Heima er bezt - 01.05.1996, Blaðsíða 21
við storma þess og strengjaslátt
stöðugt glaður uni.
Vertu glaður, vinur hér,
vinn með trú ogfestu,
þá mun guð og gæfan þér
gefa launin bestu.
Og næst gefum við Óskari Þórðarsyni frá Haga orðið,
en fyrsta vísa hans að þessu sinni nefnist
Um „alltmulig“-manninn.
Mér hefur löngum boðist basl
en býsna lítill gróði.
Oft hef ég getað ónýtt drasl
endurnýjað, góði.
Á gamals aldri.
Þegar ellin kreppir kló
kuldans fæ að gjalda.
Meðan ég get mokað snjó
mun ég lífi halda.
Skáldamál.
Það á að gera skáldum skil
á skemmtilegan máta.
En af hverju þau urðu til
er mér jafnan gáta.
Um hestamennsku.
Þó ég engan eigi hest
og ekki taumhald kunni,
skil ég þann sem skeiði mest,
skerpu og tölti unni.
Askorunin
Óskar Sigtryggsson segir eftirfarandi í bréfi til þáttar-
ins, um svarvísur Óskars Ingimarssonar og Kára Korts-
sonar við vísum hans, í 38. þætti:
„Ekki var það meining mín, þegar ég sendi þættinum
vísurnar þrjár, með þeim skýringum, sem þeim fylgdu, að
í því kynni að felast ögrun. Hins vegar var þetta sett fram
í tilefni af heiti þáttarins, til glöggvunar fyrir þá, sem
kynnu að lesa hann en hefðu ekki sjálfir kynnst þeim
reglum, sem ég hafði í æsku komist í námunda við, í
sambandi við þá athöfn „að kveðast á.“
Eg læt ógert að svara að hætti nafna míns, með tvöföld-
um skammti, þar sem ég hygg að áframhaldandi margföld-
un af þessu tagi, kynni brátt að verða þættinum banabiti.
Því læt ég þetta nægja:
Nú „fór í verra “ nafni klár,
ég naumast vildi þig hrella.
Þó vísurnaryrðu óvart þrjár,
það ei var meint sem nein brella.
Með bestu óskum.“
Það er umsjónarmanni þáttarins ljúft að upplýsa, að
hvorugur þeirra Óskars og Kára tók vísum þínum, Óskar,
sem ögrun, miklu frekar höfðu þeir gaman af og skemmt-
un við að svara þínum ágætu vísum. Enda hygg ég að öll-
um sé ljóst að hér í þessum þætti er flest til gamans gert á
vísnasviðinu og þegar svo vel tekst til að menn taka að
kveðast á, þá er það eingungis til að krydda efnið svolítið.
Og fróðleikur er alltaf vel þeginn.
Sammála er ég þér um það að ekki sé hægt að kveðast
endalaust á, einhver hæfilegur endir verður þar á að verða
hverju sinni, þó undirritaður setji mönnum ekki endilega
neinar skorður í því efni.
Frá því að 38. þáttur fór á prent hefur það skeð, að okk-
ar ágæti Óskar Ingimarsson, er látinn, og söknum við þar
svo sannarlega „vinar í stað.“ Óskar var einn af betri hag-
yrðingum þessa lands og átti afskaplega auðvelt með að
varpa fram góðum stökum, auk þess að vera jafnvígur á
flest önnur form ljóðagerðar. Hann var einnig þjóðkunnur
fyrir þýðingar sínar og fræðistörf.
Við endum þáttinn að þessu sinni með því að varpa
fram nýrri áskorun frá Kára Kortssyni og að þessu sinni
hefur hann uppi tvær vísur og skorar á ykkur, lesendur, að
svara henni þannig að vísa ykkar hefjist á sama orði og
fremst er í síðustu línu seinni vísu hans, þ.e. orðinu
„oijarl.“
Vísumar nefnir Kári:
Stráið
Stráið eitt þar stendur í
stormi Fróns á velli,
bylur frosts og fanna því
farga vill í hvelli.
En það bognar, býður enn
byrginn þessum öflum,
áður fyrr og aftur senn
ofjarl reynist sköflum.
Látum við lokið þættinum að sinni en minnum, eins og
jafnan áður, á heimilisfangið sem er:
Heima er bezt,
Póstliólf8427,
128 Reykjavík.
WÍHtH
Heima er bezt 177