Heima er bezt - 01.05.1983, Side 26
Yngsti ferðalangurinn við vinnu.
REKAVIÐARREISA
Elli hugði sem sé gott til fanga á
eyrinni, hafði ekki komið þar í Drífu-
leiðangrinum í fyrra. Blaðran fór
þegar með tvo strandhöggsmenn
ásamt tógum og tólum áleiðis til
Lambeyrar. Þeir áttu að hefja undir-
búning meðan lokið væri lestun af
Miðeyri.
Laust fyrir kl. 20.00, lauk henni.
Hálftíma síðar var akkeri varpað við
Lambeyri. Eyrin er all stór og uppi á
henni lítið stöðuvatn eða fremur tjörn.
Ekki er vatnið gott til drykkjar, salt og
fúlt. Lending er heldur slæm. Fjöru-
kamburinn stórgrýttur, raunar eyrin
öll. og brattur. Skást er lendingin í
dálitlum krika vestan á eyrinni. Ein-
hverjar sagnir eru um, að á Lambeyri
hafi verið búseta fyrr á öldum. Er það
ekki ósennilegt. Stutt til fanga, fiskur
og selur við landsteina, egg og fugl í
björgunum. Staðurinn hefur vel
hentað veiðimannaþjóðfélagi for-
feðranna, en trúlega hefur verið ein-
manalegt á útskækli þessum. Þó ber
að hafa í huga, að einangrun, töluvert
mismunandi, var þjóðinni í blóð bor-
in. jafnvel litið á hana, sem sjálfsagð-
an hlut, fylgdi þáverandi lifnaðar-
háttum, enda stress óþekkt hugtak á
þeim tímum. En í dag dytti engum í
hug að hafa búsetu á Lambeyri við
Langanes, jafnvel þótt enga skatta né
skyldur þyrfti að greiða. Lágfóta kann
aftur að meta aðstæðurnar þarna,
einangrunina og rólegheitin. Hún
Síðasti hluti
Hér lýkur Guðjón að segja frá reisunni á Langanes 1980.
Sumir minnast þess að hafa séð sjónvarpsmyndina af þess-
um magnaða leiðangri, þar sem 30 manns notuðu 4 bfla og
einn togara til þess að nýta sögufræg hlunninndi, rekavið-
inn.
f fyrsta hluta frásagnar sinnar lýsti Guðjón nokkuð gömlu
Skálabyggðinni, sem nú er í eyði. Þar voru á þriðja hundrað
manns þegar flest var á árunum 1925-30. í öðrum hluta
ferðasögunnar fór hann síðan með okkur í Árvík, Skoruvík
og á Miðeyri.
Lokaáfanginn var á Lambeyri. Hún er ysti staðurinn á
Langanesi þar sem reka festir að ráði og varla hægt að taka
land utar nema í rjómablíðu. En eins og Guðjón segir er slíkt
veður afar sjaldgæft við Langanes, þar sem straumar eru
stríðir og landvar lítið.
170 Heima er bezt