Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1996, Síða 17

Heima er bezt - 01.06.1996, Síða 17
engiferi, saxaðri Pétursselju og nokkrum kúrennum; þegar þetta sýður er það jafnað með litlu af hveitimjöli og lítið af sykri látið í. 1 rjóma stað má brúka kjötseyði með vínediki og sykri. Heilinn af soðnum sauðarhöfð- um úttekinn, velgdur upp með litlu af smjöri, og pipar steyttur á sáður, þykir mörgum gœðarétt- ur. “ Hér eru greinilega nýjungar á ferð því að á Islandi tíðkaðist ekki að flá kindahausa, þeir voru sviðnir frá fyrstu tíð, og segir af höfuðsviðum strax í fornbók- menntunum. Aldrei hefur heldur orðið algengt hér að steikja svið, en lungamúsin sem þarna er nefnd varð nokkuð þekkt hér á seinni hluta 19. aldar og er einnig í næstíyrstu matreiðslubókinni eftir Þóru Andreu Nikólínu Jónsdótt- ur sem út kom 1858. Það eru lungu, soðin og brytjuð niður í hvíta sósu, stundum ásamt einhverju öðru inn- meti. Samkvæmt heimildum í skjala- safhi þjóðháttadeildar Þjóðminja- safns var réttur með þessu nafni al- gengur á Norðurlandi í byrjun 20. aldar. Það voru súr lungu brytjuð út í sætan hveiti- eða rúgmjölsjafning. Hin uppskriftin, sem hér er birt, er af gífurlega matarmikilli möndlu- tertu, og er ekki í lítið ráðist að setja uppskrift af slíku á þrykk í bakara- ofnalausu landi: „Mandel terta gerist af einu pundi af sœtum, og 4 lóðum af bitrum mandelum, skálduðum í heitu vatni og flegnum úr hýðinu. Þetta smá- steytist með rauðu úr eggjum. Smá- steytt og sigtað pund af hvítum sykri er ásamt 14 eggjarauðum í tréskál vel samanhrært með birktum vendi, einn jjórðung stundar eður lengur. Svo eru steyttu mandelin látin þar og, ef til er, nokkuð af rifnum sítrónuberki, sem allt er enn vel hrært saman einn jjórðung stundar. Á afmœlisdögum Árna Björnsson- ar þjóðháttafrœðings má starfsfólk Þjóðminjasafns eiga von á ýmis konar fornkökum. Hér er Árni að skera Jarðeplaköku úr matreiðslu- bók Þóru Andreu Nikólínu í kaffi- stofu safnsins. Hvítan úr þeim 14 eggjum er með þeim á minnstum vendi slegin eður þyrluð vel upp í froðu. 2 hnefar af smárifnu hveitibrauði eru hrœrðir inn í mandel deigið ofur vel ásamt eggjafroðunni uns vel er jafnað. 1 tertupönnu eður formi vel innan smurðu með smjöri og rifnu hveiti- brauði á nú þessi mandelterta við hægar glœður að bakast. “ Við þetta má bæta að vinir Arna Björnssonar þjóðháttafræðings tóku sig til fyrir nokkrum árum og bök- uðu þessa tertu honum til heiðurs á afmælisdaginn hans og buðu starfs- fólki Þjóðminjasafns til veislu. Kak- an var þá að vísu bragðbætt með tékknesku kremi úr matarkompum Hallfreðar Arnar Eiríkssonar, kollega Árna. Þetta reyndist hin gómsætasta terta en svo matarmikil að þeim, sem hyggjast nýta uppskriftina, er bent á að vel er óhætt að bjóða allri stórfjölskyldunni í kökuna, jafn- vel þó að hún telji nokkra tugi. Matreiðslubók Þóru Andreu Nikólínu Númer tvö í flokki íslenskra matreiðslubóka, næst á eftir Ein- földu matreiðsluvasakveri frá 1800, er „Ný matreiðslubók ásamt ávísun um litun, þvott og fleira.“ Hún kom út á Akureyri árið 1858 og höfundurinn hét því ábúðar- mikla nafni Þóra Andrea Nikólína Jónsdóttir. Hún var af dönsku móðemi og fædd í Kaupmanna- höfn 1814. Þegar hún var tíu ára gömul gerðist faðir hennar prestur í Eyjafirði og þá fluttist fjölskyld- an til íslands. Á íjórða áratug ald- arinnar fréttist svo aftur af Þóru Andreu Nikólínu í Danmörku, hvort sem hún hefur verið að heimsækja móðurættingja sína þar eða afla sér mennta, en um 1840 giftist hún í Kaupmannahöfn, Indriða Þorsteins- syni, gullsmið frá Víðivöllum í Fnjóskadal. Þóra, eins og hún var kölluð, flutti ásamt eiginmanni sín- um að Víðivöllum og þar bjuggu þau í tíu ár. Þá lá leiðin til Akureyrar þar sem Indriði stundaði gullsmíðar en Þóra samdi og gaf út áðurnefnda matreiðslubók árið 1858. Þremur árum seinna andaðist hún, aðeins 47 ára að aldri. Ný matreiðslubók er sannarlega enginn bæklingur þó að höfundur nefni hana svo í formála af lítillæti sínu. Hún er 244 blaðsíður að lengd og prýðilega skrifuð. I henni eru 33 yfirkaflar og á fjórða hundrað undir- kaflar. Þar eru, auk matamppskrifta kaflar um búr og eldhús, um undir- búning matreiðslu, um litun á ullar- efnum, þvotta, línsterkjugerð, bletta- hreinsun, merkingar á líni, hreinsun á leðurskóm og fleira. Hvergi hef ég getað fundið neitt um skólamenntun Þóru, en bókin bendir öll til góðrar menntunar. Þrátt fýrir þetta ritverk er Þóru Andreu Nikólínu hvergi að ii Heima er bezt 213

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.