Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.06.1996, Qupperneq 15
„Réttir voru á borði 12 - ég kaus mér álasúpu og var hún ágæt, svo postei-sósu-ket ágætt-góðir karpar, einhvers slags ket frikadellur með rótastöppu, mergjarbúðingur, smáfuglar, ég held snjótittlingar steiktir með stöppu til og sylt- uðum perum, engin önnur syl- tetöy, rjómaflautakaka, ís-sæta- brauðs smákökur með bestu epli; hitt man og þekkti ég ekki. Kaffe strax á eftir.“ í ljósi þess sem fyrir liggur um mataráhuga Magnúsar er sennilegt að hann segi satt um það að hann hafi skrifað niður mataruppskriftir eftir frú Fjeldsted í Noregsdvöl sinni. Ólíklegt má teljast að hann hafi spunnið þetta upp. Uppskriftim- ar kemur hann svo með heim til Is- lands og í anda upplýsingarmanna hefur hann auðvitað reynt að breiða út þessa þekkingu. Hins vegar gat verið erfitt fyrir áberandi karlmenn að gefa beinlínis út rit um matreiðslu sem var svo eindregið kvennasvið. Um þetta leyti var Ólafur Olavius nýbúinn að skrifa bók um mjólkurmatargerð og hlaut að launum landsþekktan háð- kviðling. Magnús hefur áreiðanlega sýnt sínum nán- ustu konum uppskriftirnar, þ.á.m. Mörtu Maríu eftir að hún varð mágkona hans. Marta var alin upp í danskri kaupmannsijölskyldu og hún hefur vafalítið átt sér eigið uppskriftakver í handriti eins og algengt hefur verið með matseljur um aldir. í það gæti hún hafa bætt uppskriftunum frá frú Fjeldsted. Hugsanlega var þetta stofninn í því mat- reiðsluvasakveri sem gefið var út í Leirárgörðum árið 1800, að tilhlutan Magnúsar og í einhvers konar sam- vinnu þeirra Mörtu og e.t.v. Stefáns líka, en uppskriftirnar í vasakverinu eru flestar danskar eða norskar. Gæti þá verið nokkur sannleikur í hinum ýmsu fullyrðingum Magnúsar um höfunda títtnefnds kvers, þótt þær virðist stangast á í fljótu bragði. Fyr- hans. Tókst góður vinskapur með Magnúsi og þessu fólki. í sjálfsævisögu hans segir um frú Fjeldsted: „Henni ber með réttu sú sanna þakkarverða viðurkenn- ing, að allt hvað finnst í mat- reiðslu-vasakveri, útkomnu á prent íslensku á prenti árið 1800 undir sál. frúar assess- orinnu Mörthu Stephenssens nafni, er eiginlega hennar fyrir- sögn að þakka, hverrar M.St innilega beiddist um allt, sem hér á landi mætti verða vegleiðslu bæði heldri konum og hyggnum í almúgastétt, hvað hann eftir henni smám saman um veturinn uppskrifaði á dönsku, snéri því síðan á íslensku og setti í það form, sem það með sér ber, og fékk seinna meir þessa góðu mág- konu sína til á titilblaðinu að láta heita sitt verk, svo sem hennar búsýsl- um betur hæfandi en hans, og reit sjálfur formálann undir bróður síns nafni.“ Þar með hafa tvær konur og tveir menn verið nefnd sem höfúndar að því sem í téðu kveri stendur. Og það sem meira er, sami maður- inn, Magnús, hefur í einu riti sagt frá því að Stefán og Marta hafi skrifað bók- ina, en í öðru að hún sé eftir hann sjálfan og frú Fjeldsted. Vandséð er nú hveiju á að trúa. Það er nokkuð Ijóst að eitthvað hefur Magnús Stephensen komið við rit- unarsögu matreiðsluvasakversins. Strax í formálanum, sem Stefán maður Mörtu undirritar en Magnús segist seinna sjálfur hafa samið, er sagt að bókin komi á þrykk fyrir at- beina Magnúsar enda var hann mik- ill áhugamaður um mat og kemur honum víða að í ritverkum sínum. I ferðarollu frá 1825-6 tíundar Magn- ús vandlega mat sem honum er bor- inn í ferðinni. Þannig segist honum frá borðhaldi með dönsku konungs- hjónunum: / vasakveri Mörtu eru uppskriftir af kindahausum, flegnum, vel krydduðum og steiktum með smjöri og brauðraspi ásamt vel pipraðri heilastöppu. Hér sést þjóð- legri matreiðsla afþessu tagi, soðn- ir kjammar og heilakökur, soðkök- ur hnoðaðar úr rúgmjöli og heila, sem oft voru soðnar með sviðum áðurfyrr. í einföldu matreiðsluvasakveri er fyrsta kleinuuppskriftin sem hér gekk á þrykk. Pær kleinur eru tví- snúnar, eins og sést hér á myndinni. Heima er hezt 211

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.