Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Side 11

Heima er bezt - 01.06.1996, Side 11
Handverk Ég tók þátt í að stofna „Alþýðulist,“ sem er félag handverksfólks hér í héraðinu. Upp- hafið hjá mér var það að við tókum okkur saman nokkrar konur og stofnuðum á Sauð- árkróki, menningarfyrirbæri sem var kallað „Kvennasmiðjan.“ Það fór af stað með miklu bauki og bramli og voru skráðir yfir 100 félagar. Þetta gufaði fljótlega upp en eitt af markmiðunum sem við settum, var að stuðla að atvinnusköpun kvenna og styrkja konur. Við héldum markaði fyrir heima- vinnufólk. Við settum auglýsingu í blöð og fréttabréf heim á hvern bæ. Blað, sem eng- inn sá og það skilaði sér ekki nokkur, þannig að ég tók mig til og hringdi í fólk sem ég vissi að var að gera eitthvað, vítt og breitt um héraðið. Flestir voru svo hógværir að þeir sögðu að það væri ósköp lítið og ómerkilegt sem þeir væru með. En þetta varð heilmikið flóð af vörum, sem var komið með og selt fyrir töluverð- ar upphæðir. Það voru þrisvar sinnum haldnir svona markaðir, og gekk vel. En eins og ég sagði þá lognaðist þetta út af, en margar hugmyndir „Kvennasmiðjunnar“ eru nú að komast í framkvæmd og konumar hafa haldið áfram að starfa. Um þetta leyti var verið að senda menn út um landið til að kynna ýmislegt í sambandi við atvinnusköpun. Þá var haldinn fundur á vegum Byggðastofnunar og Iðnfull- trúa Norðurlands vestra, í Varmahlíð. Við fórum þangað og þar var kosin nefnd, sem átti að hrinda einhverju af stað. Sú nefnd gleymdi sér, svo að við tókum okkur til, nokkur, sem vorum þama, bæði kosin og ókosin, og drif- um þetta félag okkar af stað. Félagið heitir „Alþýðulist" og eru á milli 40 og 50 félagar í því. Þetta er orðið heil- mikið batterí eftir að við ákváðum að byggja hús í Varmahlíð. Þetta hús, sem við ætlum að reisa gerum við í félagi við Fléraðsnefnd Skagfirðinga, Ferðamálafélag Skaga- fjarðar og Siglufjarðar og Menningarsetur í Varmahlíð. Alþýðulist á 30%. Það var stofnað einkahlutafélag um húsið, sem heitir „Ferðasmiðjan," og sér það um bygg- ingu og rekstur þess. Þetta er mjög spennandi verkefni og ég veit ekki um neitt þessu líkt annars staðar. Hjörleifur Stefánsson arkitekt teiknaði húsið, þetta er þjóðlegt hús með nýju sniði. Það verður með torfþaki og útveggir klæddir með rekaviði, lítið af gluggum á veggjum, tveir gluggar á framhlið og einn hátt á hvorum stafni en síðan verða þakgluggar. Það verður tofhleðsla á endum og bak- hlið og grágrýti á gólfi. Þetta verða 70 fermetrar, og möguleikar á stækkun seinna meir. Þarna er hugmyndin að upplýsingafulltrúi ferðamála starfi að sumrinu og að handverksfólk verði þarna með sölu. Það verða sýningar- Ýmsir handverksmunir eftir Póreyju. skápar og reynt að hugsa um að hlutirnir njóti sín sem best. Sérstök gæðanefnd mun velja inn hluti og við ætlum að reyna að hafa úrvalið þarna. Svo verður hægt að vísa út í héraðið, þangað sem hlutirnir eru framleiddir. Þetta verður fléttað saman við ferðaþjónustuna og fólk getur þá farið á ýmsa staði, skoðað og verslað. Til dæmis í Glaumbæ, þar verða hlutir sem tengjast safninu á ein- hvern hátt. Þannig verður valið markvisst það, sem teng- ist hverjum stað fyrir sig. Ég er fulltrúi Alþýðulistar í sambandi við þetta hús og hugmyndin er að húsið verði komið upp seinni partinn í sumar eða haust. Þá verður hægt að nota það sem vinnu- stað í vetur. Ég held að þetta geti orðið okkur til fram- dráttar. Staðsetning í Varmahlíð er mjög góð. Þarna fara allir um sem fara hringveginn. ;wmw Heima er bezt 207

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.