Heima er bezt - 01.05.1983, Side 18

Heima er bezt - 01.05.1983, Side 18
 Hulduskip við Hallandsklett. Fossinn er í Lambhagalœk. Teikning: ÓHT bindi, bls. 19-21). Sagan er skráð af Hannesi Ó. M. Berg- land, 1906, eftir Gísla Jónssyni timburmeistara og skipa- smið í Svínárnesi, sem sá sýnina, og hljóðar á þessa leið: „Það var um Jónsmessuleytið 1870, að Gísli þurfti að bregða sér inn á Akureyri til viðarkaupa. Fór hann á hákarlaskipi og flutti með sér lifur og lýsi. Þá var Örum & Wulffs verzlun ein hin stærsta á Akureyri (Oddeyri). Hét verzlunarstjórinn Ewald, og til hans leitaði Gísli um við- arkaupin. Á höfnina var nýkomið kaupskip er Herta hét og átti um langan aldur tíðförult til Akureyrar. Fékk Gisli léðan bát hjá skipstjóranum, til þess að flytja viðinn úr landi út á skip sitt. Þegar því starfi var lokið, var komið kvöld, en veður hið fegursta og albjart, þótt komið væri undir lág- nætti. Reri hann þá með öðrum manni bátnum yfir að Hertu, til þess að skila honum aftur. Þegar þangað kom voru skipsmenn gengnir undir þiljur og flestir sofnaðir, en þó hitti hann vökumann á þilfarinu og afhenti honum bátinn. Gengu þeir báðir nokkra stund fram og aftur á þilfarinu og töluðu á víð og dreif. Varð þeim þá litið út á Oddeyrartanga og sáu allstóra skonnortu undir fuilum seglum, skríða undan utanverð- um tanganum og stefna á Hallandsbjörgin, austan megin fjarðarins. Virtu þeir skipið fyrir sér um stund og ræddu um, hvaða skip þetta mundi vera, því að þá var ekki von á neinu slíku og ferðir strjálar. Fór vökumaður niður í skipverjaklefann, til þess að segja félögum sínum frá skipkomunni; voru þá eigi vakandi nema tveir menn, sem þegar komu upp og sáu glögglega skipið, en ekki báru þeir kennzl á það. Leið enn nokkur stund, þar til Gísli kvaddi skipverja, og reri á ferju yfir í skip sitt. Á leiðinni þangað sá hann enn til ferða skonnortunnar yfir fjörðinn. Furðaði hann sig á því, hve mikill skriður var á henni í logninu, og taldi straum ráða ferðinni. Þegar hann var kominn yfir í skip sitt. sótti hann sjón- auka, sem hann hafði með sér, því að hann langaði til að athuga skip þetta nánar. En þegar hann brá sjónaukanum fyrir augað sá hann ekkert skip. og var það honum horfið upp frá því. Furðaði hann mjög á þessu. Daginn eftir frétti hann, að skipverjar á Hertu hefðu horft á skipið stundarkorn, eftir það er hann skildi við þá. en svo hafði það allt í einu horfið sjónum þeirra. Á Odd- eyri höfðu margir verið á ferli um þetta leyti, en enginn þeirra séð skip á ferð, og sama var að segja um þá, sem bjuggu utar með firðinum. Var skonnorta þessi talin hafa verið hulduskip, enda hafa oft sést ljós í Hallandsbjörgum, og ýmsir skyggnir menn hafa sagt, að þar væri álfakaupstaður.“ Þannig hljóðar frásögn Gísla skipasmiðs. Söguritarinn getur þess, að Gísli sé „fróður og minnugur og flestum víðförlari, því að dvalist hefur hann í Danmörku, Þýska- landi, Englandi og Ameríku. Síðan hann settist aftur að hér á landi hefur hann reynzt vera hinn mesti dugnaðar- og búsýslumaður. Bjó hann búi sínu í Svínárnesi í Grýtu- bakkahreppi í full 30 ár, og þótti jafnan sómi sinnar sveitar. Nú er hann blindur orðinn, en þó vel ern.“ Ekki getur Hannes um skyggnigáfu hjá Gísla. Af frásögninni er ljóst, að Gísli og þeir aðrir sem sáu skipið, hafa talið allt með felldu um ferðir þess, og líklega ekki komið hulduskip til hugar, fyrr en það hverfur skyndilega, að því er virðist fyrir augum þeirra. Þannig er það jafnan þegar huldufólk, híbýli þess og farkostir eða fé birtast óskyggnum mönnum. Ekki eru það eingöngu stór skip sem sést hafa þarna á vegum huldufólksins. I sögunni „Huldubátur“ í safni Jóns Árnasonar hinu nýja, 5. bindi, bls. 445-446, er að finna þessa frásögn: „Einu sinni var Rafn (Ólafsson) á kaupstaðarleið, sjó- veg, með öðrum fleiri á bát. Þegar þeir koma inn undir Oddeyrina, verður þeim litið til baka, og sjá þeir þá hvar bátur með þremur mönnum, kemur róandi á eftir þeim. Þeir fóru að tala um að þetta væri skrítinn bátur. því að þeir sáu hann þarna allt í einu, en ekki rétt áður. En þegar þeir eru að tala um þetta, hverfur báturinn, og sáu þeir hann ekki síðan.“ (Eftir handriti Guðmundar Davíðssonar á Hraunum í Fljótum). ÞEKKJA EKKI AUGLÝSINGAFLÓÐIÐ Er þá að greina frá sjálfum huldufólkskaupstaðnum, sem ýmsir telja að felist að baki klettaþiljanna í Hallandsbjörg- um. Ekki mun nema fáum útvöldum hafa leyfst að skyggnast á bak við það tjald. Margrét Thorlacius frá Öxnafelli er ein þeirra fáu sem þetta hafa reynt og hefur Eiríkur Sigurðsson skólastjóri á Akureyri ritað eftirfarandi lýsingu eftir henni: (Skyggna konan I, bls. 32). „Þegar ég átti heima á Akureyri, sá ég oft á kvöldin mikið af ljósum i Hallandsbjörgum, gegnt Akureyri, og víðar í klettabeltum (þar) fyrir ofan. En þéttust er byggðin í Hallandsbjörgunum, á móti Oddeyrinni. Þar býr fjöldi fólks. Þar er kaupstaður huldufólksins. Stund- 162 Heimuerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.