Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 7

Heima er bezt - 01.06.1981, Síða 7
Afrek Vilhjálms Einarssonar á Ólympíuleikunum í Melbourne vöktu mikla athygli hér heima. Hér tekur Sigurður á móti Vilhjálmi á flugvellinum og var því samtali útvarpað beint til landsmanna. þetta, en svo hlóð þetta svo óskaplega utan á sig. Fyrst var svo til eingöngu lýst fótbolta, en síðar var farið að lýsa frjálsum íþróttum, sundi, körfubolta, skíðaíþróttum o. s. frv. Þetta var því algjörlega orðið ofviða einum manni, og raunar er það furðulegt að enn þann dag í dag skuli einum manni vera ætlað að sinna þessu hjá útvarpinu. fþróttir eru bæði vinsælar og ekki síst mjög yfirgripsmikið efni. Ef gera á þeim góð skil þarf mikla vinnu og meðan aðeins einn maður sér um þetta, þá gengur þetta fram af honum á stuttum tíma.“ — Hvað er þér eftirminnilegast úr starfinu? „Utanlandsferðirnar eru nú sennilega sá hluti starfsins, sem maður man best eftir. Brússel mótið 1950 var mjög skemmtilegt, en þá áttu íslendingar þar tíu keppendur sem voru svo til allir í sviðsljósinu allan tímann og tveir urðu Evrópumeistarar, Torfi Bryngeirsson og Gunnar Huseby. Þá var örn Clausen í aðalhíutverki í tugþrautinni og var nú klaufi að vinna ekki Evrópumeistaratitilinn, en hann gaf sig á 1500 metra hlaupinu í lokin. Þá var keppnin í Ósló árið eftir skemmtileg, þegar fslendingar unnu Dani og Norðmenn á einu bretti í frjálsum íþróttum. Eftirminni- legasti fótboltaleikurinn er sennilega leikur í Kalmar 1954, þá höfðu Svíar og fslendingar aðeins einu sinni leikið landsleik áður og þá unnu íslendingar alveg óvænt. Þarna var því röðin komin að Svíum að hefna sín og voru þeir með geysilega sterkt lið þegar þarna var komið sögu og höfðu í vikunni áður unnið Finna í Helsinki 11:0. Ég var því mjög myrkfælinn við þennan leik og allir auðvitað logandi hræddir, bæði leikmenn og aðstandendur. Ég ætl- aði að komast svolítið ódýrt frá þessum leik og senda hann ekki beint út, heldur taka upp lýsinguna á band og senda hana eftir á. Ég ætlaði bara að lýsa byrjuninni og hætta síðan þegar staðan væri orðin svona 6:0 og segja svo bara í lokin: „Mörkin urðu þetta mörg og þessir skoruðu, þessu er lokið, veriði sæl.“ En Svíarnir skoruðu bara tvö mörk í fyrri hálfleik og mér finnst það ekki nóg svo ég held áfram að lýsa leiknum. Ég meira segja hætti ekki í leikhléinu. Þetta var nefnilega svolítið erfitt tæknilega, því lýsingin var send á línu til Stokkhólms og tekin þar upp á band. Ég notaði því leikhléð til alls kyns hugleiðinga um fólkið sem þarna var og umhverfið. f seinni hálfleiknum jafna fslendingar og voru þar að verki þeir Þórður Þórðarson og Ríkharður Heima er bezt 191

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.