Heima er bezt - 01.05.1983, Síða 13
Sigurlaug Guðmundsdóttir frá Eyvindarstöðum
Fátœki sveitadrengurinn
sem varð bankastjóri
Mig hefur lengi langað til að skrifa þessa sögu, sem ég heyrði í œsku, en hvort
hún þykir nokkurs virði verða aðrir að dœma um. Sagan er sönn og gefur ef til
vill ofurlitla innsýn í það, hvernig líf og kjör munaðarleysingja voru stundum hér
á landi fyrir meira en 100 árum. Eg held að okkur sé hollt að minnast þess stundum
í því allsnœgta þjóðfélagi, sem við lifum nú í.
Ég held ég hafi verið um það bil 9-10 ára er ég heyrði söguna, en ég tel mig
muna hana að mestu orðrétta, eftir öll þessi ár.
Það var seint á degi, í vonsku veðri
um hávetur, að gest bar að garði á
Eyvindarstöðum í Vopnafirði, æsku-
heimili mínu, og baðst hann gistingar.
Ætlaði hann að finna skyldfólk sitt,
sem átti heima á Fljótsdalshéraði. En
þar sem veðurútlit var ískyggilegt og
gesturinn þurfti auðvitað að fara yfir
hina illræmdu Hellisheiði eystri, vildi
hann síður leggja á heiðina svo seint á
degi.
Þetta var góðkunningi okkar.
Fæddur var hann og uppalinn á
Fljótsdalshéraði, en þá löngu fluttur í
annað hérað. Þessi maður hét Gísli,
en af sérstökum ástæðum sleppi ég
allri ættfærslu, þótt ég annars gæti
það vel. Gisli var greindur maður og
skemmtilegur, en ekki var hann veru-
lega vinsæll, því hann þótti stundum
dálítið illkvittinn og gjarn á að sletta
til fólks, oft fyrir litlar sakir. En
tryggur vinur gat hann líka verið og
var hann okkur alltaf góður og sýndi
okkur aldrei nema betri hliðina og
sama var um ýmsa aðra er hann tók
tryggð við, þótt hann ætti hitt til. Einn
kost átti Gísli og hann reyndar ekki
lítinn, en það var að hann var alltaf
mjög góður öllum einstæðingum og
lítilmögnum.
Er kominn var háttatími segir Gísli
við mömmu: „Áður en ég fer að hátta
ætla ég að segja þér eina sögu að
launum fyrir allan þann fróðleik sem
þú hefur svo oft miðlað mér. Hef ég
aldrei sagt neinum þessa sögu, nema
mínu fólki, og kæri mig ekki heldur
um að segja hana öðrum. Mér er það
nóg, að ég hef þó einu sinni gjört gott
verk, þrátt fyrir mína mörgu og stóru
galla.“
Læt ég nú Gísla sjálfan segja frá:
„Eins og þið vitið, er ég fæddur og
uppalinn á Fljótsdalshéraði. Á næsta
bæ við bæ foreldra minna bjó hrepp-
stjóri sveitarinnar. Skammt var á milli
heimila okkar. Hreppstjórinn var vel
efnaður maður á þeirra tíma mæli-
kvarða. Vinsæll var hann af öllu svo-
kölluðu heldra fólki, því hann var
höfðingjasleikja mikil og gaf hann
slíku fólki oft stórgjafir, til að tryggja
sér sem best vináttu þeirra. En annað
mál var ef fátæklingar áttu í hlut eða
þeir sem minna máttu sín, þá var
hann mjög harður og óvæginn og víst
mjög spar á líknarverkin. Og sama var
að segja um konu hans.
Eitt vor tóku þau hjón alveg mun-
aðarlausan dreng, sem var niðursetn-
ingur, sem kallað var. Var drengurinn
ekki einasta búinn að missa báða for-
eldra sína, heldur átti hann enga ná-
komna ættingja og var hann búinn að
vera í mörgum og misjöfnum vistum.
Ég kynntist drengnum fljótt sökum
þess hve skammt var á milli heimil-
anna. Var hann mjög illa útlítandi og
bar öll merki illrar meðferðar.
Fljótt tók ég eftir því að hann
myndi vera mjög góðum gáfum
gæddur, enda átti hann kyn til þess.
Fatalaus var hann að kalla, átti aðeins
stagbætta og götuga garma og ekki
einu sinni til skiptanna. Var hann lát-
inn sofa í skoti í göngunum og hafði
hann koddaræfil með heyrusli og
teppisræfil undir sér og slitið og götótt
brekán ofan á sér. Má nærri geta
hvernig honum hefur liðið við slíka
aðbúð. Mat fékk hann líka af skorn-
um skammti og auðvitað það versta af
matnum.
Þessi drengur var látinn vinna mjög
mikið, þótt ungur væri, en hann var
lítið eldri en ég, og var það honum
auðvitað ofraun og ekki síst við slíka
aðbúð, sem hann hafði. Hann kom
eins og ég sagði að vorlagi og leið oft
mjög illa um sumarið. Þó tók út yfir er
veturinn gekk í garð, sem var harð-
indavetur. Þá varð hann að passa 30
sauði, sem hreppstjórinn átti, og var
það alllangt frá bænum. Átti hann al-
gjörlega að gjöra þetta einn, og meira
að segja að standa yfir þeim í hvaða
veðri sem var og halda þeim til beitar.
Skammt var að fara frá heimili
mínu að beitarhúsinu og fór ég þá oft
að finna drenginn, því ég vorkenndi
honum mjög, og hafði líka mjög
gaman af að tala við hann því hann
var svo skýr og skemmtilegur, þótt
hann hefði auðvitað aldrei fengið að
læra neitt. Urðum við miklir vinir.
Oftast færði ég honum einhvern
matarbita, sem mamma gaf mér, og
Heima er bezt 157