Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Qupperneq 35

Heima er bezt - 01.05.1996, Qupperneq 35
stæðra þjóðflokka nefnast þroskaðri ein- staklingar dulspekingar, því næst prestar og smám saman skapast hugmyndin um stofnun kirkju. Því næst kemur tímabil skynseminnar, þegar skynsemin lætur sér ekki nægja blinda trú á eitthvað óþekkt, þegar móðurmjólk kirkjunnar nægir ekki til þess að seðja hungur sálar- innar. Þá krefst sálin kjammeiri fæðu og ef hún er meinuð henni, slítur hún tengslin við kirkjuna, sem áður veitti fræðslu og skjól, en dregur nú aðeins úr þroska sálarinnar. Skynsemi mannsins krefst meira frjálsræðis og næringar, sem henta henni og verður að leita hennar annars staðar. I þeirri baráttu, sem þá á sér stað milli uppreisnargjams unglings og móður kirkjunnar, sem reynir til hins ítrasta að viðhalda valdi sínu yfir bam- inu, mun trúin, sem áður nægði sem nær- ing, valda viðbjóði. Henni mun þá, um- fram allt, verða hafnað og trúarkenningar fortíðarinnar rifnar upp með rótum. Því næst kemur tímabil, þegar bamið hefur þroskast í ungling, sem sjálfur hefur kannað sorgir og unaðssemdir, and- streymi og velgjörðir, af eigin raun. Þá hefur hann lært að meta eigið hyggjuvit og takmörk þess. Þá mun hann á ný hug- leiða trúna, sem hann hafnaði og viður- kenna að hún hefur sína fegurð og verð- leika. Þá viðurkennir hann að þó trúin sé ekki nægileg næring sálinni, nema í bemsku, þá er þó skynsemin ein, án trú- ar, nauðþurftamæring, sem megnar ekki að halda sálinni virkri og vakandi, því nú hefur hún uppgötvað hinn óendanlega og takmarkalausa alheim, með öllum þeim leyndardómum, sem skynsemin ein megnar ekki að skýra. Því mun maður- inn snúa á ný til trúar og reyna að sam- rýma hana skynseminni og þá mun hvort tveggja hjálpa hinu. Trú og skynsemi er nú aðalkenningin, frumreglur frá tveimur ólíkum hugmyndasviðum í andaheimi. Trúin er líffijó trúarbragða og kirkjunnar og skynsemin heimspekinnar. Þessar tvær meginkenningar, sem fljótt á litið eru andstæðar hver annarri, blandast þó, engu að síður, í andlegum þroska, og sál, sem er í jafnvægi, hefur þessar kenning- ar þroskaðar til jafns Ef önnur kenningin er öflugri hinni mun einstaklingurinn, hvort heldur hann er dauðlegur eða andi, verða þröngsýnn og meta lífsviðhorfin eftir því. Sál hans má líkja við tvíhjóla kerru, þar sem lítið og stórt hjól eru á sama ási, og kemst ekki áfram fyrr en úr er bætt. Maður getur verið mjög vandur að sannleikanum, en ef skynsemi hans og siðgæðiskennd eru misþroskuð, mun sál hans líkjast þjóðvegi með alls konar vegartálmum. Svo hinir fíngerðu geislar frá sól sannleikans ná ekki að skína í gegn. Þeir brotna á tálmunum og ná ekki sálinni, eða ef þeir ná henni, gefa þeir svo skakka mynd af sannleikanum að þeir geta orðið uppspretta fordóma og rangtúlkana. Skynsemina má kalla augu sálarinnar og ef sú sjón daprast verður sálin í myrkri, hversu heitt sem hún þráir birtuna. Hina andlegu sjón þarf að nota og þroska svo hún sjái skýrt og vel. Blind, fáfróð trú er engin trygging gegn villu. Saga trúarofsóknanna á öllum tím- um er vissulega sönnun þess. Hinir miklu hugsuðir og mannvinir heimsins voru menn með jafnvægi í skynsemi og siðgæðisvitund. Sérhver eiginleiki sálar, andlegur jafnt og siðferðilegur, hefur sinn ákveðna lit- geisla (áru). Blöndun þeirra gefur hina fögru regnbogaliti, sem renna saman og mynda fullkomna heild. Hjá vissum ein- staklingum þroskast ýmsir hæfileikar mishratt. Hjá öðrum virðast ýmsir and- legir og siðgæðislegir eiginleikar blunda, sem ósáin fræ, en þeir finnast þó og munu taka að þroskast síðar í jarðlífinu eða i eilífðinni, þar til þeir hafa náð full- um þroska. Hið illa þroskast oft af þroskaskorti á siðgæðiseiginleikum vissra einstaklinga og ofþroskun annarra. Þær sálir, sem nú byggja hin lægri svið, verða þar að gang- ast undir nauðsynlegt uppeldi og ögun til þess að vekja til virks lifs mókandi sið- gæði og þó sú ögun kosti þjáningar og böl á meðan á því stendur, þá er hún þó nauðsynleg vegna lokatakmarksins. A því sviði, sem ég dvel nú á, fyrir- finnst dásamlega fögur höll, sem Bræðralag vonarinnar á. Þar er fundar- salur allra félaga í bræðralagi voru. Þar er fagur salur, byggður úr efni, sem svar- ar til hvíts marmara. Þetta er fyrirlestra- salurinn. Þar mætum við til þess að hlýða á erindi flutt af þroskuðum öndum frá æðri sviðum. Á endavegg salarins er dýrlegt málverk, sem er nefnt „Hinn fullkomni maður.“ Það á að tákna mann, eða öllu heldur engil, sem er tiltölulega fullkominn. Eg segi tiltölulega fullkom- inn, því jafnvel sá mesti fullkomleiki, sem við getum hugsað okkur, getur verið eins afstæður við enn meiri möguleika til fullkomnunar, sem verður alltaf að vera framundan. Ólikt Alexander, sem harmaði að hann skyldi ekki getað sigrað fleiri heima, finnast engin takmörk fyrir landvinn- ingamöguleikum sálar og siðgæðis. Al- heimur sálarinnar er jafnóendanlegur og eilífur eins og efnið. Á málverkinu er þessi tiltölulega full- komni engill látinn standa á hæðsta tindi himneskra sviða. Jörðin og svið hennar liggja langt fyrir neðan. Augu hans mæna í furðu, gleði og lotningu til fjar- lægra sviða, sem liggja ofar mannlegum mætti að ná til, svæða utan sólkerfis okk- ar. Þau eru hið fyrirheitna land engilsins. Engillinn ber roðagullinn hjálm á höfði, tákn andlegs styrks og sigurs. í vinstri hendi heldur hann á silfurskildi, vemd trúarinnar. Klæði hans em mjallhvít, tákn hreinleika sálarinnar og þandir vængir hans tákna hæfni sálarinnar til þess að hefa sig til flugs og fljúga upp á æðsta svið alheimsins. Á bakgrunninum em hvít ský, brydduð regnbogalitum, sem fljóta saman í fullkomið samræmi og tákna að engillinn hafí náð fullkomn- um þroska allra sálar- og siðgæðiseigin- leika. Hinn ríki litblær málverksins, hreinleiki hins mjallhvíta litar og ljómi logandi lita, er ólýsanlegur. Enginn jarð- neskur pensill gæti málað þannig og þó er mér sagt, að myndin standi langt að baki fmmmyndinni, sem finnst á allra æðsta sviðinu og er af fyrrverandi stór- meistara í bræðralagi vom, sem er horf- inn til sviða utan takmarka sólkerfis okk- ar. Eftirmynd af þessu málverki finnst í byggingum Bræðralags vonarinnar í æðsta hring hvers jarðsviðs og táknar þau bönd, sem liggja á milli bræðralags vors frá sviði til sviðs, allt upp í æðstu svið sólkerfisins og um leið þau tak- mörk, sem allir geta stefnt að, um alla ei- lífð. Já, sérhver okkar, jafnvel sá minnsti og aumasti meðal vor, sem dvelur á lægstu sviðum, jafnvel hin auðvirðileg- asta sál, sem berst þar í myrkri og synd, er ekki útilokuð, því allar sálir era jafnar fyrir Guði og ekkert, sem einum hlotn- ast, getur ekki fallið öllum í skaut, ef þeir beijast hinni góðu baráttu. Þannig er sú þekking, sem ég hef öðlast, þannig þær trúarskoðanir, sem ég hef meðtekið síðan ég yfirgaf jarðlífið. Ég get ekki sagt að ég hafi séð að einhver ákveðin trúarkenning hjálpi eða seinki þróun sál- ar, nema ef vera skyldi að vissar trúar- stefnur hafi tilhneigingu til að herpa sál- ina og deyfa skírleik sjónarinnar og mgla hug hennar í mati á réttu og röngu. Við það glatar hugurinn því fulla frelsi, sem eitt stoðar til flugs til æðri sviða. Ég hef ritað þessa frásögn af vegferð minni, í þeirri von að meðal lesenda hennar finnist einhverjir, sem telji það ómaksins vert að meta hvort hún sé ekki það, sem hún gefur sig út fyrir að vera, sönn frásögn. I Heima er bezt 191

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.