Heima er bezt - 01.05.1983, Síða 33

Heima er bezt - 01.05.1983, Síða 33
 Fengur að þessu gamla meistaraverki Cervantes! DON KÍKÓTI FRÁ MANCHA Rvík 1982. Almenna bókafélagið. Þar er komið lokabxndi af hinni frægu sögu, og geta menn nú skapað sér hug- mynd um hið sígilda listaverk. En frægðin ein er ekki nóg. Tímarnir og umhverfið breytist og er allt svo óendanlega frá- brugðið því sem er á vorum dögum að mörgum verður erfitt að fóta sig þar. En undir niðri er manneðlið alltaf hið sama, í hvaða föt sem það verður fært. Ég held satt að segja, að þeir verði fáir, sem lesa bókina spjaldanna á milli, og er slíkt ver farið. En hinsvegar eru einstakir kaflar hennar þannig, að menn lesa þá sér til fullrar ánægju hvað eftir annað og er það meira en sagt verður um sitthvað af því sem skrifað er í samtíð vorri. Og óneitan- lega er fengur að því að fá þetta gamla meistaraverk á íslensku í óstyttri þýðingu. Sundurleitt en læsilegt Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli: DAGAR MÍNIR OG ANNARRA Akureyri 1982. Skjaldborg. Þetta er 4. bindið af ritsafni Einars Kristjánssonar. Hin fyrri þrjú eru endur- minningar hans, og eru margir kaflar þar frábærlega vel sagðir, og minninga- bækurnar hinar merkustu. En nú bregður hann yfir á nýtt svið. Hér er safnað alls- konar efni og um margt sundurleitu, svo sem útvarpserindum, tækifærisræðum og fleira. Enda þótt mér þyki þetta bindi sem heild ekki standa jafnfætis hinum fyrri er það hið læsilegasta. Einar hefir alltaf eitt- hvað að segja og kemur lesandum eða áheyrandanum oft skemmtilega á óvart, kannske aðeins með einni setningu, eða stuttri sögu, eða hann bregður sér á vit fornsagnanna. Af öllu þessu fær lesandinn skemmtilega bók, sem betur er prentuð en geymd niðri í handritaskúffu. Umsagnir um bækur Stúlkan fékk piltinn og kastalann Snjólaug Bragadóttir: LEIKSOPPUR FORTÍÐARINNAR Rvík 1982. Örn og Örlygur. Ég hugsa að fleirum hafi verið farið eins og mér, að þeir hafi beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir nýrri sögu Snjólaugar frá Skáldalæk, og því þá ekki síst, að hún brygði sér að einhverju leyti inn á nýjar slóðir. Og vissulega gerir hún það í þessari sögu. Söguhetjan er að venju ung stúlka gáfuð og geðug, en í stað einhvers venju- legs ástarætintyns í íslenskri sveit eða kaupstað, þá er sögusviðið nú gamlar aðalshallir í Skotlandi, því að stúlkan er hálærður fornfræðingur og hefir fengið starf við að skrásetja og skoða minjar þær, sem kastalarnir geyma, og eigendunum mörgum er lítt kunnugt um. En svo kemur það allt í einu upp úr kafinu að hún á ættir að rekja til einnar þessara fornu ætta, og raunar er það boðað þegar í upphafi sög- unnar með allreyfarakenndum atburðum. En allt fer auðvitað vel. Stúlkan fær pilt- inn sinn og gamlan kastala í ofanálag, og Snjólaug sýnir að hún getur fetað nýja slóð í spennandi skemmtisögu. Að gefa hlutdeild í reynslunni Sigrún Davíðsdóttir: BRJÓSTAGJÖF OG BARNAMATUR Rvík 1982. Almenna bókafélagið. Höfundur skýrir hér frá reynslu sinni með að hafa barn á brjósti, en þó henni, eins og vafalaust flestum konum hafi þótt margt erfitt í því efni og vandamálin mörg, verður þetta þó í huga hennar indæll tími, þegar hún hugsar til hans að honum loknum, og hún skrifar bók sína til að gefa öðrum konum hlutdeild í reynslu sinni, svo að þær geti notið brjóstagjafarinnar sem mest og best. Með þessu hugarfari er bókin skrifuð og er þess að vænta, að sem flestar konúr fái lært af henni og notið hennar. Og hver veit, hve miklu góðu slíkt gæti komið til leiðar fyrir hina komandi kynslóð. En það er ekki brjóstagjöfin ein, sem um er rætt, heldur ótalmörg önnur vandamál í lífi brjóstmylkingsins, sem höfundur hefir kannað og leyst. Og ef til vill er besta leiðbeining hennar til annarra kvenna: „að skilja ykkur sjálfar og fá ykkur til að hugleiða ýmislegt í sambandi við næringu þeirra(brjóstmylkinganna).“ Leikritin eru ánægjulegur lestur LEIKRIT SHAKESPEARES, I. BINDI I þýðingu Helga Hálfdanarsonar. Rvik 1982. Almenna bókafélagið. Almenna bókafélagið hefir nú ráðist í það stórvirki að gefa út leikrit Shakespeares, alls 8 bindi í þýðingu Helga Hálfdánar- sonar, og eru í þessu fyrsta bindi kon- ungaleikritin fjögur: Ríkarður 2., Hinrik 4., fyrra og síðara leikrit, og Hinrik 5. Þýðandinn skrifar stutta ritgerð um Shakespeare og samtíð hans, einnig ætt- arskrá þeirra Bretakonunganna og loks athugasemdir og skýringar. Léttir þetta allt lestur leikritanna og eykur skilning lesandans, og því mikil bókarbót. Ekki hefir það verið neitt áhlaupaverk að þýða leikrit Shakespeares og búa þeim þann ís- lenska búning, er í senn hæfi hinum frægu ritum og íslenskri tungu. Ekki kann ég að dæma um, hversu vel er fylgt frumtexta, en þýðandinn er löngu kunnur fyrir vandvirkni í því efni. En hitt má vera hverjum lesanda ljóst, að hvarvetna er reisn yfir hinum íslenska búningi, en um leið sneitt hjá sérviskulegri fyrnsku, að ekki sé talað um lágkúru þá, sem vér þekkjum alltof vel frá þýðingum, þar sem þýðanda skortir vald á báðum málunum, en þó ef til vill einkum íslenskunni. En Helgi bæði kann íslenska tungu og ann henni, svo að fáir eru honum þar fremri. En einmitt málsmeðferð hans gerir leikritin að ánægjulegum lestri, enda þótt þau séu fremur ætluð til sýningar en lestrar, og njóti sín þannig fyrst til fulls. Það svíkur engan að lesa Shakespeare í þýðingu Helga. Eitt hefði ég þó kosið til bóta. Höfundur íslenskar nöfn persón- anna og fer vel á því, en mér finnst nauð- syn hefði verið að fylgt hefði skrá yfir ensku nöfnin til léttis þeim, er kynnu að lesa frumtextann. Ytri búnaður er látlaus, en aðlaðandi og smekklegur. Heimaerbezt 177

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.