Heima er bezt - 01.06.1981, Blaðsíða 17
A Heilagsdal.
mannagjá og Hafragjá. Langan tíma
var verið að leita uppgöngu á vestari
barmi gjárinnar, en alls staðar voru
þverhníptir hamrar, þar til þeir sáu
klif og komust þeir þar upp, og þar
fundu þeir þrjú vörðubrot. Klifið
hefur sýnilega verið rutt einhvern-
tíma, en grjót hafði fallið í það úr
börmunum. Frá klifinu voru siðan
vörðubrot í beina stefnu við og við í
Fremrinámur. Undarlegt er að
byggðamenn hafi aldrei orðið varir
við þessar vörður enda þótt þeir hafi
farið oft þarna nálægt í fjallaleitir í
Grafarlönd. Sveinagjá, sem þarna er
ögn vestar, reyndist þeim félögum
mjög erfið yfirferðar vegna sprungna
og hrauns, en fleiri vörður fundU þeir
ekki.
Árið 1933, eða um það bil. var
Pálmi Hannesson á ferð um Ódáða-
hraun ásamt Steinþóri Sigurðssyni.
Fóru þeir yfir Jökulsá á ferju, sem
flutt hafði verið árið 1930 á gamla
ferjustaðinn við Ferjufjall í tilefni Al-
þingishátíðarinnar. Á grjótunum
vestur frá Ferjufjalli rákust þeir á
vörður og röktu þær vestur í skarðið
við Veggjafell. Pálmi er svo með
ýmsar vangaveltur um framhald leið-
arinnar vestur um Ódáðahraun.
f kringum árið 1940 er Ólafur
Jónsson á ferð norðan Herðubreiðar-
fjalla og fann þá klif það í Hafragjá
sem Þorvaldur Thoroddsen getur um.
Segir Ólafur þetta að öllum líkindum
vera örnefnið Bræðraklif, sem minnst
sé á í gömlum landamerkjaskrám.
Framhald í næsta blaði.
Hliðið á Kerlingadyngju.
Heima er bezt 201