Heima er bezt - 01.06.1996, Blaðsíða 24
ég reyndi eftir bestu getu að svæla,
þótt oftast endaði það með því að ég
ældi öllu þessu góða súkkulaði, enda
óvanur reykingum á þeim árum, þótt
ég legði þetta á mig til að sýnast
maður með mönnum, með sígarettu
lafandi í munnvikinu.
Fljótlega þvarr virðingin fyrir
þessum erlenda her og menn drógu
úr afköstunum til jafnræðis við her-
mennina sjálfa og svikust óspart um.
Sumir þeirra, sem unnu við flugvall-
argerðina, komust upp á lag með að
láta sig hverfa strax á morgnana,
komu sér niður að höfn og unnu þar
allan daginn og voru þannig mestalla
vikuna á tvöföldu kaupi, enda vant-
aði ævinlega fólk í uppskipun á þess-
um árum.
Vinnubrögð og stjómun voru ekki
til mikils sóma hjá Bretum. Eitt sinn
gerði mikið rok og karlarnir, sem
voru að reisa braggana, réðu ekki
neitt við neitt, því plöturnar fuku út í
veður og vind um leið og hreyft var
við þeim.
Þeir, sem unnu við þetta, vildu fá
að gera hlé á plötulagningunni þang-
að til veðrið lægði og var náð í æðsta
„bossann" til að afla heimildar til
þess. Hann kom blindfullur á
offiserabíl sínum og hélt um það
þrumandi ræðu að breskur her gæti
unnið í öllum veðrum, skjögraði síð-
an valtur á fótum upp í bílinn og
brenndi í burtu, og áfram fengu plöt-
umar að ijúka.
Við steypuframkvæmdir var al-
gengt að annað hvort vantaði sand
eða möl. Stundum sátu karlarnir all-
an daginn og biðu eftir mölinni, en
sæist til offiserabílsins, voru allir
reknir á fætur og látnir moka sand-
hrúgunni út og suður, meðan hann
fór framhjá.
O, jú, allir voru að vinna og slógu
ekki slöku við. Eg man að gamall
bóndi, sem stjórnaði hrærivélinni,
sagði oft og einatt:
„Guð minn almáttugur, hvernig
ætla þessir menn að vinna stríðið?“
Ég gat tekið undir með honum af
heilum hug.
Vera mín á vellinum varð ekki
löng, því ég hafði sótt um starf hjá
Ríkisskip og var ráðinn þjónn yfir-
manna á e/s Súðinni, sem var í
strandsiglingum með vörur og far-
þega.
Margt skemmtilegt bar fyrir á því
skipi. Vistin þar um borð var sann-
kallað ævintýri fyrir unga stráka,
sem voru að byrja að kanna heiminn.
Stundum var ég látinn hjálpa til á
öðru farrými þegar mest var að gera
hjá þjóninum og oft voru margir sjó-
veikir. Sjálfur var ég lengi sjóveikur,
en harkaði af mér, kyngdi ælunni og
talaði digurbarkalega við sjóveika
farþega þegar ég var að hreinsa upp
gubbið eftir þá, ég tala nú ekki um
væru það ungpíur, sem settu allt sitt
traust á mig.
Þjónarnir gátu lent í hörðu við að
halda ástsjúkum hermönnum frá
kvenpeningnum, sem kannski kærði
sig ekki um að láta stía sér frá þeim.
En þetta var skipun ofan frá. Her-
menn mega ekki komast inn í her-
bergi kvenna, en þeir borgaraklæddu
voru undanþegnir þessu banni. Bret-
arnir áttu ákaflega erfitt með að
skilja þetta réttlæti.
Ofit var slangur af hermönnum far-
þegar með okkur, og fengu þeir
marga sönnun fyrir því, sem forðum
var kveðið, að:
Betra er að hemja hundrað flær
á hálu skinni,
en píkur tvær
A
220 Heima er bezt