Heima er bezt - 01.05.1983, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.05.1983, Qupperneq 5
mitt uppdhald María Eðvaldsdóttir, 1878-1920. Steingrímur Þorsteinsson, Dalvíkingur ár og síð, —gott dœmi um hœfileikamann sem heldur tryggð við sína fœðingarbyggð, þrátt fyrir kynni af erlendum gróðri og menningu, þrátt fyrir tœkifœri til starfs og frama á mörgum sviðum annars staðar. Hann fór ungur til náms í Danmörku ogaflaði sér menntunar í myndlist, húsamálun, leiklist og leikt/aldagerð, í Konunglega leikhúsinu og víðar. A Dalvík hefur hann beitt þekkingu sinni. Steingrímur starfaði sem kennari um áratuga skeið, auk þess að iðka þœr menntir sem hann hafði numið. Ahugaleikfélög nutu liðsinnis hans, listunnendur mál- verkanna, nemendurnir hlýju þeirrar og glaðvœrðar sem einkennir þau hjón bæði, Steingrím og Steinunni Sveinb/örnsdóttur konu hans. Þau kynntust 13 ára. Einna þekktastur mun Steingrímur þó vera fyrir uppsetningar sínar á dýrum af öllu tagi. Slík vinna sameinar flest í myndlistinni, teiknun, litameðferð og mótun, en krefst þrotlausrar œfingar og þolinmœði. Söfn og einstaklingar sœkjast eftir gripum Steingríms, sem hefur það lag og þann metnað sem þarf til að gera uppsetningu dýra að listgrein ekki síður en handiðn. Ólafur H. Torfason skráði ég kynna mér eitthvert það starf sem ég gæti gripið til seinna. Ég var ekki orðinn fullra átján ára, þegar við bræður sigldum utan 1931, með „Drottningunni“ gömlu, eins og þá var venja. Jón fór strax til Ollerup, en ég varð eftir í Kaupmannahöfn. Málið reyndist okkur ekki neinn sér- stakur þröskuldur, vegna þess að við höfðum lesið hjá Vernharði allt það námsefni sem stúdentar lásu og vel það. FYRRI DANMERKURDVÖUN: Myndlist og iðnnám Ég var alveg einn á báti í Höfn, en komst fljótt á sporið og innan hálfs mánaðar var ég kominn í 2 skóla, teikniskóla seinni part dags, —og svo iðnskóla, þar sem ég innritaðist í húsamálun, það var náttúrlega dagskóli. Það varð því ansi mikið að gera. Teikninámið fór bæði fram á „Statens Museum for Kunst“, Ríkislistasafninu þeirra og á „Carls- berg Glyptotekinu“. Við stóðum þarna við trönur okkar og teiknuðum, oft eftir gipsmyndum. í iðnskólanum gerðist svo það furðulega að ég hljóp á milli bekkja allan veturinn og lauk 4. bekkjar prófi um vorið og tók þá sveinspróf í húsamálun. Mér fannst námið fremur létt, en þó gleymdi ég aldrei einu atviki þarna. Það var fyrsti tíminn minn í efnafræði. Ungur maður var kennari, og fyrsti nemandinn sem hann kallar upp er auðvitað ég. Og ég var vægast sagt illa undir það búinn og leið hörmulega. Ég minnist þess líka að yfir- kennari okkar, Peter Skov, sem var hörkukarl, kom einu sinni að mér þar sem ég var að mála húsgagn og varð hinn versti. Hann sagði að ég hefði blandað of mikið og færi illa með málningu, þetta væri nóg á allt ísland. Ég svaraði og sagði að það væri ágætt, það dygði þá tvisvar á Danmörku. Eftir þessi orðaskipti urðum við góðir vinir. Þess ber að geta, að þetta próf mitt fékk ég ekki viður- kennt hér heima, hvers vegna veit ég ekki fyllilega og mér var gert það seinna að taka verklegt próf í þessu sem reyndist ósköp lítið mál. En það fór nú svo, að þetta fag mitt, húsamálun, hef ég stundað tiltölulega lítið um ævina. Ég vann við það nokkur ár, en aldrei varð það ævistarf. Það er margs að minnast frá þessum árum, og þar eign- aðist ég félaga og kunningja og sá kunningsskapur hefur ekki rofnað. Sigurður Þórarinsson, jarðfræðingur, var að hefja nám þarna í Kaupmannahöfn, en flutti þó fremur fljótlega til Stokkhólms. Hann var alltaf mjög góður félagi, glaðvær eins og þeir voru þessir menn, þótt fjárráðin væru lítil og ekki bruðlað neitt. Það var afskaplega góður andi í hópi stúdentanna, en ég var mikið með þeim. Ég vil nefna þá Heima er bezt 149

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.