Heima er bezt - 01.06.1996, Qupperneq 28
skuldunautar hans urðu loks svo
nærgöngulir, að hann, einungis þess
vegna, vék burtu af Englandi og
gekk í enska hersveit, er send var
gegn Zuluköffum í Afríku, og þar
féll hann í bardaga, 1879, eins og
kunnugt er, 23 ára.
En móðir hans sat heima með
milljónirnar, er hún tímdi ekki að sjá
af, og þó var sonur hennar auga-
steinninn hennar, að sagt var.
Nú hefur hún grátið sig blinda af
harmi yfir þessu og sér nú aðeins í
þoku. En gullið margfaldast og millj-
ónir hrúgast á milljónir ofan hjá
hinni bamlausu ekkju.
Þjóðólfur, 19. október 1900.
Vísindaleg loptferð
verður innan skamms hafin frá
Berlín til að fá sannanir fyrir því,
hversu lengi loptfar með miklu burð-
arafli geti haldið sér á lopti uppi.
Loptfar það, sem til ferðarinnar er
ætlað, hefur næstum því helmingi
meira rúmmál en loptfar Andreés, og
útbúnaður allur svo vandaður sem
fong em á. Vistir verða teknar með
til 3 vikna. Lagt verður af stað frá
Berlín, þá er vindur þar blæs af vestri
eða útnorðri, til þess að loptfarið geti
sem lengst svifið yfir þurru landi
austur yfir Evrópu og meginland
Asíu.
I förinnin verður einn enskur vís-
indamaður, Alexander London, auk
þýska verðurfræðingsins, dr. Berson
í Berlín, og 3 annarra þýskra fræði-
manna, alls 5 farþegar.
Kúlumyndun jarðarinnar
Nýja sönnun fyrir því, að jörðin sé
kúlumynduð en ekki flöt eins og
pönnukaka, hefur ítalskur málari,
Possati að nafni, fundið og það á
mjög einkennilegan hátt. Það er
„maðurinn í tunglinu,“ mannsandlit-
ið, sem menn þykjast sjá þar, er hef-
ur gefið tilefni til þessarar sönnunar.
ítalskir útflytjendur, er höfðu sest að
..................t................
224 Heima er bezt JStZL
################«###■
í Argentínu í Suður-Ameríku, höfðu
veitt því eptirtekt, að þar sást ekki
„maðurinn í tunglinu," en er þeir
fóru að gæta nánar að þessu, gátu
þeir þó greint andlitið, en það sneri
næstum því öfugt, augun neðar en
munnurinn ofar, þ.e. að segja á
höfði.
Fyrir skömmu kom einn þessara
útflytjenda aptur heim til Ítalíu, og
minntist á þetta við kunningja sína,
en þeir trúðu honum ekki, og var þá
þessi Possati málari í Toscolano,
beðinn úrskurðar, því að hann hafði í
tómstundum sínum, ofurlítið rýnt í
stjörnufræði.
Eptir nákvæmar íhuganir lýsti
hann því yfir, að útflytjandinn hefði
rétt að mæla. Andlitið í tunglinu
hlyti í raun og veru, að standa á höfði
fyrir áhorfanda á suðurhelmingi jarð-
arinnar, af því að áhorfandinn væri
andfætingur vor. Það, sem er efri
hluti tunglsins fyrir vorum augum,
sýnist Argentínubúum neðri hluti
þess og hins vegar.
Til frekari fullvissu leitaði Possati
álits hins heimsfræga ítalska stjörnu-
fræðings Schiaparellis, forstjóra
stjörnuturnsins í Mílano, og hann
lýsti því yfir í bréfi til Possati, að at-
hugun þessi væri rétt, en þessa væri
hvergi getið í neinni náttúrulýsingu
eða nokkrum stjarnfræðilegum vís-
indaritum, svo að hér væri í raun og
veru um nýja uppgötun að ræða, nýja
sönnun fyrir kúlumyndun jarðarinn-
ar.
(Eptir „National Zeitung.“)
Þjóðólfur, 30. desember, 1875.
Auglýsingar
Hús til sölu
Hjer með auglýsist, að jeg hef í
hyggju, ef kaupandi fæst, að selja
hús það, er jeg hefi reist í Kapla-
skjóli svo nefndu, í sumar. Það er
múrhús, 16 álnir á lengd, 11 á breidd
og 11 á hæð. Húsið er fullgjört að
öðru en því, að það vantar á það
helluþak, en plægð súð í þakinu, og
er óþiljað innan. Sömuleiðis er eptir
að hlaða upp skorsteininn, en nóg
grjót dregið að í hann, og nokkuð af
því höggvið. 94 borð eru með í
kaupinu.
í Kaplaskjóli er afbragðsgóð upp-
sát, og hef jeg rutt þar vör, sem
einnig fylgir húsinu, ásamt hálf-
gjörðum kálgarði. Húsinu fylgir og
væn lóð, nálægt 1200 ferh. álnum.
Þá er og væn stjett í kringum allt
húsið, og brunn hefi jeg grafið þar
og hlaðið upp.
Háholti við Reykjavík, 27. des.
1875.
Jakob Jónsson.
ísafold, 23. ágúst 1905.
Dilkum
úr Kjósinni verður slátrað í dag við
versl. Jóns Þórðarsonar. Verð: 0.32
pd. í heilum kroppum, 0.33-0.36 pd.
í smærri sölu, vigta (kjötið) á: 20-25
pd.
í tilefni af ritsímasamningnum og
undirskriftarmálinu þurfa margir að
þvo hendur sínar.
Besta handsápan er Cocossápa frá
Sápuverkinu, Reykjavík.
Kitsons-
glóðarnetabrennaramir eru heimsins
bestu og fullkomnustu brennarar,
spara olíueyðsluna um 3/4 hluta
ámóta við venjulega brennara og
gefa einstaklega bjarta og góða birtu.
Fást aðeins í
Versl. B.H. Bjarnason.
íbúð
mót sólu, 3 herbergi og eldhús eða 2
herbergi og stúlknakamers, óskast til
leigu nú þegar. Skrifleg tilboð send-
ist J. All Hansen, Bókhlöðustíg 2.
Tapast hefir
úr Reykjavík 19. þ.m., rauðstjörnótt-
ur hestur, mark að líkindum: blað-
stýft a. v. og fjöður a. h.; fremur