Heima er bezt - 01.06.1996, Page 30
loptið um hinn ímyndaða höfund
bréfsins, eins og lög gera ráð fyrir
þeim megin.
Og svo þykist veslings ritstjórinn
ætla að gefa Þjóðólfi ádrepu(!) fyrir
þessa goðgá að hafa birt þetta bréf.
Og „ádrepan“ er í því fólgin að skora
á Þjóðólf að sanna, að „Lögberg“
dragi nokkurn tíma fjöður yfir það,
sem miður fer þar vestra, eða láti
þess ógetið ef eitthvað amar að. Og
þetta er auðvitað á borð borið með
venjulegri lögbergskri ósvífni. En
maðurinn hefði ekki átt að tala svona
digurt, því að hann má vita, hve höll-
um fæti hann stendur og hversu af-
sakanir hans eru einskis nýtar. Auð-
vitað hafði Þjóðólfur enga skyldu til
að taka þennan þvætting mannsins til
greina. En í þetta sinn ætlum vér
samt að gleðja hann með því að
prenta hér á eptir, bréf frá Ameríku,
sem ritað er löngu áður, en
Winnipegbréfið birtist í Þjóðólfi, svo
að ekki geta ummæli þessa bréfs ver-
ið tekin eptir því. Afskript af bréf-
kafla þessum var sendur Þjóðólfi til
birtingar norðan úr Hrútafirði,
einmitt nú með síðasta pósti, og fer
sá, sem sendi, um hann þessum orð-
um í bréfi ds. 20. f.m.:
„Mér sýnist það mjög æskilegt, að
þér vilduð birta kafla þennan í yðar
heiðraða blaði, almenningi til athug-
unar. Það er áreiðanlegt, að bréf þetta
er ekki skrifað af eigingjörnum eða
persónulegum hvötum, og þekkingu
og reynslu hefur bréffitarinn eflaust
talsverða, því að hann er vel skyn-
samur og búinn að vera fyrir vestan
nær 20 ár.“
Þess skal getið, að höfundur Amer-
íkubréfsins er móðurbróðir þess, er
sendi oss það til birtingar, og hafði
maðurinn skrifað þetta systur sinni
hingað til lands. Meira þarf Sig-
tryggur ekki að vita. Hann getur svo
spáð í eyðurnar og skammað ein-
hvern, sem hann hyggur höfund
þess. Það gerir þá minna til, þótt það
komi ekki í réttan stað niður, bara að
hann geti stangað einhvern.
Bréfið er ritað frá Gardar í Norður-
Dakóta (þar sem séra Fr. Bergmann á
* *
heima) og dagsett 25. október f.á.
Kaflinn, sem oss var sendur er svo
látandi:
„Ég get nú fátt skrifað þér, sem
fréttir geta kallast. Tíðin hér í sumar
var nokkuð votviðrasöm um sláttinn,
en heyfengur varð þó í góðu lagi, og
hveitiuppskera í betra meðallagi. Al-
mennast hér um kring fengu bændur
í kringum 20 „bushel“ af ekru til
jafnaðar þar sem best var, og margir
minna. Öll spretta var í sumar með
besta móti, en víða hér í Dakota
eyðilagði haglstormur alla akra og
stórskemmdi suma; ekki urðu samt
mikil brögð að því nú í ár meðal Is-
lendinga.
Þessir haglstormar koma árlega
fyrir, í fyrra missti sonur minn alla
uppskeru sína og margir íslendingar
kringum hann.
Um þetta þegir Lögberg, eins og
annað, sem er af lakara tagi, en flytur
heldur öfgar og ýkjur til ginningar
fáfróðum innflytjendum.
I einni Canadanýlendunni, sem var
að byggjast mest í sumar, „Swanri-
verdalnum,“ fraus allur sáningar-
gróður og ónýttist í sumar í júlí. Ekki
sést það á prenti. Margir hafa líka
orðið fyrir stórskaða af eldsbruna í
haust, eins og optar brunnið hús,
hestar, hey, og svo þúsundum skiptir
„bushela" af hveiti.
Hér er margt svo stórkostlegt, sem
maður hafði ekki af að segja á ís-
landi. Óneitanlega er hér í margan
máta hægra að hafa ofan í sig að éta,
en gróðinn vill ganga misjafnlega, og
eru hér margir mjög fátækir, eiga
ekkert. Utgjöld þykja mörgum líka
allmikil og fara vaxandi skattar og
skyldur, og svo þar að auki, óendan-
legar ljárbænir, fyrst og fremst til
prests og kirkju, og svo margt fleira.
Presturinn okkar, séra Friðrik, er
nú kominn heim, búinn að kristna
ykkur? Hann segist hafa komið til
ykkar og hefur frætt ykkur sjálfsagt á
öllu því góða, ólíklegt hann hafi ekki
nefnt hið lakara líka. Lítið hefi eg
heyrt af því sem hann segir frá Is-
landi, nema heldur lætur hann dauft
af lífinu þar, og nú vilji allir komast
til Ameríku, embættismennirnir hvað
þá aðrir. Ég held nú samt þeim
brygði við ýmislegt.“
Þessa „ádrepu“ verður nú Sig-
tryggur að láta sér nægja fyrst um
sinn. Þykir honum það ekki sæmi-
lega skýrt tekið fram af þessum
Dakótabréfritara, hvernig „Lögberg“
fer að ráði sínu? Að segja hann ljúga,
mann, sem enga hvöt hefur til að
skrifa systur sinni ósatt, er að vísu
handhægt, en sannar lítið. En auðvit-
að verða það allar varnimar hjá S.,
eins og vant er. Hann hefur sjaldnast
aðrar á takteinum, þessi sann-
leikselskandi(l), síbullandi kristin-
dóms- og klerkasnati þar vestra.
Mr. Hjörleifsson
Hvað skyldi sá dagur heita, sem
vekur hina íslensku þjóð til viður-
kenningar á hinu blessunarríka starfi
mr. Hjörleifssonar í þarfir hennar?
Mörg ár eru nú liðin, síðan þáver-
andi cand. phil. Einar Hjörleifsson,
reyrði saman leppa sína í höfuðstað
vors danska konungsríkis. Manni
dettur ósjálfrátt í hug landaleit Kol-
umbusar í sambandi við þessi „hugð-
næmu“ spor Einars, í áttina til þess
að kanna „hvort nokkuð væri hinum
rnegin."
Hér stóð þó öðruvísi á. Kolumbus
mætti miklum andróðri vina og
óvina, áður en hann gat búið ferð
sína, en aptur á móti urðu margir til
þess að hvetja kandídatinn fararinn-
ar; því var svo háttað, að þeir töldu
það hentugra, að hafa hann fjærri sér
heldur en í návist.
Segir fátt af honum, fyrr en hann
var „lagður upp“ í Ameríku.
Þar var kandídatinn „upplagður.“
Hin farsælu áhrif hans á framsókn
og friðsemi meðal landa í Ameríku,
og starfsemi hans í þarfir íslenska
þjóðernisins fyrir vestan haf, má
kynna sér af „Lögbergi“ fyrrum, sem
verður að skoðast sem þá verandi
trúarjáming „Vona skáldsins.“
Svo líða tímar fram, þar til anda
kandídatsins fýsti íslandsfarar, og
sama hljóð var í meltingarfærunum.
226 Heima er bezt