Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 7
Ur ættfræðinni Foreldrar Margrétar og systkini Friðrik Jónsson Sigríður Benediktsdóttir Sigbjörn Brynjólfsson Jóna Vilborg Friðriksdóttir L Kjartan Runólfsson Margrét Sigríður Sigbjörnsdóttir Birna K. Kjartansdóttir, FriðrikG. Kjartansson, Benedikt R. Kjartansson, Hrafnhildur V. Kjartansdóttir. maður og ekki síst fyrir mína hönd. Hann hafði ætlað í menntaskóla en varð að hverfa snemma frá námi vegna augnsjúkdóms. Honum var mikið í mun að ég færi í menntaskóla en kannski var einhver angi af uppreisn í mér, ég vildi ákveða sjálf hvað ég ætlaði að læra. Eg taldi gott að fara í eitthvert nám þar sem ég fengi réttindi og væri þá örugg með að fá góða vinnu. Ég hafði líka alltaf haft mjög gaman af því að búa til mat og ég held að eldri frænkur mínar, sem oft voru heima á sumrin, hafi átt fyrstu uppástunguna að þessum skóla. Hússtjórnarskólinn sem slíkur er ekki til í dag heldur er hússtjórnarfræðslan valnám í Kennaraháskóla íslands en þetta var heilmikið nám og mjög lærdómsríkt og það sér maður enn betur þegar frá líður. Margt fannst okkur þá vera mjög gamal- dags og ég hef gjaman sagt mínum nemendum frá því að á þessum tíma vorum við í sérsaumuðum sloppum með svuntur og kappa. Við óttuðumst það mest að einhver kunningi utan úr bæ kæmi í heimsókn og sæi okkur í þessari múnderingu. En þetta var mjög gott nám, bæði bóklegt og verklegt og útskrifaði okkur sem hússtjórnar- kennara eftir 3 vetur og 1 sumar. Skipulagið var þannig að fyrst vorum við einn vetur í skólanum í Reykjavík og fengum svo sumarfrí. Þá kom annar vetur í Reykjavík, sumardvöl á Laugarvatni og þriðji veturinn í Reykjavík, þannig að síðasta törnin var ansi löng. Á Laugarvatni vorum við með nema; 13-14 ára gamlar stelpur, sem við kenndum og hugsuðum eiginlega alveg um. Við vorum líka með heilmikla garðyrkju. í maí vorum við í garð- vinnu og settum niður grænmeti, svo voru kennsluæfing- ar í júní og júlí og í ágúst tókum við upp grænmetið og útbjuggum til vetrarins. Fjölskyldumynd frá Þorvaldsstöðum. Kjartan Run- ólfsson og Jóna Vilborg Friðriksdóttir með börnin; Birna Kjartansdóttir, Rúnar Kjartansson, Friðrik Kjartansson og Margrét Sigbjörnsdóttir. Maki og börn Um það leyti sem ég kláraði skólann var ég búin að finna mér maka. Maðurinn minn heitir Sigfús Grétarsson og er ættaður að norðan en afi hans og amma í móðurætt, Sigfus Jóelsson og Birna Steingrímsdóttir, bjuggu á Reyðarfirði í mörg ár. Sigfús eldri var skólastjóri bama- skólans á Reyðarfirði og síðar námsstjóri Austurlands. Sigfús yngri, maðurinn minn, ólst upp á Reyðarfirði til sjö ára aldurs en þá flutti ljölskyldan til Reykjavíkur. Móðir Sigfúsar heitir Bergþóra Sigfúsdóttir og faðir hans heitir Grétar Guðbergsson. Við hófum búskap og eignuð- umst okkar fyrsta barn, Friðrik Atla, 1975, sama ár og ég útskrifaðist úr skólanum. Þá var Sigfús að byrja í há- Heima er bezt 163

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.