Heima er bezt - 01.06.1981, Qupperneq 36

Heima er bezt - 01.06.1981, Qupperneq 36
HVAD GERÐIST Á AkuREVRI? Um þessar mundir er að koma út ný bók hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar, Árbók Akureyr- ar. I bókinni er gerð grein fyrir öllu því helsta sem gerðist á Akureyri á árinu 1980 í máli og myndum. Fréttir ársins eru raktar í tímaröð og þjóna Ijósmyndir stóru hlutverki við að koma því efni til skila. I bókinni eru einnig lengri greinar um einstaka málaflokka sem ofarlega voru á baugi í bænum og var leitað til margra mætra manna um ritun greina. Fjalla greinarnar um skipulagsmál, dómsmál, félagsmál, verkalýðs- mál, skólamál, stjórnmál, atvinnuvegina, fjöl- miðla, menningarstarf ýmis konar, íþróttir, félagslíf og tómstundir. Einnig eru birt atriði úr kirkjubókum um fermingarbörn á Akureyri og látna Akureyringa. Lokakafli bókarinnar er uppsláttarkafli, þar sem ýmsum upplýsingum um stofnanir og þjónustu á Akureyri er raðað í stafrófsröð. Vanti einhverjar upplýsingar úr honum er mjög auðvelt að fletta þar upp. Markmiðið með útgáfu Árbókar Akureyrar er að safna saman á einn stað fréttum ársins og umræðu um málefni sem ofarlega voru á baugi. Meginstefnan við vinnslu bókarinnar hefur verið að segja rétt og hlutlaust frá, án tillits til stjórn- mála eða hagsmunahópa. Árbók Akureyrar er ekki bara fyrir Akureyr- inga, hún er fyrir alla þá sem vilja fylgjast með því sem er að gerast í þjóðlífinu. Ég óska eftir aö kaupa Árbók Akureyrar: Nafn _____________________________________________________ Póstfang__________________________________________________ □ Sendi hér meö kr. 80,00. □ Sendið mér bókina í póstkröfu. Viljir þú síður klippa þetta út úr blaðinu getur þú allt eins skrifað pöntun þína á laust blað og sent okkur. Utanáskriftin er: Bókaforlag Odds Björnssonar, pósthólf 558, 602 AKUREYRI.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.