Heima er bezt - 01.05.1983, Page 25

Heima er bezt - 01.05.1983, Page 25
um geimsins. Samkvæmt því eru steinarog hólarekki hinir eiginlegu bústaðir þessa fólks, heldur staðir þar sem við eigum auðveldast með að komast í samband við það, eins konar ,,leiðslustaðir“. Þorbjörn Ás- geirsson (Akureyri) hefur nýlega túlkað þessa skoðun í HEB (7.-8. tbl. 31. árg. 1981) í grein er hann nefnir „Af hverju andaheimur?“, og styðst þar við kenningar dr. Helga Pjeturss. Sjálfur hef ég ekki myndað mér neina sérstaka kenningu um þetta, en tel allar þessar skýringartilraunir mjög athyglisverðar. 4 Er huldufólk gott eða illt? Eflaust bæði gott og illt frá sjónar- miði okkar mannanna, og fer það líklega langmest eftir viðhorfi okkar og breytni í garð þess. Það virðist a.m.k. geta verið ákaflega hefnigjarnt, ef það telur sér mis- boðið, og staðfesta það margar sögur. Það hefur ríka réttlætis- kennd en er ekki að sama skapi umhugað að fyrirgefa. Yfirleitt virð- ast menn hafa litið það hornauga fyrr á tímum og töldu oft nauðsyn- legt aó blíðka það með gjöfum. Ekki er fyrir að synja að það geti sumt verið heldur illa innrætt, eins og kallað er, rétt eins og mannfólkið, en oftast sýnir það góðvilja að fyrra bragði og launar velvild og greiða margfaldlega. Elísabet Geirmundsdóttir Hvers vegna? Hvers vegna fæðist þú í þennan heim? og þjáist, hatar, elskar, verður sæll. Og spyrð án afláts — öðlast ekkert svar. Ertu þá peð í tafli — lífsins þræll? Hvers vegna ert þú innan veggja hér einmana, sjúkur, bundinn rúm þitt við? Og heyrir inn um opinn gluggann þinn hvar elfa lífsins streymir þungum nið. Hvers vegna skyldi höllin sem þú hlóðst, og helgaðir þitt líf, hvern dropa blóðs, hrynja á einu augabragði í rúst, þitt æfistarf, þinn draumur, lag þíns óðs? Hvers vegna berðu í brjósti þínu þrá, að brjóta andans fjötra, verða frjáls? En finnur hlekki hanga við þinn fót, hvert sem þú snýrð þér er þér varnað máls. Hvers vegna færðu ekkert, ekkert svar? þín æfi er spurning lífið þegir við. Skyldi það svara í eitt sinn fyrir öll, er opnast þér að lokum dauðans hlið? 1951 Heimaerbezt 169

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.