Heima er bezt - 01.06.1996, Page 13
manni sjálfum komið hvernig manni líður á hverjum
stað. Við erum mjög þægilega staðsett hérna í Keflavík.
Stutt að sækja vinnu og skóla. Hér er líka mokað daglega
ef einhver snjór er. En þó að ég hafi gaman af búskap þá
mundi ég ekki ráðleggja mínum börnum að leggja hann
fyrir sig. Þetta er afskaplega erfitt, raunverulega, ekki
einungis hér á landi heldur svo víða. En það hlýtur að
breytast og það verður að breytast. Það er mjög erfið
staða hjá mörgu sveitafólki. Það verður að þrauka í bú-
skapnum og á engra annarra kosta völ. Allar eigur þess
liggja á jörðunum og fæstir hafa starfsréttindi til annars.
Til þess að vera bóndi þarf samt þekking fólks að liggja á
mörgum sviðum, en það gefur engin starfsréttindi samt
sem áður. Best væri ef hægt væri að skapa fólki lífs-
grundvöll þar sem það á heima og vill vera en því miður
gengur sú óskhyggja ekki upp. Af illri nauðsyn verður
sveitafólk að finna sér eitthvað að gera með búskapnum.
Eitthvað, sem gefur tekjur og skapar lífsgrundvöll. Auð-
vitað geta ekki allir farið í handverk þó að margir geti
það en margir eiga erfitt með að leita fyrir sér og eru
hreinlega uppgefnir. Það er líka í þessu eins og öðru að
það eru ótrúlega margir veggir sem fólk rekur sig á, sér-
staklega konur.
Það er í bígerð að setja á stofn lánatryggingasjóð
kvenna. Það finnst mér mjög spennandi og ég held að
það geti orðið gott. Staðreyndin er sú, að konur eiga mun
minna af veðsetjanlegum eignum en karlar og mjög fáar
geta hugsað sér að veðsetja heimili sitt og barna sinna.
Munur á milli kvenna og karla er mikill í þessum efnum.
Ein vinkona mín, sem rekur smáfyrirtæki, fór í banka og
ætlaði að fá lán til að kaupa nýtt tæki. Það eina, sem
bankastjórinn hafði áhuga á að vita, var hvað maðurinn
hennar gerði. Vonandi hefur þetta verið sá eini af tegund-
inni. Karlmaður, sem biður um lán í banka er ekki spurð-
ur að því hvað konan hans geri!
Ég er rótpólitísk að eðlisfari, en ég vinn ekkert í því.
Hlutir þurfa oft að vera í umræðu í mörg ár áður en hægt
er að framkvæma þá. Sem dæmi má nefna sameiningu
sveitarfélaga. Það er eitt sem ég hef viljað árum saman.
En það er hér sem víða annars staðar að mikil sameining
hefur orðið nú þegar á svo mörgum sviðum. Það vantar
bara lokastigið, að þurrka út hreppamörkin.
Ferðalög og fleira
Mig langar til að ferðast, skoða söfn og það sem til-
heyrir gömlum tíma og sjá og kynnast lifnaðarháttum
annara þjóða. Ég hef alltaf haft áhuga á ýmsu grúski,
gamla tímanum og fornleifafræði. Ég fer kannski í það
þegar ég verð orðin gömul, það mundi passa. Mér finnst
gaman að skoða fortíðina og velta því fyrir mér hvernig
fólk fór að því að lifa af harðindi og önnur áföll, bæði hér
á landi og víðar. í sannleika sagt þá er ég ekki alveg sátt
við hve fólk er komið langt frá náttúrunni. Ég held að við
verðum alltaf að hafa jarðsambandið í lagi. Vera í tengsl-
um við umhverfið og bera virðingu íyrir því.
Fyrr á árum ferðaðist ég dálítið um Evrópu. Síðastliðið
sumar fórum við til Sviss og Ítalíu. Það atvikaðist þannig
að ferðaskrifstofueigandi frá Sviss var að koma með
hundrað manna hóp að Hótel Áningu. Hann hringdi á
undan sér og bað um að Jóhann kæmi og syngi fyrir þau
á hótelinu. Hann gerði það, og þegar hann var búinn að
syngja var hann spurður hvort þau mættu ekki færa hon-
um smá gjöf. Þá voru það farmiðar til Sviss. Við fórum
fjögur og skemmtum okkur konunglega.
Síðan fórum við til New York í haust. Þá var Jóhann að
syngja ásamt Kristjáni bróður sínum á vegum Danny
Kaye Playhouse. Þarna var ofboðsleg stemmning og sér-
staklega gaman. Það var fullt hús, 600 manna salur. Þetta
var alveg sérstök upplifun.
Það var reglulega gaman að fara þessa ferð. Þá komst
ég í að gefa eiginhandaráritun í fyrsta skipti á ævinni.
Þarna var finnsk kona, stór og mikil, hún var alveg frá-
bær. Hún spurði mig hvort ég væri konan hans Jóhanns.
Ég sagði henni að Jóhann væri maðurinn minn. Hún bað
mig þá um eiginhandaráritun og sagði að þeir, karlmenn-
irnir, væru ekkert án okkar kvennanna. Henni þótti verst
að Kristján var ekki með sína konu svo að hún gæti
skrifað líka.
Margir tala um að þeir séu svo óöruggir í New York en
ég fann ekkert fyrir því. Við fórum þarna og skoðuðum
ólíka staði, að vísu um hábjartan daginn en mér fannst
það mjög gaman. Það var svo einkennilegt að koma úr
einu hverfi í annað, gjörólíkt umhverfi, mál og yfirbragð.
Við sáum mesta ríkidæmi og sárustu fátækt.
Við vorum á hóteli við Central Park. Það var mjög frið-
sælt, þó að umferðin væri mikil. Umferðin er hæg og ég
er viss um að venjulegur íslendingur yrði brjálaður af
stressi. Fólk notar mikið línuskauta, þá er það fljótara að
fara stuttar vegalengdir, eða þá að það gengur bara.“
Það var orðið áliðið og ég fór að huga að heimferð, eft-
ir að hafa þegið veitingar og skoðað glæsilega handverks-
muni sem Þórey býr til. Hún er sannkölluð listakona á
sínu sviði. Þau eiga það sameiginlegt hjónin, að gera vel
það sem þau gera, hún með handverksmunina sína og
hann sönginn.
Það er gott að sækja þau heim og Þórey segir skemmti-
lega frá. Því miður er plássið í blaðinu takmarkað og þó
að hún hafi frætt mig um margt þá veit ég að það er að-
eins örlítið brot af öllu því, sem hún hefur að segja.
Ég kveð baráttukonuna í Keflavík og gleðst vegna þess,
að Þórey er ein af þeim, sem aldrei gefst upp. í framtíð-
inni mun hún örugglega koma sínum baráttumálum í
höfn, öllum til góðs. Eins og stendur einhvers staðar og
gætu verið hennar orð:
„Ég þori, vil og get.“
ÍHeima er bezt 209