Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1996, Síða 36

Heima er bezt - 01.05.1996, Síða 36
HUSSTJORN A HALLORMSSTAÐ Einnig finnast þeir, sem misst hafa dýrmæta ástvini, sem ekki eru dánir, ef þeir þræða stig sannleikans og góðverka. Ég bið syrgjendur að öðlast trú og þá von, að ástvinir þeirra, jafnvel þó í villu gangi, séu ekki glataðir, ekki vonlausir, jafnvel þó fallið hafi fyrir eigin hendi og við aðstæður, sem virðast útiloka hverja von. Ég bið ykkur að hugsa um allt, sem ég hef sagt og bið að þið ígrundið hvort bænir þeirra og samúð geti ekki hjálpað þeim, sem þarfnast allrar þeirrar hjálpar, sem unnt er að veita. Frá heimili mínu í hinu sólbjarta landi, sem líkist svo mjög ættlandi mínu, hverf ég nú til starfa á jarðsviðinu, meðal þeirra, sem eru óhamingjusamir. Ég vinn einnig að því stóra verkefni, að koma á andasambandi milli lifenda og dauðra. Hluta hvers dags dvel ég hjá ástvinu minni og mér er nú unnt að hjálpa henni og vemda, á ýmsan hátt. í heimili mínu í andaheimi hef ég einnig þá ánægju að fá í heimsókn fjölda vina og leiðbeinenda frá vegferð minni og síðar í þessu sólbjarta landi. Ég er umvafinn minningum um ást og vináttu. Ég bíð, glaður í huga, þeirrar ham- ingjustundar þegar pílagrímsganga ást- vinu minnar er á enda, þegar kveikur lífs hennar er útbmnninn og jarðstjama hennar er sest, þá mun hún sameinast mér í enn bjartara heimili, þar sem okkur báðum mun skína eilíflega trúarstjama vonar og ástar. Sögulok Eftirmáli þýðanda. Ég fæ ekki annað séð, en að efni þessarar sögu falli að öllum fegurstu fyrirheitum heilagrar ritningar, um kærleika Guðs, langlundargeð hans og fyrirheit um eilíft líf öllum, sem trúa og iðrast synda sinna. Hún fjall- ar, á mjög athyglisverðan hátt, um „hreinsunareldinn,“ sem allir verða að komast gegnum, hver eftir fyrra líf og breytni. Ég vona að efni sögunnar veki marga, sem trúa, til endurmats á lífi þeirra og breytni. Takmark okkar allra á að vera „kærleikur,“ að breyta þannig við náungann, sem við óskum að hann breyti gegn oss. Þá mun skapast nýtt andrúmsloft friðar og mannkærleika meðal hins hrjáða mannkyns. Til þess þarf endurmat og ný lífs- viðhorf. Framhald afbls 168 að ganga nánast í klaustur hér. Það var ímyndin sem hún hafði af skólan- um. Þessi ímynd er auðvitað góð, en við verðum að gæta okkur að ganga ekki of langt, það er gott að halda í hefðir en við verðum að laga þær að nútímanum. En varðandi vetrarhjálp- ina, þá eyðilagði ég hana, kannski því miður. Það gerði ég með því að bjóða piltunum hér inn, nema auðvitað þeir kæmu að næturlagi, þá bað ég þá vin- samlegast að koma aftur daginn eftir, á eðlilegum heimsóknartíma. Þá var þetta ekki lengur forboðið og spenn- an fyrir bí. Framtíð skólans Ég hef hugsað mikið um þennan skóla og velt fyrir mér hvernig fram- tíð hans verði best fyrir komið. Það hefur verið barningur að halda hon- um gangandi, ekki vegna þess að það vanti nemendur heldur vegna þess hvað skólinn er lítill og þar af leið- andi óhagstæð rekstrareining. Verk- nám er miklu dýrara nám en bóknám og við höíúm enga stóra bóknáms- bekki hér til að fela verknámið í, kostnaður er öllum sýnilegur. Við höfum í staðinn reynt að reka skólann á eins hagkvæman hátt og við höfum getað með því að halda starfsmanna- haldi í algjöru lágmarki en fela nem- endum ýmis verk og gera dagleg störf hér hluta af námi þeirra. Um tíma var ég orðin svo áhyggjufull yfir framtíð skólans að ég var farin að trúa því að það væri honum fyrir bestu að vera undir hatti annars og stærri skóla, t. d. Menntaskólans á Egilsstöðum, og vera þannig deild við hann. En ég er horfin ffá þessu aftur. Hússtjórnarskólinn á Hallorms- stað verður alltaf sérskóli og öðruvísi en aðrir skólar. Kostnaður verður alltaf svipaður, eigi starfsemin að vera á þessu róli og það er í raun stefna skólanefndar að svo verði. Ég vona að við getum fjölgað nemend- um með einhverjum ráðum. Það hef- ur t.d. verið ræddur sá möguleiki að byggja gistiálmu við grunnskólann á Hallormsstað. Þar er rekið sumarhót- el og gistirými er heldur lítið. Ég hef aðeins velt því fyrir mér hvort Hús- stjórnarskólinn gæti nýtt slíka gisti- álmu fyrir sína starfsemi á veturna og þannig fjölgað nemendum. Við höf- um bara eina kennslustofu en það er svigrúm fyrir aðra slíka og það gæti breytt rekstrargrundvellinum. Börnin í skóginum Það æxlaðist þannig að Sigfús tók við skólastjórastöðu við Hallorms- staðarskóla eftir að við höfðum verið hér í eitt ár og hann situr að því góða brauði enn. Þessi ár hér á Hallorms- stað hafa verið mikill hamingjutími fyrir fjölskylduna. Árið 1989 eignuð- umst við litla telpu, Hildi Þóru, þannig að börnin eru nú orðin þrjú. Bömin eru auðvitað það mikilvæg- asta sem við eigum og hamingjan er fólgin í þeim. Litla prinsessan hefur vaxið upp hér í skóginum eins og trén. Börnin mín, sérstaklega þau tvö yngri, mega ekki til þess hugsa að búa annars staðar en á Hallormsstað. Það fylgja því margir góðir kostir að búa hér og starfa en sá stærsti er að búa með börnunum sínum í svona yndislegu umhverfi og svona vernd- uðu og gefandi samfélagi. Það má segja að íbúamir hér séu eins og ein stór og góð fjölskylda og hér er mjög gott mannlíf, sem hefur verið gott að vera þátttakandi í. Hér snýst allt um uppeldi, bæði skólastarf og skógrækt. Það er í raun einstakt tækifæri að fá að vera hér. Tveir skólastjórar á einu heimili Auðvitað geta komið upp árekstrar þar sem tveir skólastjórar búa á sama heimilinu en þó einkum vegna þess A 192 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.