnar meðallag. Ein og ein þó alda berist inn í hugann margan dag, frá því hafi er hampar Iist — hún er óðar burtu misst. Þolir ekki þögn og myrkur. Þankahefð er mikill styrkur. Ég vil heldur hirða tarfa, haldinn smár í minni stétt. Gleðjast leynt er lágan starfa leysi ég af hendi rétt, — en að aka auðsins vegi yfir val á hverjum degi, og fyrir magans matarkenndir myrða þrá sem hærra bendir. Ég hef hcyrt að halir þrái, heiður, metorð, auð og völd. — Líklegt er að fjandinn fái feikn að starfa þessa öld, fyrst að allir öllum stjaka — illum fengjum saman raka. Óðir stefna út í hött. — Æran fer í hund og kött. Ég mun beljubása sópa, brynna kúm og gefa hey. Læt svo alla ástarglópa eiga í friði sína mey. Aleðan hjari handleik töðu. Hirði kýr með skapi glöðu. — Þeim sem vinna verk með gleði verður rótt að hinsta beði. SKÁLDLAUN Hann las henni æskuljóðin. — Ljóð um niðandi á, vorið sem var að koma og vængjaða ástarþrá. Hún hlustaði á þau hrifin. Hjartað í barmi sló. — Rómur hans lækkaði hægt og hægt með heillandi seið og ró. Frá enninu hristi hún hárið, hrokkið og fagurlitt. — Kyssti hann fyrir kvæðin og kallaði hann skáldið sitt. Heima er bezt 179

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.