Heima er bezt - 01.06.1996, Side 12
Alþýðulist er orðið töluvert stórt félag í dag og mikil
breidd í því, sem fólk er að gera og fáir eru að gera sama
hlutinn. Við höfum verið með mörg námskeið, sem hafa
verið vel sótt. Það er nauðsynlegt að fólk prófi margt og á
endanum finnur það eitthvað, sem hentar því og verður
þá aðalatriðið hjá hverjum og einum. Við verðum að
vinna við að framleiða hluti, sem við höfum gaman af að
gera. Þannig næst bestur árangur, annars verður engin
sköpun. Einstaklingurinn verður að fá að njóta sín.
Við höfum farið og tekið þátt í sölusýningum eins og til
dæmis á Hrafnagili, í Kringlunni og á fleiri stöðum. Þá
höfum við alltaf selt fyrir dálitlar upphæðir þó að það
skipti kannski ekki sköpum hjá neinum enn sem komið
er. Vonandi eykst það. En þetta er líka svo mikið félags-
legt atriði, það er svo margt sem spilar inn í. Svona vinna
kemur á tengslum á milli fólks, sem annars væru ekki.
Ég hef alltaf verið dálítið afskiptafsöm og nógu
frökk til að láta ljós mitt skína,
þó að það logi kannski
ekki alltaf skært. Ég hef
mikinn áhuga á að konur
komi sér og sínu á framfæri og
hef aðstoðað dálítið við það. Við eig-
um að vera við sjálfar en ekki bara konur mannanna okk-
ar. Ég kynni mig t.d. aldrei sem konuna hans Jóhanns. Ef
fólk áttar sig ekki á því hver ég er án þess að tilgreina að
ég sé giflt einhverjum, þá læt ég það vera þeirra vanda-
mál. Það eru ýmis atriði sem mér finnst ábótavant í þess-
um efnum. Ég held til dæmis að Jóhann hafi aldrei verið
spurður að því hvort hann sé maðurinn hennar Þóreyjar.
Hins vegar þá er ég ekki alltaf Þórey í Keflavík, heldur
konan hans Jóhanns.
Við hér á íslandi eigum of langt i land með jafnrétti
kynjanna. Þetta eru ekki hlutir sem verður breytt í nein-
um hvelli. Það er ekki vegna illmennsku eins eða neins,
þetta er svo samgróið fólkinu, okkur konunum ekki síður
en körlunum. Hver er það, sem dregur sig í hlé ef eitt-
hvað er? Hver er það, sem hleypur til að þjóna? Og hver
er það, sem elur upp strákana? Við megum ekki gleyma
því að við erum að ala upp eiginmenn annarra kvenna.
Ég er ekki viss um að mér hafi tekist neitt sérstaklega vel
með syni mína hvað kerlrembugenið snertir. Vonandi eru
þeir bara að stríða mér en annars verð ég að segja við
verðandi tengdadætur, ef einhverjar verða: „Fyrirgefið,
en ég reyndi þó.“
Börnin og framtíðin
Það er mikils virði að eiga góð börn og dugleg að vinna
fyrir sér. Jón Axel er að klára bifvélavirkjun og vinnur á
Sauðárkróki.
Stella Hrönn varð stúdent í fyrra og er að vinna í Fisk-
iðjunni núna. Hún hefur alltaf unnið með skólanum og
verið mjög dugleg. Hún tók stúdentspróf á tveimur braut-
Nokkrir handverksmuna Þóreyjar.
um, vann 60% vinnu í Kaupfélagi Skagfirðinga og fékk
fimm kíló af verðlaunum í útskrifltinni. Hún fékk viður-
kenningu fyrir ensku, þýsku, dönsku og íslensku. Franska
var það eina sem hún fékk ekki verðlaun íyrir. í haust fer
hún í Ferðamálaskóla íslands. Hana langar í hótelskóla en
það er of dýrt.
Jóhann Oddgeir vinnur í Fiskiðjunni. Hann var í grunn-
deild Málmiðna en hætti vegna kennaraverkfallsins síð-
ast liðinn vetur og hefur ekki komist af stað aftur. Því
miður er hann ekki einn um það en það breytist vonandi.
Gangur lífsins
Það er töluvert öðruvísi að búa hér en í Húnavatnssýsl-
unni. Hér vantar víðáttuna. Ég er fædd og uppalin 240
metrum yfir sjávarmáli en er komin niður undir sjávar-
mál hér. Við eigum trillu og stunduðum sjóinn áður, en
höfum ekki gert það s.l. þrjú ár. Það er svo dýrt að halda
úti trillunni að við höfúm ekki efni á því. Nú er hún
bundin við gám norðan við húsið og telst vera landróðra-
bátur á túnfiskveiðum. Við gerðum það ofit, okkur til
skemmtunar, að fara á færi og sigla. Börnin höfðu mjög
gaman af því. Það er regluleg afslöppun að fara á sjó. Nú
erum við bara tvö að gutla í búskapnum en börnin hjálpa
til þegar þörf er á og þau geta.
í rauninni er mér sama hvar ég bý. Það er alltaf undir
208 Heima er bezt