Heima er bezt - 01.06.1981, Page 19

Heima er bezt - 01.06.1981, Page 19
Klofasteinar séðir frá norðri. Merkjagirðingin. var ákveðinn hjá Klofasteinum hinum efri í Möðrufellshrauni. ... Norðan fram með því gengur flói allmikill og lágur eins og breiður, grunnur dalur allt til fjalls. Úr neðanverðu hrauninu gengur tangi allmikill norður á móana við flóann. Tangi þessi er grasi vaxinn, en á honum standa nokkrir ákaflega stórir steinar eins og hús. Tveir þeirra standa svo náið, að aðeins má ganga eða ríða á milli.“ .... Þessi staður sést allviða til, og svo er landslagi farið, að mikill fjöldi manna getur verið þar i kring og séð hverju fram fer.“ Er ekki að orðlengja það, að Sig- tryggur fór með mig á staðinn 22. ágúst 1980. Fóru með okkur Ólafur Kristjánsson frá Hraungerði og Jó- hannes Jakobsson bóndi í Gilsbakka ásamt konu sinni Guðrúnu Kjartans- dóttur og Þresti dóttursyni þeirra. Báðir eru þeir fæddir og uppaldir á þessum bæjum og hafa búið þar lengi. Þekktu þeir staðinn frá barnæsku og höfðu vitneskju sina frá gömlum mönnum, sem mundu aftur fyrir síð- ustu aldamót. Saga síra Jónasar birtist 1891, og er trúlegt, að hún hafi þá verið nýlega samin. Sennilegt er að hann hafi haft traustar heimildir um örnefnið og sögu þess. Ef hefði hann t.d. rætt við sjötuga menn eða eldri um 1890, gátu þeir hafa haft fróðleik sinn frá mönnum, sem fæddir voru löngu fyrir aldamótin 1800 og þar sem aftakan fór fram 1751, gætu hafa haft fróðleik sinn frá mönnum, sem mundu atburðinn. Má því ætla, að hér geti naumast nokkru skeikað um, að aftökustaðurinn sé við Klofasteina efri. Afstöðu allri er svo skýrt lýst í sögu síra Jónasar, að þar bæti ég ekki um. Þó skal þessu við aukið. Klofasteinar efri liggja á mörkum Torfna og Möðrufells, og liggur merkjagirðing um klofann milli þeirra svo sem sjá má á myndinni. Steinarnir eru sýni- lega gamalt grettistak sem klofnað hefir í tvennt endur fyrir löngu. Fló- inn, sem nefndur er hefir nú verið þurrkaður, er efri hluti hans að merkjagirðingunni orðinn að túni, en þurr mór að mestu vaxinn snarrótar- punti, þar fyrir neðan. Sira Jónas segir að höggstokkurinn hafi legið suður frá steinunum, en þvertré, sem höggvið var á, legið þvert á hann nálægt syðri endanum. Segir hann að merki um höggstokkinn hafi sést fram á daga þálifandi manna. Hið sama hefir Sigtryggur eftir föður sín- um. Öll slík verksummerki eru nú löngu horfin. Sunnan undir steinun- um er grasflöt nærri slétt en grösug vel, því að oft heldur fé sig í skjóli við steinana. Sigtryggur sagði mér, að hann hefði eitt sinn slegið flötina á yngri árum, en engin ummerki getað séð, er minntu á höggstokkinn, enda þess naumast að vænta eftir nær tvær aldir. Mörgum kann að þykja þetta orðið langt mál af litlu tilefni, en því er til að svara, að síst vildi ég verða til að brengla gömlum örnefnum, en vel mætti myndin og ummælin í Lýsingu Eyjafjarðar verða til þess, ekki síst þar sem efri Klofasteinarnir eru nú í seinni tíð oft nefndir Brœður, hvort sem sú nafngift á að einhverju leyti rót að rekja til Kálfagerðisbræðra, sem mér þykir reyndar ósennilegt, heldur sé nafnið dregið af bræðralagi steinanna sjálfra. En sem sagt, aftökustaðurinn er við efri steinana en hinir neðri eiga enga sögu. Er hér skylt sem oftar „að hafa það heldur, er sannara reynist.“ Maklegt væri að Klofasteinar efri væru friðlýstir, ef það hefir ekki þegar verið gert. Eyfirðingar hafa löngum verið friðsamir, og ekki kunnugt um mörg stór sakamál þar í héraði, og Heima er bezt 203

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.